Íþróttir

Nýja stúkan opnuð formlega á morgun og frítt á völlinn

Það verður gleði á Sauðárkróksvelli á morgun, laugardaginn 5. júní, en þá fer fram formleg opnun á nýrri áhorfendastúku við gervigrasvöllinn. Stúkan verður opnuð kl. 15:30 en kl. 16:00 hefst síðan leikur Tindastóls og Vals í Pepsi Max deild kvenna og í tilefni af stúkuopnuninn verður frítt á völlinn í boði knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira

Getulausir Stólar á Dalvík

Strákarnir í Tindastól skelltu sér yfir á Dalvík í gær þar sem heimamenn í Dalvík/Reyni tóku á móti þeim í fimmtu umferð þriðju deildarinnar. Dallasmenn skoruðu þrjú mörk í leiknum en Stólastrákar núll. Tindastóll er á botni þriðju deildarinnar með eitt stig en Dalvík í því fjórða með átta stig.
Meira

„Sennilega mesti hlutfallslegi vöxtur golfklúbbs á Íslandi“

„Þátttaka á nýliðanámskeiði GSS í fyrra sló öll met, en metið var slegið aftur núna,“ segir Kristján Bjarni Halldórsson, formaður Golfklúbbs Skagafjarðar. Kennt er í þremur hollum á mánudögum og fimmtudögum og segir Kristján að yfir 40 nýliðar hafi bæst í hóp golfáhugamanna klúbbsins.
Meira

Reynt verður að reisa nýja áhorfendastúku fyrir leik helgarinnar

Loksins hyllir undir það að áhorfendastúka verði reist við gervigrasvöllinn á Sauðárkróki þar sem hún var afgreidd úr tolli fyrr í dag. Nokkuð er síðan undirbúningsvinnu við jarðveg og undirstöður lauk en töf varð á afhendingu vegna framleiðslugalla sem kom í ljós áður en hún var send til Íslands.
Meira

Formannsskipti hjá knattspyrnudeild Tindastóls

Sunna Björk Atladóttir hefur tekið við sem formaður knattspyrnudeildar Tindastóls eftir að Sigurður Halldórsson baðst lausnar á fundi deildarinnar í gær. Sigurður mun samt sem áður verða viðloðandi fótboltann áfram þar sem hann mun færa sig yfir í meistararáð karla.
Meira

Stólastúlkur stóðu í Blikum í Mjólkurbikarnum

Lið Breiðabliks og Tindastóls mættust í kvöld í Mjólkurbikarnum og var leikið í Kópavogi. Blikar voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum en gekk illa að hrista af sér baráttuglaðar Stólastúlkur. Heimaliðið gerði þó mark í sitt hvorum hálfleik en Murr minnkaði muninn seint í leiknum og þar við sat. Lið Tindastóls er því úr leik í bikarnum en lokatölur 2-1.
Meira

Sigurður Þorsteinsson semur við körfuknattleiksdeild Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Sigurð Þorsteinsson um að leika með liðinu næsta tímabil. Sigurð þarf vart að kynna þeim sem fylgjast með körfubolta en hann hefur mikla reynslu bæði innanlands sem erlendis. Í vetur lék Sigurður með liði Hattar á Egilsstöðum sem, eftir ágæta frammistöðu, féll um deild með 14 stig, fjórum stigum frá Tindastól sem náði inn í úrslitakeppni með 18 stig.
Meira

Sterk þrjú stig í pott Húnvetninga

Leikmenn Kormáks Hvatar bættu þremur stigum í pottinn þegar þeir mættu Úlfunum á Framvellinum í Reykjavík í gær. Bæði lið höfðu unnið einn leik og tapað öðrum í ansi jöfnum D-riðli 4. deildar og því mikilvægt fyrir bæði lið að sækja þrjú stig og koma sér betur fyrir á stigatöflunni. Húnvetningar skoruðu snemma leiks og þar við sat, lokatölur 0-1.
Meira

Stigaskipti og strigakjaftur á Sauðárkróksvelli

Lið Tindastóls og Augnablika mættust í hörkuleik í dag í 3. deildinni en leikið var á Sauðárkróksvelli. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks en gestirnir jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks og þrátt fyrir mikil átök tókst hvorugu liðinu að gera sigurmarkið og skildu því jöfn. Lokatölur 1-1.
Meira

Akureyringar með rothögg á lokasekúndunni

Meiri verður dramatíkin varla á fótboltavellinum en í kvöld þegar lið Tindastóls og Þórs/KA mættust á Sauðárkróksvelli. Lið Tindastóls leiddi lengstum í leiknum en gestirnir tóku yfir leikinn í síðari hálfleik, jöfnuðu metin þegar um 20 mínútur voru eftir og gerðu síðan sigurmarkið bókstaflega með síðasta sparki leiksins – rothögg um leið og bjallan klingdi! Svekkjandi úrslit fyrir Stólastúlkur en kannski má segja að sigur Þórs/KA hafi verið sanngjarn að þessu sinni. Lokatölur 1-2.
Meira