Íþróttir

Úrslit Opna Steinullarmótsins

Laugardagur um verslunarmannahelgi er augljóslega topp dagur til þess að taka þátt í golfmóti, en þann 4. ágúst síðastliðinn var Opna Steinullarmótið haldið á Hlíðarendavelli. Mótið var það fjölmennasta í sumar alls voru 49 þátttakendur skráðir til leiks.
Meira

Króksmótið fer fram nú um helgina

Króksmót FISK Seafood fer fram á Sauðárkróki nú um helgina. Mótið hefur verið haldið í áraraðir og er ætlað strákum í 6. og 7. flokki (árgangar 2011-2008).
Meira

U16 landslið karla að gera góða hluti í Færeyjum

U16 ára lið karla, sem tekur nú þátt í Norðurlandamótinu í fótbolta í Færeyjum, hefur nú spilað tvo leiki á mótinu.
Meira

Kvennalandsliðið í júdó æfir í íþróttahúsinu á Sauðárkróki

Sterkustu júdókonur landsins munu koma saman á Sauðárkróki helgina 24. - 26. ágúst næstkomandi og æfa undir stjórn landsliðsþjálfara kvenna í Júdó, Önnu Soffíu Víkingsdóttur.
Meira

Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn um helgina

Unglingalandsmót UMFÍ hefst í dag í Þorlákshöfn. Þetta er í 21. skiptið sem mótið er haldið og hefur það verið haldið um verslunarmannahelgi ár hvert frá árinu 2002. Þátttakan er gríðarlega góð nú um helgina.
Meira

Markalaust í logninu á Króknum

Það var boðið upp á markalaust jafntefli á Sauðárkróksvelli í kvöld þegar Tindastóll tók á móti Þrótti úr Vogum. Leikurinn var í heildina frekar tilþrifalítill en það voru þó heimamenn í Tindastóli sem voru nær því að skora en þegar upp var staðið skiptu liðin stigunum bróðurlega á milli sín þó svo að bæði hafi þurft á fleiri stigum að halda.
Meira

Tveir mikilvægir leikir í dag í fótboltanum

Tveir mikilvægir leikir fara fram í dag en Tindastóll á leik í 2. deildinni og Kormákur/Hvöt í 4. deildinni.
Meira

Fjáröflun körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls er sagt frá fjáröflun fyrir komandi tímabil sem leikmenn og velunnarar deildarinnar fóru í. Rúður voru þrifnar á Safnahúsinu, Húsi frítímans og á Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Meira

Jafntefli á Hvammstangavelli

Sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar tók á móti liði Kríu á Hvammstangavelli á laugardaginn. Aðstæður voru ekki góðar en mígandi rigning og hávaðarok var þegar leikurinn hófst. Stuttu seinna hætti að rigna en vindurinn ákvað að ferðast aðeins hraðar. Fjöldi áhorfenda var á leiknum en óformleg talning gaf 90 áhorfendur.
Meira

Tindastóll með magnaðan sigur á toppliði Aftureldingar

Það er skammt stórra högga á milli hjá meistaraflokksliðum Tindastóls þessa dagana. Í gær unnu stelpurnar ótrúlegan sigur á Seltjarnarnesi og strákarnir voru augljóslega innspíraðir af þeirra frammistöðu í dag þegar topplið 2. deildar, Afturelding úr Mosfellsbæ, kom í heimsókn. Baráttan var í fyrirrúmi og þegar gestirnir jöfnuðu á lokamínútu venjulegs leiktíma þá stigu Stólarnir upp og Hólmar Skúla tryggði öll stigin með marki í uppbótartíma. Lokatölur 3-2.
Meira