Nýja stúkan opnuð formlega á morgun og frítt á völlinn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
04.06.2021
kl. 18.08
Það verður gleði á Sauðárkróksvelli á morgun, laugardaginn 5. júní, en þá fer fram formleg opnun á nýrri áhorfendastúku við gervigrasvöllinn. Stúkan verður opnuð kl. 15:30 en kl. 16:00 hefst síðan leikur Tindastóls og Vals í Pepsi Max deild kvenna og í tilefni af stúkuopnuninn verður frítt á völlinn í boði knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira
