Íþróttir

Ótrúlegur sigur Stólastúlkna á Seltjarnarnesinu

Kvennalið Tindastóls spilaði sennilega einn magnaðasta leik í sögu sinni í gærkvöldi þegar liðið sótti heim Gróttu á Seltjarnarnesið í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Þegar upp var staðið voru gerð ellefu mörk í leiknum og þrátt fyrir að hafa verið undir, 5-2, þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum þá bættu stelpurnar við fjórum mörkum á lokakaflanum og tryggðu sér þrjú frábær stig í toppbaráttu deildarinnar. Lokatölur 5-6 fyrir Tindastól.
Meira

Golfmaraþon barna og unglinga í Golfklúbbi Sauðárkróks

Börn og unglingar í Golfklúbbi Sauðárkróks héldu golfmaraþon, fimmtudaginn 19. júlí síðastliðinn. Þau hófu daginn kl. 9 og var markmiðið að spila að minnsta kosti 1.000 holur.
Meira

Jón Gísli Eyland Gíslason í hópi U16 landsliðs karla

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U16 landsliðs karla, hefur valið Jón Gísla Eyland Gíslason leikmann Tindastóls í hóp Íslands fyrir Norðurlandamótið í knattspyrnu. Leikmannahópinn skipa átján leik menn frá tólf félagsliðum.
Meira

Sigur hjá Martin og félögum í lokaleiknum

Það var mest allt á brattann hjá Israel Martin og lærisveinum hans í U20 ára liði Íslands sem hefur undanfarna daga tekið þátt í A-deild Evrópumótsins sem spiluð var í Þýskalandi. Allir leikir liðsins í riðlakeppninni og síðan þrír til viðbótar í keppni um sæti töpuðust, en síðasti leikurinn, gegn Rúmeníu þar sem spilað var um 15. sætið, vannst örugglega.
Meira

Vel heppnaður opinn dagur hjá Markviss

Skotfélagið Markviss á Blönduósi hélt að vanda opinn dag á Húnavöku þar sem gestum gafst kostur á að kynna sér starfsemi félagsins. Margir litu við og segir á Facebooksíðu Markviss að á annað hundrað manns hafi sótt félagið heim.
Meira

Rúnar Már fyrirliði hjá Grasshoppers

Það fór svo í sumar að Króksarinn Rúnar Már Sigurjónsson, atvinnumaður í knattspyrnu, var ekki valinn í íslenska landsliðið sem tók þátt í HM sem fram fór í Rússlandi. Í fyrravetur var hann lánaður frá Grasshoppers í Sviss til St. Gallen en hagur hans virðist þó hafa vænkast að nýju því nú er kappinn orðinn fyrirliði hjá Grasshoppers samkvæmt frétt á Fótbolti.net.
Meira

Meistaramót barna og unglinga GSS 2018

Meistaramót barna og unglinga Golfklúbbs Sauðárkróks fór fram dagana 2.-4. júlí. Keppt var í þremur flokkum og spiluðu krakkarnir alla dagana, mismargar holur eftir flokkum. Byrjendaflokkur spilaði 3×5 holur á gylltum teigum, 10 ára og yngri spiluðu 3×9 holur á gylltum teigum og 11-13 ára spiluðu 3×9 holur á rauðum teigum.
Meira

Seltirningar skelltu Stólunum á Króknum

Gróttumenn komu í heimsókn á Krókinn í dag og öttu kappi við lið Tindastóls í 12. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Heimamenn höfðu gert sér væntingar um að byrja síðari umferðina í deildina á jákvæðan hátt eftir ágæta leiki upp á síðkastið. Gestirnir voru hinsvegar sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og fjögur mörk þeirra í síðari hálfleik var kannski einum of mikið af því vonda en lokatölurnar engu að síður 0-4.
Meira

Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina

21. Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer um verslunarmannahelgina 2.– 5. ágúst verður að þessu sinni haldið í Þorlákshöfn. Mótshaldarar eru Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) og sveitarfélagið Ölfus auk Ungmennafélags Íslands (UMFÍ).
Meira

Heimaleikur á Blönduósvelli í kvöld

Sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar tekur á móti Vatnaliljum á Blönduósvelli í kvöld kl. 20. Sem stendur er lið Kormáks/Hvatar í 3. sæti riðilsins með 9 stig.
Meira