Íþróttir

Lið Njarðvíkur lagði Stólastúlkur

Kvennalið Tindastóls spilaði við lið Njarðvíkur fyrir sunnan í gær. Þetta var fjórði leikur Stólastúlkna í 1. deildinni en síðast lögðu þær ÍR í Síkinu. Þær byrjuðu leikinn vel í gær en heimastúlkur náðu yfirhöndinni fljótlega og náðu síðan upp góðu forskoti í þriðja leikhluta. Það náðu stelpurnar ekki að brúa og lokatölur 88-70.
Meira

Reynismenn reyndust lítil fyrirstaða

Lið Tindastóls fór örugglega áfram í Geysisbikarnum í dag þegar þeir mættu liði Reynis í Sandgerði sem spilar í vetur í 2. deildinni. Eftir svekkelsi í Vesturbænum í gærkvöldi þá mættu Tindastólsmenn einbeittir til leiks með það að markmiði að sýna leiknum og andstæðingnum fulla virðingu með því leggja sig alla fram. Lokatölur voru 26-100 fyrir Tindastól.
Meira

Stóllinn að fara í dreifingu

Síðustu vikur hefur verið unnið að útgáfu kynningarblaðs fyrir Körfuknattleiksdeild Tindastóls og er nú verið að ljúka prentun og frágangi. Verður blaðinu, sem kallast Stóllinn, dreift í Skagafirði í næstu viku og jafnvel víðar. Um veglegt blað er að ræða þar sem m.a. má finna kynningar á leikmönnum karla- og kvennaliða félagsins.
Meira

Lengi lifir í gömlum glæðum

Það var hart barist þegar KR og Tindastóll mættust í DHL-höllinni í kvöld. Stólarnir voru eina taplausa liðið í Dominos-deildinni en Íslandsmeistararnir komu ákveðnir til leiks og ætluðu augljóslega ekki að láta Stólana komast upp með einhverja sirkustakta í sínu húsi. Það reyndist Tindastólsmönnum þungt í skauti að Urald King og Viðar voru snöggir að koma sér í villuvandræði. Ekki hjálpaði til að hinn háaldraði Jón Arnór Stefánsson gaf árunum og slitnum löppum langt nef og hreinlega vann leikinn fyrir Vesturbæinga. Lokatölur voru 93-86 eftir spennandi lokamínútur.
Meira

Alawoya leysir King af í körfuboltanum

Urald King, leikmaður meistaraflokks Tindastóls í körfubolta, hefur óskað eftir því að fá frí frá æfingum og keppni til að vera viðstaddur fæðingu barns síns. King mun halda til Bandaríkjanna í nóvember og kemur aftur til liðsins eftir jól. Körfuknattleiksdeildin hefur gengið frá samningum við P.J. Alawyoa um að leika með liðinu á meðan King er í leyfi.
Meira

Unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls að veruleika

Á heimasíðu UMF Tindastóls segir að undanfarna mánuði hafi verið í gangi vinna við stofnun unglingráðs og skilgreiningu verkefna þess hjá knattspyrnudeildinni og hafa þau Írisi Ósk Elefsen og Guðmund Helga Gíslason verið fengin til starfa.
Meira

Fyrstu stig Stólastúlkna komin í hús eftir sigur á ÍR

Lið Tindastóls og ÍR mættust í Síkinu í dag í 1. deild kvenna. Bæði lið voru án sigurs það sem af var móti og baráttan var í algleymingi í leiknum en körfuboltinn var sjaldnast fagur á að horfa að þessu sinni. Lið Tindastóls var sterkari aðilinn og frábær vörn í þriðja leikhluta varð til þess að lið ÍR átti lítinn séns á sigri og fór svo að Stólastúlkur fögnuðu sætum sigri. Lokatölur 61-49.
Meira

Pétur er nú alveg sæmilegur

Það var skellt í almennilega veislu í Síkinu í kvöld þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn. Fyrstu tvær mínútur leiksins litu gestirnir nokkuð vel út en næstu 25 mínúturnar þar á eftir léku Stólarnir líkt og töframenn og þar fór Pétur Birgis fremstur í sprækum flokki listamanna. Fjórði leikhlutinn var formsatriði og lið Tindastóls fagnaði frábærum sigri í þessum leik toppliða Dominos-deildarinnar. Lokatölur 95-73 og Stólarnir eru nú einir og enn taplausir á toppi deildarinnar.
Meira

Haukarnir voru sýnd veiði en ekki gefin

Tindastóll og Haukar mættust í Síkinu í kvöld í 3. umferð Dominos-deildarinnar. Venju samkvæmt mættu Ívar Ásgríms og undirsátar grjótharðir til leiks og gáfu Stólunum leik en frábær vörn Tindastóls í þriðja leikhluta gaf þægilegar körfur og heimamenn komu sér í frábæra stöðu sem gestirnir náðu ekki að vinna á. Lokatölur 79-61.
Meira

Arnar Geir endaði í 2. sæti í síðasta móti ársins

Arnar Geir Hjartarson, kylfingur úr Golfklúbbi Sauðárkróks, gerir það gott í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Dagana 15.-16. október lék hann í Lindenwood Belleville Invite mótinu sem fram fór í bandaríska háskólagolfinu og komst á verðlaunapall.
Meira