Israel Martin tekur við U20 landsliði karla
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.05.2018
kl. 15.19
Þjálfari Tindastóls í körfuknattleik, Israel Martin, hefur bætt við rós í hnappagatið en KKÍ hefur samið við hann um að taka við sem aðalþjálfari U20 landsliðs karla nú í sumar. Þetta gerist í kjölfar þess að Arnar Guðjónsson baðst lausnar sem þjálfari liðsins eftir að hann ákvað að taka við þjálfun Stjörnunnar í Dominos-deild karla. Israel Martin verður eftir sem áður þjálfari Tindastóls.
Meira