Íþróttir

Urald King á Krókinn

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur fengið Urald King í sínar raðir fyrir komandi tímabil. King er 27 ára framherji og kemur frá Val, var með 22.9 stig að meðaltali í leik og 15 fráköst.
Meira

Stólarnir eins og létt ídýfa fyrir Þróttara í Vogunum

Lið Tindastóls spilaði í gær þriðja leik sinn í 2. deildinni í sumar og var þá leikið við Þrótt úr Vogunum á Vogabæjarvelli og reyndust Stólarnir varla meira en létt Vogaídýfa fyrir heimamenn. Þeir náðu forystunni strax í byrjun og unnu að lokum öruggan 4-0 sigur.
Meira

Björgvin farinn í Skallagrím

Körfuknattleiksdeild Skallagríms segir frá því á heimasíðu sinni að bræðurnir Björgvin og Bergþór Ríkharðssynir munu leika með liðinu í Domino´s deildinni næsta vetur. Björgvin hefur leikið með Tindastól tvö síðustu tímabil við góðan orðstír.
Meira

Norðurland vestra lenti í 3. sæti á Kjördæmamóti Bridgesambandsins

Kjördæmamót Bridgesambands Íslands var haldið á Sauðárkróki um síðustu helgi í boði Bridgefélags Sauðárkróks. Þátttakendur voru um 160 manns, bæði Íslendingar og Færeyingar. Mótið er landshlutakeppni þar sem gamla kjördæmaskipanin afmarkar liðssveitirnar. Lið Reykjavíkur stóð uppi sem sigurvegari með 496,38 stig en fast á hæla þeirra kom lið Norðurlands eystra með 493,52 stig. Gestgjafarnir á Norðurlandi vestra enduðu í því þriðja með 383,12 stig.
Meira

Yngvi formaður hjólreiðaklúbbsins Drangeyjar

Hjólreiðafélagið Drangey hélt stofnfund sinn í Húsi frítímans á Sauðárkróki þann 10. maí sl. en klúbburinn mun starfa undir verndarvæng siglingaklúbbsins Drangeyjar og fær nafn sitt þaðan. Klúbburinn er ætlaður fyrir alla sem áhuga hafa á að hjóla hvort heldur sem er í keppnum eða ekki.
Meira

Skellur í Mosfellsbænum

Tindastóll lék annan leik sinn í 2. deildinni þetta sumarið sl. laugardag. Að þessu sinni var leikið við lið Aftureldingar í Mosfellsbænum og þurftu strákarnir að þola stóran skell, fengu á sig sjö mörk, en hafa nú leikið við tvö af sterkustu liðum deildarinnar í upphafi móts á útivelli.
Meira

Vormót Molduxa á morgun

Vormót Molduxa í körfubolta fer fram í Síkinu á morgun 12. maí og hefst klukkan 11 árdegis að staðartíma. Mótið hefur unnið sér fasta sess í körfuboltaheimi eldri iðkenda og það eina sem haldið er á Íslandi þessi misserin. Leikið er í tveimur riðlum +35 og +40 ára.
Meira

Stofna hjólreiðaklúbb á Sauðárkróki

Hjólreiðafélagið Drangey heldur stofnfund í Húsi frítímans á Sauðárkróki á morgun, fimmtudaginn 10. maí kl. 20. Á fundinum verður félagið kynnt og einnig farið yfir starfsemi félagsins í sumar, sem verður fjölþætt og höfðar til allra hjólara.
Meira

Danero Thomas verður liðsmaður Tindastóls næsta tímabil

Körfuknattleiksdeild Tindastóls bætist góður liðsauki fyrir næsta tímabil en hinn magnaði Danero Thomas skrifaði undir árssamning við félagið í dag. Danero var lykilmaður í liði ÍR þegar liðin áttust við í undanúrslitum Domino‘s deildarinnar fyrr í vor. Samningurinn er til eins árs.
Meira

Tap fyrir Gróttu í fyrsta leik

Nú eru fótboltamenn og -konur farin að eltast við boltann um víðan völl. Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli lék sinn fyrsta leik í 2. deildinni þetta sumarið í gær og var leikið við lið Gróttu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi fyrir framan 80 áhorfendur. Ekki fóru strákarnir neina frægðarför suður að þessu sinni og máttu sætta sig við 5-2 tap en það var þó ekki fyrr en á lokametrunum sem Gróttumenn tryggðu sigurinn.
Meira