Íþróttir

Meistaramót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi 2021

Dagana 2. - 3. júlí var Meistaramót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi haldið. Keppt var í meistaraflokki karla þar sem að Jón Jóhannsson bar sigur úr býtum, meistaraflokki kvenna þar sem að Birna Sigfúsdóttir stóð uppi sem sigurvegari og í 1. flokki karla en þar sigraði Grímur Rúnar Lárusson.
Meira

Pape vaskur í níu marka veislu á Vopnafirði

Tindastólsmenn skutust austur á Vopnafjörð í gær þar sem Einherjar biðu eftir að taka á móti þeim í mikilvægum slag í botnbaráttu 3. deildar. Lukkan hefur ekki verið í liði með Stólunum í síðustu leikjum og staða liðsins því ekki góð í deildinni. Það var því bráðnauðsynlegt fyrir leikmenn að sýna úr hverju þeir eru gerðir og grípa stigin þrjú með sér heim og rífa sig upp úr fallsæti í leiðinni. Þetta hafðist í níu marka veislu þar sem Stólarnir skoruðu helmingi fleiri mörk en heimamenn. Lokatölur 3-6.
Meira

Siggi Aadnegard með þrennu fyrir toppliðið

Húnvetningar hafa verið á flugi í 4. deildinni og eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum hafa þeir unnið alla leiki síðan. Liðið sem lagði Kormák Hvöt í gras í byrjun tímabils var lið Léttis úr Breiðholti og þeir mættu einmitt á Blönduósvöll í gær í fyrsta leik síðari umferðar D-riðilsins. Húnvetningar voru ekki á þeim buxunum að fella flugið niður því þeir náðu forystunni snemma leiks og sigruðu örugglega 4-1.
Meira

Fyrstu Íslandsmeistarar Tindastóls í badminton - Íþróttagarpar Feykis

Á Íslandsmeistaramóti unglinga í badminton, sem fram fór á Akranesi í maí, sendi badmintondeild Tindastóls í fyrsta sinn keppendur á slíkt mót, systurnar Júlíu Marín, sem spilar í U11 og Emmu Katrínu í U13 og náðu þær frábærum árangri. Báðar komust þær í úrslit í öllum greinum sem þær tóku þátt í og enduðu sem Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í sínum flokkum og þar með fyrstu tveir Íslandsmeistaratitlar til Tindastóls í þessari vinsælu íþrótt.
Meira

Tindastólsfólk í lokahópum KKÍ

Körfuknattleikssamband Íslands hefur valið 16 manna lokahópa í U-16 og U-18 ára landsliðum Íslands fyrir sumarið. Það vill svo skemmtilega til að Tindastóll á þar 5 fimm fulltrúa, tvo í U-16 karla og þrjá í U-18 kvenna.
Meira

Jafnt í jöfnum leik í sunnanbáli á Króknum

Tindastóll og Selfoss mættust í kvöld í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu en bæði lið vildu krækja í stigin þrjú; Selfoss til að koma sér betur fyrir í toppbaráttunni en Stólastúlkur til að bæta stöðu sína í hinni baráttunni. Það fór svo að lokum að liðin skildu jöfn en hvorugu tókst að koma boltanum í markið enda lítið um góð marktækifæri og aðstæður ansi strembnar.
Meira

Javon Bess til liðs við Tindastól

Körfuknattleikisdeild Tindastóls hefur samið við Bandaríkjamannin Javon Bess um að leika með líðinu næsta tímabil, 2021-2022. Javon er 25 ára gamall framherji (G/F), 198 sm á hæð en hann lék til 2019 með St. Louis háskólanum í Atlantic 10 háskóla-deildinni sem er mjög sterk 1. deildar háskóladeild í NCAA. Javon Bess tók þátt í NBA nýliðavali 2019 en var ekki valinn.
Meira

Hús Bryndísar varð fyrir aurskriðu - Spilar að sjálfsögðu leikinn í dag

Eins og flestum er kunnugt féll aurskriða í Varmahlíð á tvö hús á Laugavegi og tók hluta úr veginum á Norðurbrún með sér. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Tindastóls, býr í öðru húsinu sem varð fyrir skriðunni en var sem betur fer ekki heima þegar skriðan féll. Tindastóll tekur á móti liði Selfoss í Pepsi Max deilda kvenna á Sauðárkróki í dag og sagði Bryndís í samtali við Feyki að hún ætli að sjálfsögðu að spila þann leik og hvetur alla til að mæta á völlinn.
Meira

Guðni hvetur stuðningsmenn Stólastúlkna til að fjölmenna á völlinn í kvöld

Það verður spilað í Pepsi Max deildinni á Sauðárkróksvelli í kvöld en lið Tindastóls og Selfoss mætast kl. 18:00 í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Selfoss þarf að sigra til að koma sér upp að hlið Vals og Breiðabliks í efstu sætum deildarinnar en lið Tindastóls, sem nú vermir botninn, gæti með sigri komist upp að stórum hópi liða sem berst fyrir sæti sínu í deildinni. Feykir heyrði hljóðið í Guðna Þór Einarssyni í þjálfarateymi Tindastóls í morgun.
Meira

Taiwo Badmus til liðs við Tindastólsmenn

Í gær greindi Feykir frá því að Sigtryggur Arnar hefði skrifað undir árssamning við lið Tindastóls og í dag getum við sagt frá því að körfuknattleiksdeild Tindastóls hafi sömuleiðis samið við Taiwo Badmus um að leika með liðinu næsta tímabil. Samkvæmt tilkynningu frá Stólunum er Taiwo 28 ára gamall, 200 sm á hæð og mikill íþróttamaður.
Meira