Íþróttir

„Erfitt að vera eini útlendingurinn í liðinu“

Murielle Tiernan hefur heldur betur verið happafengur fyrir meistaraflokk kvenna hjá Tindastóli en í gegnum tíðina hefur oftar en ekki reynst erfitt að finna alvöru markaskorara fyrir liðið. Murielle er 23 ára gömul, frá Ashburn í Virginiu-ríki í Bandaríkjunum en Ashburn er í útjaðri höfuðborgarinnar, Washington.
Meira

Jakar reyna afl sitt

Aflraunakeppnin Norðurlands Jakinn fór fram á Norðurlandi dagana 23.-25. ágúst. Keppnin er með sama sniði og Vestfjarðavíkingurinn og er keppt á nokkrum stöðum, víðs vegar um Norðurland, í einni grein á hverjum stað.
Meira

Siggi Donna kemur í stað Gauja

Guðjón Örn Jóhannsson hefur ákveðið að segja skilið við þjálfun meistaraflokks karla og hefur nú þegar hætt störfum. Guðjón var samningslaus við félagið og hefur því engar kvaðir gegn því. Það skal tekið fram að þetta er gert í samkomulagi milli Guðjóns og stjórnar og er alfarið hans ákvörðun. Bjarki Már Árnason mun áfram sinna þjálfun mfl. kk. honum til aðstoðar verður reynsluboltinn Sigurður Halldórsson – Siggi Donna.
Meira

Þrír Íslandsmeistaratitlar á einni viku

Snjólaug M. Jónsdóttir í Skotfélaginu Markviss hefur gert það gott að undanförnu en á laugardaginn varð hún Íslandsmeistari í Norrænu trappi (Nordisk Trap) í keppni sem háð var á skotíþróttasvæði Skotfélags Akraness. Skor Snjólaugar á mótinu var 102 dúfur sem er það næsthæsta sem náðst hefur hérlendis í kvennaflokki en Íslandsmetið á hún sjálf frá því í fyrra, 114 dúfur.
Meira

Andrea og Þóranna með Íslandsmeistaratitla á MÍ 15-22

Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram um helgina á Laugardalsvelli þar sem 204 keppendur frá 17 félögum víðs vegar að af landinu voru skráðir til keppni. Fyrirfram var búist við sterkri og spennandi keppni þar sem á meðal keppenda voru Íslandsmeistarar úr fullorðinsflokki og keppendur af EM, HM og NM í flokki unglinga fyrr í sumar. Keppendur af Norðurlandi vestra voru meðal þátttakenda og átti UMSS tvo Íslandsmeistara.
Meira

Húnvetningar enduðu 4. deildina með sigurleik

Riðlakeppni 4. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu lauk um helgina og á Blönduósvelli tók sameinað lið Kormáks/Hvatar á móti liðsmönnum Ungmennafélagsins Geisla úr Aðaldal. Ljóst var fyrir leikinn að Kormákur/Hvöt átti ekki möguleika á sæti í úrslitakeppni 4. deiildar eftir tap gegn ÍH í umferðinni á undan en þeir mættu að sjálfsögðu stoltir til leiks og báru sigurorð af Þingeyingunum úr Aðaldal. Lokatölur 3-1.
Meira

Tvær fernur í sigurleik á Egilsstöðum

Tindastóls í 2. deild kvenna skellti sér upp að hlið Augnabliks á toppi deildarinnar með öruggum 0-8 sigri á liði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis en leikið var Vilhjálmsvelli í dag. Stelpurnar gerðu fjögur mörk í hvorum hálfleik og í þeim báðum skiptu Murielle og Vigdís mörkunum systurlega á milli sín.
Meira

Stólarnir nældu í gott stig á Ísafirði

Átjanda umferðin í 2. deild karla í knattspyrnu var leikin í dag. Stólarnir fengu það strembna verkefni að heimsækja Vestra á Ísafirði en lærisveinar Bjarna Jóh eru í toppbaráttu deildarinnar, enda með vel skipað lið en þar eru m.a. átta erlendir leikmenn. Þrátt fyrir að spila einum færri megnið af leiknum náðu Stólarnir í dýrmætt stig í fallbaráttunni en lokatölur voru 1-1.
Meira

Landsliðið í júdó æfir á Sauðárkróki

Kvennalandsliðið í júdó ætlar að dvelja saman á Sauðárkróki um helgina og æfa þar undir stjórn landsliðsþjálfara kvenna í íþróttinni, Önnu Soffíu Víkingsdóttur.
Meira

„Ef satt skal segja þá var ég alls ekki viðbúinn kuldanum“

Feykir forvitnaðist í fyrrasumar um upplifun nokkurra þeirra erlendu fótboltakempna sem spiluðu með Tindastóli. Útlendingarnir eru talsvert færri í sumar en Feykir ákvað engu að síður að taka upp þráðinn. Að þessu sinni er það Úrúgvæinn Santiago Fernandez, 27 ára, sem svarar. Hann gekk til liðs við Stólana í vor og hefur staðið sig með sóma í marki liðsins í sumar og hefur reyndar haft talsvert að gera þar.
Meira