Íþróttir

Sigur gegn Borgnesingum í fyrsta æfingaleik haustsins

Körfuknattleikslið Tindastóls lék sinn fyrsta æfingaleik fyrir komandi keppnistímabil á Hvammstanga í gær. Mótherjarnir voru lið Skallagríms en þeir Borgnesingar komust í vor á nýjan leik upp í Dominos-deildina og hafa verið að styrkja sig að undanförnu líkt og önnur lið. Þeir áttu þó ekki roð í lið Tindastóls að þessu sinni en Stólarnir unnu góðan sigur, lokatölur 91-66.
Meira

Axel tekur sér frí frá körfuboltanum

Það voru einhverjir sem spáðu því eftir að Körfu-Stólarnir versluðu nokkra lipra leikmenn í vor að það væri næsta víst að nú færi Íslandsmeistaratitillinn norður á Krók að ári. Eitthvað sló á bjartsýnina þegar Sigtryggur Arnar gekk úr skaftinu og í lið Grindavíkur en Stólarnir nældu í staðinn í Dino Butorac. Sá orðrómur að Axel Kára hyggðist taka sér pásu frá körfuboltanum hefur hins vegar valdið mörgum stuðningsmanni Stóla áhyggjum og nú í vikunni staðfesti Axel, í viðtali við Vísi.is, að hann yrði ekki með Stólunum í vetur.
Meira

Fyrsti æfingaleikur Tindastóls á Hvammstanga í kvöld

Nú er undirbúningur fyrir komandi körfuboltavertíð kominn af stað en fyrsti æfingaleikur Tindastóls fyrir komandi keppnistímabil verður haldinn í Íþróttahúsinu á Hvammstanga í kvöld 7. september kl 19:00. Liðið mætir þar Skallagrími sem mun leika í Dominosdeild karla í vetur.
Meira

Hefur Guð ekkert brýnna að gera?

Aðeins hefur verið rætt og ritað um heppnisskot og/eða hæfileika séra Hjálmars Jónssonar á grænum golfgrundum landsins. Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að sérann væri nú þrisvar sinnum búinn að fara holu í höggi, sem þykja nú vanalega töluverð tíðindi í golfheimum. Þó svo að það að fara holu í höggi sé kannski algengara en margan grunar þá eru örugglega einhverjir, jafnvel fjölmargir, kylfingar sem hafa beðið Guð að hjálpa sér við þessi afreksverk í gegnum tíðina en ekki verið bænheyrðir.
Meira

Séra Hjálmar fór holu í höggi í þriðja sinn

Sumir eru heppnari en aðrir og má segja að Hjálmar Jónsson, fv. prófastur á Sauðárkróki og síðar Dómkirkjuprestur, sé einn þeirra en hann náði þeim stórmerka áfanga að fara holu í höggi í þriðja sinn sl. mánudag. „Þetta er víst draumur okkar, kylfinganna. Fyrst hitti ég svona vel fyrir fimm árum en núna með hálfs mánaðar millibili. Öll skiptin á Urriðavelli í Garðabæ en hann er minn heimavöllur og ég leik hann oftast. Við hjón búum í Urriðaholtinu svo að það er stutt að fara,“ segir Hjálmar.
Meira

Skotfélagið Markviss fagnar 30 árum

Skotfélagið Markviss fagnaði 30 ára afmæli á laugardaginn, þann 2. september, en félagið hefur starfað óslitið frá því það var stofnað af nokkrum áhugamönnum á Hótel Blönduósi þann 2. september 1988.
Meira

Flengdir í fýluferð til Fjarðabyggðar

Tindastólsmenn héldu austur á Reyðarfjörð um helgina þar sem þeir mættu liði Leiknis frá Fáskrúðsfirði. Leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni og var um gríðarlega mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið í fallbaráttu 2. deildar. Ljóst var fyrir leikinn að sökum fjölda leikbanna og meiðsla mátti ekki mikið út af bregða hjá okkar mönnum. Því miður fór allt á versta veg og uppskeran flenging í boði Fáskrúðsfirðinga. Lokatölur 8-0.
Meira

Svekkjandi silfurjafntefli á Króknum

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls lék sinn síðasta leik þetta tímabilið í 2. deild Íslandsmótsins í fótbolta en um hreinan úrslitaleik var að ræða gegn Augnabliki. Ekkert nema sigur dugði Stólunum meðan jafntefli nægði stelpunum í Augnabliki til að krækja í deildarbikarinn sem þær og gerðu. 1-1 og bikarinn suður.
Meira

Óskar Smári til Stjörnunnar

Óskar Smári Haraldsson, einn yfirþjálfara knattspyrnudeildar Tindastóls hjá yngri flokkum, skrifaði undir eins árs samning við Stjörnuna á dögunum og tekur við stöðu aðalþjálfara 2. og 3. flokks kvenna 1. október næstkomandi.
Meira

Guðjón Baldur og Inga Jóna unnu í Borgarnesi

Skagfirðingamótið í golfi fór fram í Borgarnesi um síðustu helgi. Hátt í 80 kylfingar, jafnt sunnan sem norðan heiðar, mættu til leiks í blíðskaparveðri. Um punktakeppni er að ræða og flesta punkta í karlaflokki fékk Guðjón Baldur Gunnarsson (Gunna bakara og Sólrúnar Steindórs), eða 39 stykki, og fremst í kvennaflokki varð Fljótakonan Inga Jóna Stefánsdóttir með 34 punkta. Guðjón fór glæsilegan Hamarsvöllinn einnig á fæstum höggum, 73, eða tveimur yfir pari vallarins.
Meira