Tindastóll semur við Antanas Udras
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
28.07.2020
kl. 09.59
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Litháann Antanas Udras um að leika með liðinu næsta vetur. Samkvæmt heimildum Feykis getur Udras bæði spilað miðherja og framherja og hefur mikla reynslu frá Litháen en tvö seinustu tímabil hefur hann leikið með BC Siauliai í LKL deildinni (efsta deild) í Litháen en það er sama lið og Elvar Friðriksson samdi við á dögunum.
Meira