Íþróttir

Stelpurnar í Tindastól á toppnum

Stólastúlkur gerðu góða ferð á Húsavík í gær er þær áttust við Völsung í 2. deild kvenna í fótbolta. Eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik sýndu þær hvert stefnan er tekin og eftir mikla baráttu skoruðu þær tvö mörk og tóku stigin þrjú með sér á Krókinn.
Meira

Þóranna Ósk og Sigurður Arnar á leið á Smáþjóðameistaramótið

Frjálsíþróttasamband Íslands og Íþrótta- og afreksnefnd hafa valið þá íþróttamenn sem sendir verða til keppni á Smáþjóðameistaramótinu sem fram fer í Liechtenstein 9. júní. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS verður meðal þátttakenda í hástökki og Sigurður Arnar Björnsson verður í þjálfarateymi Landsliðsins.
Meira

Hvíti riddarinn féll í valinn á Sauðárkróksvelli

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna voru heldur betur á skotskónum í sínum fyrsta leik í 2. deildinni sl. laugardag er Hvíti riddarinn úr Mosfellsbænum var lagður að velli með fimm mörkum gegn engu.
Meira

Golfkennsla á Blönduósi

Golfkennarinn þekkti, John Garner sem heimsótti golfklúbbana á Blönduósi og Sauðárkróki í fyrra og kenndi íþróttina, er nú væntanlegur aftur á Blönduós þar sem hann mun bjóða upp á kennslu í golfi fyrir börn frá 10 ára aldri. Fyrsti kennsludagur verður sunnudagurinn 3. júní en í framhaldi af því kemur hann á þriggja vikna fresti. Æfingatímar með leiðbeinanda verða tvisvar í viku. Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga kostar 7.500 krónur. Fyrsti tíminn er ókeypis og geta allir sem áhuga hafa komið og prófað. Golfklúbburinn i lánar kylfur.
Meira

Vormót Tindastóls í júdó fór fram á Sauðárkróki á kjördag

Meira

Víðir hafði betur í garði Tindastóls

Karlalið Tindastóls lék fjórða leik sinn í 2. deildinni í sumar í gærdag við frekar blautar aðstæður. Leikið var á Sauðárkróksvelli sem er nú enn ekki kominn í sína fagurgrænu fegurð heilt yfir. Það var lið Víðis í Garði sem heimsótti Stólana og líkt og í fyrri leikjum sumarsins fóru Stólarnir halloka. Lokatölur 1-3 fyrir Víði.
Meira

María Finnboga valin í landsliðið í alpagreinum

Skíðasamband Íslands hefur valið í A og B landslið í alpagreinum fyrir keppnistímabilið 2018/2019. María Finnbogadóttir úr Tindastól var valin í B-landsliðið en þar þurfa iðkendur að vera undir 80 FIS punktum á heimslista í einni grein. Fjölda takmörkun er sex af hvoru kyni í liðinu. Í A landsliðinu þarf iðkandi að vera undir 40 FIS punktum á heimslista í einni grein. Fjölda takmörkun er þrír af hvoru kyni í liðinu.
Meira

Helgi Freyr ráðinn aðstoðarþjálfari Tindastóls

Helgi Freyr Margeirsson mun koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks Tindastóls í körfubolta næsta tímabil. Aðspurður sagðist hann ekki endilega vera hættur að spila og verði líklega spilandi aðstoðarþjálfari a.m.k. fyrst um sinn. „Ég ætla bara að sjá til. Ef ég get hjálpað liðinu eitthvað með því að leika einhverjar mínútur geri ég það. Annars kemur það allt í ljós næsta vetur,“ segir hann. Feykir henti nokkrum spurningum á Helga.
Meira

Helgi Freyr með körfuboltanámskeið á Blönduósi

Helgi Freyr Margeirsson, nýráðinn aðstoðarþjálfari Tindastóls, ætlar ekki að sitja auðum höndum fram að næsta tímabili því hann er að setja upp körfuboltanámskeið á Blönduósi laugardaginn 26. maí næstkomandi fyrir 12-16 ára krakka frá klukkan 11-14. Námskeiðið er sérstaklega miðað að krökkum sem búa á svæðinu frá Skagaströnd að Hvammstanga.
Meira

Kormákur/Hvöt fær góðan liðsstyrk

Kormákur/Hvöt lék sinn fyrsta leik í D riðli 4. deildar í knattspyrnu sl. laugardag gegn Vatnaliljum úr Kópavogi. Leikurinn endaði 0-0 og fékk liðið því sitt fyrsta stig. Fyrir leikinn hafði liðið fengið liðsstyrk þar sem erlendir sem og innlendir leikmenn höfðu skrifað undir samning.
Meira