Íþróttir

Góður júlí hjá frjálsíþróttafólki Tindastóls

Meistaramót Íslands í frjálsum var haldið í júlí. Annars vegar var 15-22 ára mótið haldið helgina 18.-19. júlí í Kaplakrika og Meistaramótið sjálft haldið á Þórsvelli Akureyri helgina 25.-26. júlí. Að venju stóðu keppendur Tindastóls sig vel.
Meira

Arnar Geir stóð sig vel á Íslandsmótinu í golfi

Íslandsmótið í golfi fór fram í Mosfellsbæ dagana 6. – 9. ágúst, var fjölmennt og komu keppendur víðs vegar af að landinu en meirihlutinn þó frá suðvesturhorninu. Í karlaflokki kepptu 117 og í kvennaflokki 34 og færri komust að en vildu en á heimasíðu Golfklúbbs Skagafjarðar segir að fyrsti kylfingur á biðlista karla hafi verið með 3,1 í forgjöf. Arnar Geir Hjartarson keppti á mótinu og var hann eini keppandinn frá GSS.
Meira

Knattspyrnan í pásu til og með 13. ágúst hið minnsta

Í gær varð ljóst að Knattspyrnusamband Íslands fékk ekki undanþágu frá Heilbrigðisráðuneytinu til að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu mætti hefjast á ný. Því hefur öllum leikjum í meistaraflokki, 2. og 3. flokki verið frestað til og með 13. ágúst nk. en þá ætti að vera komið í ljós hvert framhaldið verður í fótboltanum.
Meira

Körfuboltabúðum Tindastóls aflýst

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur ákveðið að höfðu samráði við aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra að aflýsa Körfuboltabúðum Tindastóls sem halda átti dagana 11.-16. ágúst. Uppselt var í búðirnar strax í byrjun júní. Áætlað er að taka upp þráðinn að ári og hressir körfuboltakrakkar mæti þá á Krókinn í ágúst 2021.
Meira

Sterkur sigur toppliðs Kormáks/Hvatar á einu af toppliðum B-riðils

Keppni í B-riðli 4. deildar í knattspyrnu er æsispennandi en rétt áður en COVID-frestun skall á í síðustu viku þá áttust lið Kormáks/Hvatar og SR við á Blönduósvelli. Fyrir leikinn voru Húnvetningarnir í efsta sæti riðilsins með 13 stig en SR, sem er b-lið Þróttara í Reykjavík, var í öðru sæti með 12 stig. Það var því mikið undir en heimamenn poppuðu upp með stigin þrjú eftir hörkuleik.
Meira

Glaðbeittir drengir á Goðamóti

64. Goðamót í 6. flokki karla í knattspyrnu fór fram helgina 25. - 26. júlí í Boganum á Akureyri. Að þessu sinni tóku þátt um tæplega 100 lið og fór hluti leikjanna fram utandyra að þessu sinni en er það í fyrsta sinn sem það er gert. Bæði Tindastóll og Kormákur/Hvöt sendu frá sér tvö lið.
Meira

50 ára afmælisrit Golfklúbbs Skagafjarðar

Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS) hefur starfað frá árinu 1970 og verður því 50 ára á árinu 2020. GSS gegnir mikilvægu hlutverki í Sveitarfélaginu Skagafirði. Í fyrsta lagi fer fram öflugt barna- og unglingastarf í klúbbnum sumar sem vetur, í öðru lagi hentar golf sem áhugamál, félagsskapur og heilsubót fyrir fólk á öllum aldri og síðast en ekki síst er golf hluti af ferðamennsku og golfarar heimsækja Skagafjörð gagngert til þess að spila golf.
Meira

Króksmóti aflýst

Króksmóti, knattspyrnumóti drengja í 6. og 7. flokki sem fara átti fram 7. – 9. ágúst hefur verið aflýst vegna nýrra samkomutakmarkana. Í tilkynningu frá unglingaráði knattspyrnudeildar Tindastóls segir:“ Í ljósi nýrra samkomutakmarkana sem miða við 100 manns þá verðum við því miður að aflýsa Króksmótinu í ár....Við þökkum fyrir góðar viðtökur og óskum ykkur velfarnaðar. Sjáumst á næsta ári.“
Meira

Hertar reglur í golfi og frestun Opna Steinullarmótsins

Golfklúbbur Skagafjarðar hefur sent frá sér tilkynningu vegna hertari aðgerða yfirvalda vegna COVID-19.
Meira

Shawn Glover á Krókinn

Körfuboltadeild Tindastóls hefur bundið endahnútinn á leikmannakaupin hjá karlaliðinu fyrir næsta tímabil en í dag var staðfest að Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover kæmi til liðsins. Að sögn Baldurs Þórs Ragnarssonar, þjálfara, er Glover kraftframherji sem spilað hefur á Spáni, Danmörku, Ísrael og Úrugvæ
Meira