Íþróttir

Margrét Rún valin í lokahóp U16 fyrir Norðurlandamót

Margrét Rún Stefánsdóttir, leikmaður meistaraflokks Tindastóls kvenna, hefur verið valin í 20 manna lokahóp U16 landsliðsins fyrir Norðurlandamót sem fram fer dagana 4-13 júlí nk. í Kolding í Danmörku.
Meira

Víðismenn stálu stigi gegn lánlausum Stólum

Lið Tindastóls og Víðis í Garði mættust í 3. deildinni á Króknum í kvöld í leik sem átti að fara fram sl. föstudag en var frestað vegna hvassviðris. Leikurinn fór fram við fínar aðstæður í kvöld og var lengstum fjörugur. Heimamenn sýndu ágætan leik en voru hálfgerðir kettlingar upp við mark andstæðinganna en svo fór að lokum að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 2–2 og enn eitt svekkelsið fyrir lánlaust lið Tindastóls staðreynd.
Meira

Landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar til liðs við Tindastól

Lið Tindastóls heldur áfram að stykja sig fyrir körfuboltaveturinn næsta því nú rétt í þessu barst Feyki tilkynning frá körfuknattleiksdeild Tindastóls þar sem sagt er frá því að samið hafi verið við Sigtrygg Arnar Björnsson fyrir örfáum mínútum um að spila heima í Skagafirði næsta tímabil. Það eru sannarlega ánægjuleg tíðindi og ljóst að Stólarnir ætla sér aftur í toppbaráttuna því auk Arnars hefur Sigurður Þorsteinsson þegar samið við lið Tindastól.
Meira

Steinullarmótið heppnaðist með glæsibrag

Steinullarmótið í knattspyrnu, ætlað stúlkum í 6. flokki, fór fram á Sauðárkróki nú um helgina. Sunnanstormur setti strik í reikninginn á föstudag og varð til þess að mótið hófst nokkrum tímum síðar en til stóð svo keppendur ættu kost á að skila sér á Krókinn í skaplegu veðri. Boltinn fór að rúlla kl. 15:30 á laugardag í sjóðheitri og skaplegri sunnanátt, um kvöldið var vel heppnuð kvöldvaka í íþróttahúsinu og síðan fór fótboltinn aftur í gang snemma á sunnudagsmorgni.
Meira

Steinullarmótið fer senn að hefjast í sól og sumarblíðu

Steinullarmótið í knattspyrnu sem ætlað er stúlkum í 6. flokki hefst kl. 15:30 í dag en snarpur suðvestanskellur gerði þátttakendum og þeim sem fylgdu erfitt fyrir í gær. Nú er veður hins vegar orðið þrusugott þó enn blási nú aðeins af suðri og hitinn nálægt 20 gráðunum. Það er því aðeins beðið eftir að síðustu liðin skili sér á Krókinn en samkvæmt upplýsingum frá Helga Margeirs, mótsstjóra, þá hafa engin lið boðað forföll.
Meira

Leik Tindastóls og Víðis Garði frestað vegna veðurs

Leik Tindastóls og Víðis Garði hefur verið frestað vegna hvassviðris en leikurinn átti að fara fram í dag klukkan 18:00. Leikurinn verður þess í stað spilaður mánudaginn 28. júní nk. klukkan 18:00.
Meira

Stórsigur Húnvetninga á Eyfirðingum og toppsætinu náð

Kormákur/Hvöt tók á móti liði Samherja úr Eyjafirði í gær í sjöundu umferð D-riðils fjórðu deildar karla. Eyfirðingar sáu aldrei til sólar í leiknum og sigruðu Húnvetningar leikinn með sjö mörkum gegn engu.
Meira

Dagur Þór Baldvinsson nýr formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Ný stjórn var kosin á aðalfundi körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem fram fór sl. miðvikudagskvöld og segir í færslu deildarinnar á Facebook-síðu hennar að ljóst var fyrir fundinn að mikil endurnýjun yrði í stjórn að þessu sinni þar sem einungis þrír aðilar úr fyrri stjórn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu.
Meira

Slóvensk landsliðskona til Tindastóls?

Kvennaliði Tindastóls gæti bæst liðsauki í baráttunni í Pepsí Max deildinni í sumar en von er á 25 ára gamalli slóvenskri landsliðskonu, Tina Marolt, næsta mánudag. Að sögn Óskars Smára mun hún æfa með liðinu mánudag og þriðjudag.
Meira

Ísak og Sveinbjörn á Evrópubikar landsliða

Evrópubikar landsliða fór fram í Búlgaríu um liðna helgi. Ísland keppti þar í annarri deildinni og endaði í 9. sæti þar og halda sér þar með uppi í þeirri deildi. Þrjú lið mættu ekki til leiks og falla því niður um deild. Skagfirðingarnir Ísak Óli Traustason og Sveinbjörn Óli Svavarsson kepptu meðal annars fyrir hönd Íslands en þetta var í fyrsta skipti sem Sveinbjörn keppir undir merkjum Íslands.
Meira