Íþróttir

Ísak Atli Íslandsmeistari í póker

Ísak Atli Finnbogason, 24 ára Sauðkrækingur, varð um helgina Íslandsmeistari í póker en Lokaborðið mót Pókersambands Íslands var haldið hjá Hugaríþróttafélagi Reykjavíkur að Síðumúla 37. Í öðru sæti varð Einar Már Þórólfsson og Sigurður Dan Heimisson í þriðja.
Meira

Góður sigur í Grindavík

Tindastólsmenn héldu til Grindavíkur í gær og léku við lið heimamannaí lokaleik fjórðu umferðar Dominos-deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu en heimamenn leiddu lengstum en Stólarnir voru yfir í hálfleik og náðu síðan frumkvæðinu í fjórða leikhluta. Strákarnir léku vel á lokakaflanum og tóku bæði stigin með sér norður. Lokatölur 81-88.
Meira

Tsvetan með gull á Haustmóti JSÍ yngri flokka í júdó

Haustmót Júdósambands Íslands, yngri flokka, var haldið í Grindavík sl. laugardag en þar átti Júdódeild Tindastóls fimm keppendur á meðal 46 annarra. Mótið var fyrir árganga 1997 til 2006 og var keppt í aldurs- og þyngdarflokkum og voru félögin alls átta sem áttu keppendur á mótinu.
Meira

Skotíþróttafólk Markviss 2017 eru Jón Brynjar og Snjólaug

Keppnistímabilinu er nú lokið í þeim skotgreinum sem stundaðar eru utanhúss og átti Skotfélagið Markviss níu keppendur í hagla- og kúlugreinum á keppnintímabilinu.
Meira

Montrétturinn er á Króknum

Tindastóll og Þór Akureyri áttust við í fjörugum og skemmtilegum körfuboltaleik í Síkinu í kvöld. Hávær sveit hressra Þórsara fylgdi sínum mönnum og voru kampakátir fyrstu mínúturnar en Stólarnir náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum og þrátt fyrir ágætan leik gestanna voru þeir aldrei nálægt því að koma heimamönnum úr jafnvægi. Eftir fyrri viðureign norðanliðanna eru það því Króksararnir sem hafa montréttinn. Lokatölur 92-70 og leikur Tindastóls uppörvandi.
Meira

Nágrannaslagur í Síkinu í kvöld

Sannkallaður nágrannaslagur verður í Síkinu í kvöld þegar Þór frá Akureyri mætir heimamönnum í Tindastól í Dominos deildinni í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verða hinir rómuðu grillborgarar á sínum stað fyrir leik.
Meira

Fyrsta skóflustungan að gervigrasvelli

Í dag klukkan 15 verður fyrsta skóflustungan, eða réttara sagt fyrstu skóflustungurnar, teknar að nýjum gervigrasvelli á Sauðárkróki. Það er von knattspyrnudeildar að sem flestir iðkendur á öllum aldri mæti með skóflur og taki þátt í atburðinum.
Meira

Sumarið gert upp hjá krökkunum í GSS

Lokahóf barna- og unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks var haldið í gær í húsi klúbbsins að Hlíðarenda. Vel var mætt af börnum og foreldrum sem spiluðu bingó og gæddu sér á veitingum, auk þess sem viðurkenningar voru veittar fyrir sumarið.
Meira

Vesturbæingarnir lögðu Kormáksmenn í splunkunýtt parket

3. deildar lið Kormáks á Hvammstanga tók þátt í Maltbikarnum í körfubolta um helgina því á laugardag komu Íslands- og bikarmeistarar KR í heimsókn í íþróttahúsið á Hvammstanga en við það tilefni var nýtt parket vígt. Samkvæmt heimildum Feykis var troðfullt í húsinu og hin fínasta stemning en gestirnir úr Vesturbænum höfðu betur í leiknum.
Meira

Stólarnir komnir áfram í Maltbikarnum

Hann var kaflaskiptur leikurinn sem Tindastólsmenn buðu upp á í Síkinu í kvöld þegar Þórsarar frá Þorlákshöfn mættu í heimsókn í 32 liða úrslitum Maltbikarsins. Heimamenn höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik og spiluðu þá glimrandi körfubolta en það var fátt um fína drætti í síðari hálfleik. Góð frammistaða gestanna síðustu 15 mínútur leiksins dugði þó ekki til að ná í skottið á Stólunum sem unnu í raun ansi öruggan sigur. Lokatölur 84-76.
Meira