Íþróttir

Jonathan Olaleye og Jack Clancy gengnir til liðs við Stólana

Nú styttist í að leikmannaglugginn lokist í fótboltanum og hafa Tindastólsmenn verið á fullri ferð við að tryggja sér leikmenn eftir að hafa misst þrjá góða. Að sögn Stefáns Arnars Ómarssonar, þjálfara Tindastóls, þá eru tveir erlendir leikmenn gengnir til liðs við Stólana og þar að auki hafa þrír fyrrum Tindastólsmenn skráð félagaskipti og reiknað er með að einn íslenskur leikmaður bætist í hópinn fyrir júlílok.
Meira

Lið Selfoss of gott fyrir Stólastúlkur

Kvennalið Tindastóls spilaði á Selfossi í gærkvöldi í 1. deildinni. Lið Selfoss er í toppbaráttunni í deildinni og hefur flakkað á milli efstu og næstefstu deilda síðustu árin. Það mátti því búast við erfiðum leik og sú varð raunin. Selfyssingar náðu snemma forystunni og Stólastúlkum gekk illa að ógna marki heimastúlkna. Lokatölur 4-0.
Meira

Toppliðið hafði betur gegn vængbrotnum Tindastólsmönnum

Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli hélt til Njarðvíkur í gær þar sem spilað var gegn toppliði 2. deildar. Mikið hefur gengið á hjá Stólunum undanfarna daga, skipt um þjálfara og félagið misst þrjá af sínum bestu leikmönnum. Það var því ljóst að ramman reip yrði að draga gegn sterkum Njarðvíkingum og það kom á daginn. Lokatölur 2-0 fyrir Njarðvík.
Meira

Eva Banton og Ólína Sif kveðja Stólana

Það eru ekki bara sviptingar hjá karlaliði Tindastóls í fótboltanum þessa dagana. Kvennalið Stólanna, sem spilar á Selfossi í kvöld, tekur nú einnig nokkrum breytingum en varnarjaxlinn Eva Banton hefur þegar sagt skilið við liðið og gengið til liðs við Þrótt Reykjavík og þá spilar fyrirliðinn, Ólína Sif Einarsdóttir, í kvöld sinn síðasta leik með Stólunum á þessu keppnistímabili.
Meira

Ljómarallið á laugardaginn

Á morgun, laugardaginn 29. júlí, stendur Bílaklúbbur Skagafjarðar fyrir Ljómaralli í Skagafirði. Keppnin er sú þriðja í röðinni í Íslandsmótinu og fer fram samkvæmt reglum Akstursíþróttasambands Íslands sem fyrir liggja á www.akis.is.
Meira

Kenny Hogg og Neil Slooves yfirgefa Tindastól

Það eru sviptingar hjá karlaliði Tindastóls í fótboltanum þessa dagana. Sagt var frá því í byrjun vikunnar að Stephen Warmsley, spilandi þjálfari liðsins, Chris Harrington aðstoðarþjálfari og knattspyrnudeild Tindastóls hefðu komist að þeirri niðurstöðu að þjálfarateymið hætti. Nú hafa tveir leikmenn til viðbótar yfirgefið liðið en þeir Kenny Hogg, markahæsti maður liðsins, og varnarjaxlinn Neil Slooves hafa gengið frá félagaskiptum yfir í lið Njarðvíkur.
Meira

Nýtt Íslandsmet hjá skagfirskum sundkappa

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sundkona setti í morgun nýtt Íslandsmet í 50 metra baksundi á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug sem nú fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. Synti hún vegalengdina á 28,53 sekúndum og varð í 26. sæti í undanrásum. Þar með bætti hún Íslandsmet Eyglóar Óskar Gústafsdóttur sem var 28,61 sekúnda. Ingibjörg komst þó ekki áfram í undanúrslit en til þess þurfti að synda á 28,22 sekúndum.
Meira

Stefán Arnar tekur við Stólunum í kjölfar þess að Stephen og Chris kveðja

Í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Tindastóls í gærkvöldi var það tilkynnt að Knattspyrnudeild Tindastóls og þjálfarar meistaraflokks karla, þeir Stephen Walmsley og Christofer Harrington, hafi komist að þeirri niðurstöðu að þeir leggi niður störf sem þjálfarar meistaraflokks karla hjá Tindastóli í knattspyrnu.
Meira

Súrt tap í sex stiga leik á Króknum

Stólarnir máttu bíta í það súra epli að fara hallloka gegn liði Fjarðabyggðar sem heimsótti Krókinn á heitasta degi sumarsins. Stólarnir voru klárlega sterkara liðið í leiknum, enda einum fleiri í rúman klukkutíma, en það voru gestirnir sem nýttu færin sín af kostgæfni og uppskáru þrjú stig og settu botnbaráttu 2. deildar í algjört uppnám. Lokatölur 2-3 fyrir Fjarðabyggð.
Meira

Markmannsþjálfari landsliðsins skagfirskur

Við sögðum frá því í vikunni að marvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, Guðbjörg Gunnarsdóttir, væri með skagfirskt blóð í æðum. Nú höfum við fengið fregnir af fleirum Skagfirðingum sem tengjast liðinu því að í æðum Ólafs Péturssonar, markmannsþjálfara, rennur einnig skagfirskt gæðablóð.
Meira