feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
17.11.2018
kl. 14.26
oli@feykir.is
Tindastólsmenn buðu stuðningsmönnum sínum upp á létta veislu í Mathús Garðabæjar höllinni í gærkvöldi. Þar mættust þau tvö lið sem spáð hafði verið tveimur efstu sætunum fyrir tímabilið, Stjarnan og Tindastóll, og er skemmst frá því að segja að Stólarnir tættu forréttinn í sig og Garðbæingar voru aldrei nálægt því að komast með tærnar þar sem Tindastólsmenn höfðu hælana við þetta hlaðborð. Eins og góðum gestum sæmir þá gáfu Stjólarnir heimamönnum nokkra bita af eftirréttinum þannig að lokatölurnar voru ekki verulega meiðandi, 69–78 fyrir Tindastól, sem situr nú í efsta sæti Dominos-deildarinnar ásamt Keflvíkingum og Njarðvíkingum.
Meira