Íþróttir

Tindastólsdrengir fundu taktinn

Tindastólsdrengir náðu í sinn fyrsta sigur í dag þegar að þeir sigruðu lið KH úr Hafnafirði 4:0. Leikurinn fór fram á Sauðárkróki. Með sigrinum kom Tindastóll sér úr fallsæti í 3. deildinni en ÍH situr áfram á botni deildarinnar. 
Meira

Stólastúlkur lágu í Árbænum

Fylkir sigraði leikinn 2:1 en Tindastóll skoraði eina mark sitt í lok leiks og hleypti smá spennu í leikinn, en allt kom fyrir ekki. Tindastóll vermir botnsæti deildarinnar með 4 stig og Fylkir er einu sæti fyrir ofan þær með 5 stig.
Meira

Lína íþróttakennari í Varmahlíðarskóla í Taktíkinni á N4

Sigurlína Hrönn Einarsdóttir eða Lína eins og hún er yfirleitt kölluð, verður gestur Rakelar Hinriksdóttur í Taktíkinni á N4 mánudagskvöldið 14. júní næstkomandi. Lína hefur starfað sem íþróttakennari við Varmahlíðarskóla til fjölda ára með góðum árangri en meðal annars hefur Varmahlíðarskóli komist sjö sinnum í úrslit Skólahreysti á undanförnum níu árum undir handleiðslu hennar.
Meira

Jaka Brodnik kveður Krókinn

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur greindi frá því í gær  að búið væri að semja við Jaka Brodnik um að leika með liði Keflavíkur næstu tvö tímabil. Jaka hefur leikið með liði Tindastóls undanfarin tvö ár við góðan orðstír en hann kom til liðsins frá Þór Þorlákshöfn  samhliða Baldri Þór Ragnarssyni, þjálfara Stólanna fyrir tímabilið 2019-2020 en þeir höfðu starfað saman hjá Þór Þorlákshöfn tímabilið á undan og slógu lið Tindastóls grátlega úr leik í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni Dominos deildarinnar 2019.
Meira

UMSS óskar eftir upplýsingum um félagsstörf, tómstundir og íþróttir í Skagafirði

Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) er að vinna að nýju verkefni sem á að auðvelda íbúum Skagafjarðar að kynna sér hvaða félagsstörf, tómstundir og íþróttir eru í boði í Skagafirði fyrir allan aldur. UMSS vill auðvelda íbúum að finna þessar upplýsingar á einum stað, og fyrirhugað er að upplýsingarnar verði birtar á vefnum og/eða prentaðri útgáfu haustið 2021.
Meira

Jan Bezica nýr þjálfari meistaraflokks kvenna í körfubolta og yfirþjálfari yngri flokka

Nú á dögunum undirrituðu þeir Jan Bezica og Sævar Már Þorbergsson, formaður Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls undir samning þar sem að Jan tekur við af Baldri Þór sem yfirþjálfari yngri flokka körfuknattleiksdeildar Tindastóls næsta árið. Einnig skrifaði Jan undir nýjan samning við Körfuknattleiksdeildar Tindastóls en hann tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna næsta tímabil. 
Meira

Hver er maðurinn?

Eitt sinn fór Rúnar Már Sigurjónsson í hver er maðurinn með Konna (Konráð Þorleifsson) frænda sínum í einni rútuferðinni þegar að Rúnar spilaði með Tindastóli og það gekk svolítið erfiðlega að finna út úr því hver maðurinn var. Hugi Halldórsson, Króksari, greindi frá þessari sögu í hlaðvarpsþætti sínum Fantasy Gandalf í janúar 2020 en þá fékk hann Rúnar Má í spjall.
Meira

Fisk Seafood gefur ungum körfuboltaiðkenndum peysur

Mánudaginn 31. maí fór fram uppskeruhátíð körfuboltaiðkennda Tindastóls í fyrsta til sjötta Bekk og föstudaginn 4. júní fór fram uppskeruhátíð iðkennda í sjöunda til tíunda bekk. Veittar voru þátttökuviðurkenningar ásamt því að Fisk Seafood gaf öllum iðkendum peysur merktar Tindstól frá Jako.
Meira

Kormákur/Hvöt á sigurbraut í fjórðu deildinni

Kormákur/Hvöt lagði leið sína í Fagralundinn í Kópavogi Laugardagskvöldið 5. Júní sl. þar sem að liða Vatnalilja tók á móti þeim í D-riðli 4. Deildarinnar. Leikurinn endaði 1:2 fyrir Kormák/Hvöt.
Meira

5-0 tap gegn sterkum Völsurum

Tindastóll tók á móti vel skipuðu Valsliði í Pepsí Max deild kvenna á Sauðárkróki í gær og mættust liðin sem spáð er annars vega efsta sætinu og því neðsta samkvæmt Fótbolti.net. Ekki er hægt að segja að leikurinn hafi verið jafn þar sem Valur réði ferðinni allan tímann en heimastúlkur vörðust vel og áttu nokkrar góðar sóknir og tækifæri til að skora.
Meira