Íþróttir

Jafnt í Garðabænum eftir drama í uppbótartíma

Tindastólsmenn spiluðu á laugardaginn við lið KFG í Garðabænum í 12. umferð 3. deildar. Stólarnir þurftu að næla í sigur eftir tvo tapleiki í röð og lengi vel leit út fyrir að mark frá Luke Rae snemma leiks mundi duga en hasarinn var mikill í uppbótartíma og fór svo að leiknum lauk með 2-2 jafntefli sem gerði lítið fyrir liðin í baráttunni um sæti í 2. deild.
Meira

Kormákur/Hvöt komnir á toppinn að nýju

Í gær fór fram hörkuleikur í Egilshöllinni í Grafarvogi þar sem Björninn tók á móti liði Kormáks/Hvatar. Var þetta tíundi leikur liðanna í B-riðli 4. deildar en flest liðin eiga nú eftir að spila tvo leiki. Með sigri var toppsætið gestanna og það var einmitt það sem gerðist, Húnvetningarnir reyndust sterkari og unnu leikinn 1-2.
Meira

Stólastúlkur styrktu stöðu sína á toppi Lengjudeildarinnar

Kvennalið Tindastóls tók á móti liði Víkings Reykjavík í Lengjudeildinni í kvöld en þetta var lokaleikurinn í 10. umferð. Eins og oft áður í sumar þá reyndust Stólastúlkur of sterkar fyrir andstæðinga sína og ekki var það til að auðvelda gestunum lífið að Murielle Tiernan er í stuði í framlínu Tindastóls þessa dagana. Lokatölur í kvöld voru 3-0 og stelpurnar okkar með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar nálgast úrslitakeppni 4. deildar

Lið Kormáks/Hvatar styrkti stöðu sína í B-riðli 4. deildar á miðvikudagskvöldið þegar þeir sóttu lið Álafoss heim á Tungubakkavöll í Mosfellsbæ. Þegar upp var staðið höfðu Húnvetningarnir gert sex mörk en heimamenn náðu ekki koma boltanum í netið – nema reyndar einu sinni í vitlaust mark. Lokatölur því 0-6 og lið Kormáks/Hvatar í öðru sæti riðilsins, stigi á eftir KFR en eiga leik til góða.
Meira

Stólastúlkur geta styrkt sig á toppi Lengjudeildar í kvöld

Kvennalið Tindastóls getur komið sér vel fyrir á toppi Lengjudeildarinnar í kvöld er stelpurnar mæta liði Víkings úr Reykjavík á KS vellinum á Sauðárkróki kl. 19:15. Tveimur aðalkeppinautum Stólanna, Keflavík og Gróttu, mistókst að krækja sér í fullt hús í leikjum þeirra í gær. Leikurinn verður sýndur á Tindastóll TV.
Meira

Annað tap Tindastóls á fjórum dögum

Tindastóll og KV mættust á Króknum í gærkvöldi í 3. deild karla í knattspyrnu. Eftir slæman skell um helgina gegn Vængjum Júpíters voru Tindastólsmenn ákveðnir að rétta úr kútnum en það fór því miður á annan veg. Gestirnir náðu snemma forystunni og þegar Atli Dagur, markvörður Stólanna, fékk að líta rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleik var ljóst að það yrði á brattann að sækja. Þrátt fyrir fína frammistöðu Tindastólsmanna við erfiðar aðstæður þá voru það gestirnir úr Vesturbænum sem hirtu stigin þrjú með 0-2 sigri.
Meira

Fjögur ný Íslandsmet sett um helgina í Norrænu trapi

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í Norrænu trapi á nýjum NT velli Skotfélagsins Markviss á Blönduósi. Fram kemur á Facebooksíðu skotfélagsins að veður hafi verið með eindæmum gott og var skotið við bestu mögulegu aðstæður þar sem sól og logn var nær alla helgina. Alls mættu 16 keppendur til leiks frá fimm félögum, Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar (SIH), Skotfélaginu Markviss Blönduósi (MAV), Skotfélagi Húsavíkur (SKH), Skotfélagi Reykjavíkur (SR) og Skotfélagi Ólafsfjarðar (SKÓ).
Meira

Frábær liðssigur Stólastúlkna í toppslagnum í Keflavík

Lið Tindastóls gerði sér lítið fyrir í dag og vann sanngjarnan sigur á liði Keflavíkur suður með sjó í flottum fótboltaleik. Fyrir leikinn voru Keflvíkingar á toppi deildarinnar en liðin höfðu sætaskipti að leik loknum. Mur reyndist heimastúlkum erfið en hún gerði þrennu í leiknum en engu að síður var þetta sigur liðsheildarinnar því allar stelpurnar áttu frábæran dag, gáfu allt í leikinn og uppskáru eftir því. Lokatölur 1-3 fyrir Tindastól.
Meira

Ein ferna og tveir þristar á Blönduósvelli

Meira

Vængir Júpíters flugu hátt á Króknum

Tindastóll fékk illa á baukinn í dag þegar Vængir Júpíters úr Grafarvoginum mætti á Krókinn í 10. umferð 3. deildar. Stólarnir unnu fyrri leik liðanna í sumar en nú gekk fátt upp og gestirnir gengu á lagið, hefðu hæglega getað gert tíu mörk en Atli Dagur átti nokkrar magnaðar vörslur í leiknum. Lokatölur 1-5 og úrslitin mikil vonbrigði fyrir Tindastólsliðið sem hefur verið að berjast á toppi deildarinnar í sumar.
Meira