Íþróttir

Israel Martin tekur við U20 landsliði karla

Þjálfari Tindastóls í körfuknattleik, Israel Martin, hefur bætt við rós í hnappagatið en KKÍ hefur samið við hann um að taka við sem aðalþjálfari U20 landsliðs karla nú í sumar. Þetta gerist í kjölfar þess að Arnar Guðjónsson baðst lausnar sem þjálfari liðsins eftir að hann ákvað að taka við þjálfun Stjörnunnar í Dominos-deild karla. Israel Martin verður eftir sem áður þjálfari Tindastóls.
Meira

Arnar og Pétur í liði ársins

Lokahóf KKÍ var haldið í hádeginu í gær og voru veitt verðlaun til leikmanna, þjálfara og dómara fyrir sín afrek í vetur. Leikmenn Tindastóls sópuðu að sér verðlaunum eftir frábært tímabil í Dominos-deildinni en bæði Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson voru valdir í lið ársins.
Meira

Bauð Stólum í tertu og góðan styrk

Meistaraflokksleikmenn, stjórn og helstu aðstandendur körfuknattleiksdeildar Tindastóls var boðið í kaffisamsæti hjá stjórn Kaupfélags Skagfirðinga fyrr í dag í matsal Kjarnans á Sauðárkróki. Tilefnið var sérstakur fjárstyrkur Kaupfélagsins til deildarinnar vegna hins góða árangurs sem Stólarnir náðu í Domino´s-deildinni í vetur sem og í Maltbikarnum en eins og allir ættu að vita varð liðið bikarmeistari er það sigraði KR í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í janúar.
Meira

Takk fyrir geggjað tímabil Tindastólsmenn!

Tindastóll og KR mættust í fjórða leiknum í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld í DHL-höllinni í Vesturbænum. Stólarnir þurftu nauðsynlega að vinna til að halda í drauminn en KR dugði sigur í kvöld. Sú varð raunin; lið KR var betra liðið og sigraði af talsverðu öryggi þrátt fyrir að Tindastólsmenn hafi aldrei gefist upp. Lokatölur voru 89-73 og óskum við KR til hamingju með fimmta titilinn í röð.
Meira

KR marði sigur í geggjuðum körfuboltaleik

Tindastóll og KR buðu upp á naglbít fyrir troðfullu Síkinu í kvöld í leik sem bauð upp á flest það sem áhorfendur vildu sjá – nema auðvitað vitlaus úrslit því það voru gestirnir úr Vesturbænum sem fóru með sigur af hólmi eftir glæsilega/hörmulega flautukörfu frá Brynjari Þór af öllum mönnum. Já, Guðirnir eru ekki alltaf í stuði. KR-ingar virtust hafa tryggt sér sigur með frábærum kafla seint í leiknum en Stólarnir kröfsuðu sig inn í leikinn í blálokin og besti maður vallarins, Pétur Birgis, jafnaði með þristi þegar 26 sekúndur voru eftir. En Brynjar átti síðasta orðið og KR er nú með 2-1 forystu í einvígi liðanna. Lokatölur leiksins voru 75-77.
Meira

Þriðji leikur Tindastóls og KR er að bresta á

Það er allt á suðupunkti í Skagafirði í dag en spennan er mikil fyrir þriðju viðureign Tindastóls og KR sem hefst kl. 19:15 í kvöld í Síkinu. Staðan í einvíginu er eins og allir vita 1-1 en báðir leikirnir hafa hingað til unnist á útivelli. Talsverð eftirvænting er eftir fréttum af Hesteri og Hannesi en eftir því sem Feykir kemst næst er enn ekki vitað hvort þeir verði með í leiknum í kvöld en báðir stríða við erfið ökklameiðsli.
Meira

Æfingabúðir í Júdó á Blönduósi

Júdófélagið Pardus á Blönduósi stóð fyrir æfingabúðum í júdó um helgina þar sem iðkendur frá júdódeildum Tindastóls og UMF Selfoss komu í heimsókn. Um fimmtíu júdóiðkendur og þjálfarar tóku þátt í æfingabúðunum, sem voru sambland af júdóæfingum og afþreyingu utan æfingatíma. Á heimasíðu Tindastóls segir að helgin hjá iðkendum félagsins hafi byrjað rétt eftir hádegi á laugardaginn með rútuferð á Blönduós.
Meira

Eru ekki allir í stuði!?

Var einhver Skagfirðingur ekki stoltur af Stólunum í kvöld? Tindastólsmenn geystust í DHL-höll Íslandsmeistara KR, eftir hörmulegt tap í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn, og buðu heimamönnum upp á baráttu um hvern einasta fersentimetra í húsinu. Og það var bara annað liðið til í slaginn. Stólarnir náðu upp sömu mögnuðu stemningunni og í bikarúrslitunum fyrr í vetur og það þrátt fyrir að Hester væri ekki með sökum meiðsla. KR gafst í raun upp í byrjun síðari hálfleiks og máttu þola tap gegn Stólunum. Lokatölur 70-98.
Meira

Tveir skrifa undir í fótboltanum hjá Stólum

Það er ekki bara körfubolti sem leikinn er á Króknum því knattspyrnudeild Tindastóls bíður í ofvæni eftir sumrinu og komu tveir nýir leikmenn í liðið í gær er þeir skrifuðu undir félagaskipti. Stólarnir leika í 2. deild ásamt ellefu öðrum liðum og er fyrsti leikur þeirra gegn Gróttu, laugardaginn 5. maí klukkan 14:00 á Vivaldivellinum.
Meira

Því miður sýndu meistararnir meistaratakta í Síkinu

KR kom, sá og sigraði örugglega í Síkinu í kvöld þegar þeir mættu einbeittir til leiks og sýndu lemstruðum Tindastólsmönnum hvar Davíð keypti ölið. Þeir nýttu sér hvern einasta dropa af reynslutanknum og eftir hressilegar upphafsmínútur skelltu þeir í lás í vörninni og Stólarnir fundu ekki neistann né taktinn í troðfullu Síki þar sem forseti Íslands, hr. Guðni Jóhannesson, var á meðal áhorfenda. Lokatölur voru 54-75 fyrir KR og ljóst að meistararnir eru spólg***ir.
Meira