Íþróttir

Stólastúlkur á toppnum eftir sigur gegn Völsungi

Það var boðið upp á hörkuleik á gervigrasinu á Króknum í gærkvöldi þegar lið Tindastóls tók á móti liði Völsungs frá Húsavík í 2. deild kvenna. Húsvíkingar hafa oft verið liði Tindastóls til vandræða og með sigri í gær hefðu þær húsvísku náð að komast upp að hlið Tindastóls og Augnabliks á toppi deildarinnar. Þeim varð ekki kápan úr því klæðinu því Stólastúlkurnar voru sterkari og náðu að skora sigurmarkið í blálok leiksins og var það fyllilega verðskuldað.
Meira

Israel Martin og strákarnir spila við Þýskaland í dag

Ísland er með U20 lið í A-deild Evrópumótsins í körfubolta sem fram fer í Chemnitz í Þýskalandi þessa dagana. Engir leikmenn úr liði Tindastóls eru að spila með íslenska liðinu en það er þó ágæt tenging við Stólana því Króksarinn Israel Martin, þjálfari Tindastóls í Dominos-deildinni, þjálfar íslenska liðið.
Meira

Fjöldi mótsgesta talinn um fjögur til fimmþúsund

Landssmót UMFÍ á Sauðárkróki var haldið um síðustu helgi, dagana 12.-15. júlí og var það nú í fyrsta sinn haldið með breyttu sniði sem fjögurra daga íþróttaveisla þar sem allir, 18 ára og eldri gátu skráð sig til leiks og valið úr tæplega 40 íþróttagreinum.
Meira

Margir tóku þátt í íþróttum í fyrsta sinn á Landsmótinu

„Landsmótið á Sauðárkróki var sannkölluð íþróttaveisla. Við tókum stóra ákvörðun um að breyta Landsmótinu sem hafði verið haldið í meira en 100 ár í nánast óbreyttu formi. Það var frábært að sjá og heyra viðbrögð fólks við breytingunni. Það er alveg ljóst að framtíðin er fólgin í því að vinna frekar með þessar breytingar,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.
Meira

Skagfirðingar með fern gullverðlaun

Meistaramót Íslands fór fram á Sauðárkróki samhliða Landsmóti UMFÍ um helgina. Þar barðist okkar fremsta frjálsíþróttafólk um Íslandsmeistaratitilinn. Skagfirðingarnir unnu til fernra gullverðlauna og tveggja silfurverðlauna á mótinu. Þá varð liðið í 4. sæti af 14 keppnisliðum á mótinu í heildarstigakeppninni.
Meira

Síðasti dagur Landsmótsins

Nú er síðasti dagur landsmótsins runninn upp. Dagurinn í gær var var hinn besti og létu menn veðrið ekki mikið á sig fá. Keppt var í fjölmörgum greinum og um kvöldið var svo skemmtikvöld með Geirmundi Valtýssyni og gríðarlega vel sótt Pallaball langt inn í nóttina að því er segir á vef landsmótsins.
Meira

Fjörið heldur áfram á Landsmóti

Fjörið heldur áfram á Landsmóti og láta gestir rigninguna lítið á sig fá enda von til þess að stytti upp von bráðar. Dagurinn hófst með morgunjóga og æsispennandi keppni í 65 km götuhjólreiðum. Fjörið heldur svo áfram þar sem hver viðburðurinn rekur annan. Að sögn Pálínu Hraundal, verkefnisstjóra, eru margir enn að koma í þjónustumiðstöðina að sækja armbönd og er búist við miklu fjöri í allan dag.
Meira

Mikið um að vera á Landsmóti

Nú er annar dagur Landsmótsins hafinn og hefur það farið vel af stað. Talsverður fjöldi fólks er mættur á Sauðárkrók til þess að taka þátt í viðburðum helgarinnar og á sá fjöldi væntanlega eftir að margfaldast þegar líður á daginn.
Meira

Hvíti riddarinn lagður að velli í Mosfellsbæ

Stelpurnar í Tindastól mættu Hvíta riddaranum á svampblautum velli Tungubakka í Mosfellsbæ sl. miðvikudagskvöld og kræktu sér í þrjú stig. Stólar voru mun betri aðilinn í leiknum en náðu ekki að skora nema þrjú mörk á móti einu heimamanna. Með sigrinum styrktu þær stöðu sína á toppnum með 18 stig, þremur fleiri en Augnablik sem á einn leik til góða.
Meira

Húsvíkingar stálu öllum stigunum í uppbótartíma

Lið Tindastóls skutlaðist til Húsavíkur í gær og spilaði þar við heimamenn í Völsungi. Eftir hörkuleik þar sem Stólarnir voru mun sterkari aðilinn voru það hinsvegar heimamenn sem potuðu inn eina marki leiksins í uppbótartíma og svekkjandi tap því staðreynd.
Meira