Íþróttir

Tindstælingar í æfingabúðir yngri landsliða KKÍ

Um helgina mun U16 ára lið drengja í körfubolta hefja æfingar en hópurinn æfði síðast saman í mars. Framundan er NM U16 liða á dagskránni í byrjun ágúst. Tvíburabræðurnir Orri Már og Veigar Örn Svavarssynir úr Tindastól eru í upphafshópnum sem þeir Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfarar, Karl Ágúst Hannibalsson og Chris Caird, völdu.
Meira

Umhverfisátak Fisk Seafood og Smára

Fisk Seafood hefur ákveðið að styrkja iðkendur Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára með því að bjóða þeim merkta fótboltakeppnisbúninga og upphitunartreyju þeim að kostnaðarlausu. Í staðinn vill Fisk Seafood fá iðkendur Smára með sér í umhverfisátak dagana 22. og 23. júní nk. þar sem lögð verður áhersla á að fegra nærumhverfið með því að tína rusl.
Meira

Fimm sigurleikir í röð hjá Kormáki/Hvöt

Kormákur/Hvöt hélt sigurgöngu sinni áfram á laugardaginn sl. þegar að þeir skelltu sér í Mosfellsbæ og sigruðu lið Hvíta Riddarans 0:2. Fyrir leikinn voru Húnvetningar í þriðja sæti D-riðils fjórðu deildar með 12 stig, jafnmörg stig og Vængir Júpíters í öðru sætinu. Lið Léttis sat í efsta sætinu með 13 stig en þeir töpuðu sínum leik í þessari umferð gegn liði Vængja Júpiters og sitja því Vængirnir á toppi deildarinnar með jafnmörg stig og Kormákur/Hvöt en með betri markatölu.
Meira

Svekkjandi jafntefli á Sauðárkróki

Strákarnir í Tindastóli tóku á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði í blíðskaparveðri á Sauðárkróki í dag. Stólarnir hafa verið í smá basli það sem af er sumri en fyrir leikinn sátu þeir í tíunda sæti þriðju deildarinnar með fjögur stig og Sindri í því áttunda með átta stig. Leikurinn fór 3:3 en bæði lið skoruðu sitthvort markið í uppbótartíma. 
Meira

Tap í Keflavík

Tindastólsstelpur voru í dauðafæri á að koma sér úr fallsæti í gær þegar að þær sóttu Keflvíkinga heim í Pepsi Max deild kvenna. Tindastóll var með fjögur stig á botni deildarinnar og Keflavík fyrir ofan þær í því  sjöunda með sex stig fyrir leikinn. Leikurinn tapaðist hinsvegar 1:0 og sitja Stólastelpur því áfram á botni deildarinnar. 
Meira

Fýluferð í Þorlákshöfn

Strákarnir í Tindastóll lögðu leið sína í Þorlákshöfn síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem að þeir steinlágu fyrir heimamönnum í Ægi, 3:1. Blaðamaður Feykis var ekki á vellinum og sá ekki leikinn, en samkvæmt heimildamönnum hans voru Stólarnir ekki síðri aðilinn í leiknum og hefði leikurinn hæglega getað fallið með þeim. 
Meira

Margrét Rún valin í U16 ára landsliðshópinn

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna í fótbolta, hefur valið 26 leikmenn frá 13 félögum til að taka þátt í æfingum á Selfossi í næstu viku og er Margrét Rún Stefánsdóttir, markmaður 3. flokks Tindastóls, þar á meðal.
Meira

Ísak Óli og Sveinbjörn Óli valdir í landsliðið fyrir Evrópubikar landsliða í frjálsum íþróttum

Evrópubikar landsliða verður haldin dagana 19.-20. júní í Stara Zagora í Búlgaríu. Ísland er í annarri deild ásamt tólf öðrum löndum. Skagfirðingirnir Ísak Óli Traustason og Sveinbjörn Óli Svavarsson eru á meðal þeirra sem valdnir eru í landsliðhópinn.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í grindahlaupi

95. meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Akureyri um helgina. Aðstæður voru krefjandi fyrir keppendur mótsins en áður hafði verið tekin ákvörðun um að allt mótið færi fram á laugardegi en samkvæmt veðurspá átti að vera óvenjulega kalt á sunnudeginum. Þeirri ákvörðun var hinsvegar snúið við til að fylgja reglugerð og að allur árangur á mótinu yrði löglegur. Aðstæður voru því erfiðar miðað við árstíma en það meðal annars snjóaði á mótinu.
Meira

Fjórði sigurleikur Kormáks/Hvatar í röð

Kormákur/Hvöt sigraði sinn fjórða leik í röð þegar að þeir lögðu lið Breiðhyltinga, KB, af velli í Blönduósi á laugardaginn. Leikurinn fór 3:1 fyrir heimamönnum en þeir skoruðu öll sín þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins. KB menn minnkuðu síðan muninn um miðjan seinni hálfleik en það dugði ekki til. 
Meira