Íþróttir

Góður árangur Skagfirðinga á Akureyrarmóti UFA í frjálsum

Helgina 12.- 13. ágúst var Akureyrarmót UFA í frjálsum íþróttum haldið á Þórsvelli. Rúmlega eitt hundrað keppendur mættu lit leiks, þar af voru 12 Skagfirðingar á ýmsum aldri og er óhætt að segja að þeir hafi staðið sig mjög vel. Af árangri þeirra var þetta helst að frétta:
Meira

Júdóhelgi í Skagafirði

Helgina 11. til 13. ágúst síðastliðinn tók Júdódeild Tindastóls á móti gestum frá Linköping og Stokkhólmi í Svíþjóð, Júdódeild Ármanns í Reykjavík og júdófélögum á Norðurlandi. Um var að ræða framhald af heimsókn Júdódeildar Ármanns og Júdódeildar Tindastóls til júdófélagsins Linköping Judo í Svíþjóð frá því í fyrrasumar. Að þessu sinni voru það Svíarnir sem komu til Íslands og auk júdófólks frá Linköping bættust við iðkendur úr júdófélaginu IK Södra Judo frá Stokkhólmi. Samtals tuttugu krakkar og fjórtán fullorðnir.
Meira

Sigur, tap og jafntefli um helgina

Það var mikið um að vera á fótboltasviðinu um helgina hjá meistaraflokksliðunum á Norðurlandi vestra. Tindastóll krækti í dýrmæt stig með stórsigri á Hetti og kom sér þar með í 7. sæti 2. deildar með 21 stig, jafnmörg og Höttur sem er sæti neðar með lakara markahlutfall. Stólastelpur þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Víkingi Ólafsvík og eru í bullandi fallhættu, Kormákur/Hvöt tapaði líka gegn Árborg en Drangey lék tvo leiki og náði fjórum stigum úr þeim.
Meira

Kvennasveit GSS leikur í efstu deild að ári

Íslandsmót golfklúbba í flokki fullorðinna fór fram um síðustu helgi í öllum deildum á landinu og stóðu sveitir Golfklúbbs Sauðárkróks sig mjög vel í sínum deildum, eftir því sem kemur fram á heimasíðu klúbbsins.
Meira

Snjólaug María Íslandsmeistari

Snjólaug María Jónsdóttir, félagi í Skotfélaginu Markviss, endurheimti um síðustu helgi Íslandsmeistaratitil kvenna í Skeet á Íslandsmeistaramóti sem fram fór á skotíþróttasvæti Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn. Snjólaug er handhafi beggja Íslandsmeistaratitlanna í haglagreinum þetta árið en fyrr í sumar vann hún titilinn í Nordisk Trap þar sem hún setti jafnframt Íslandsmet. Er þetta í fyrsta sinn sem sami handhafi er að titlum í báðum greinum. Þetta er sannarlega glæsilegur árangur hjá Snjólaugu.
Meira

Fjör og frískir fætur á Króksmóti um helgina

Króksmót Tindastóls og FISK Seafood fór fram nú um helgina á Sauðárkróki. Þátttaka var með ágætum og óhætt að fullyrða að veðrið hafi verið Króksurum og gestum þeirra hliðhollt því varla er hægt að tala um að hreyft hafi vind svo nokkru næmi frá því að gestir tóku að streyma á Krókinn síðastliðinn föstudag í logni og heiðskýru og þangað til mótinu lauk – þá fór hinsvegar að rigna.
Meira

Syntu Drangeyjarsund í dag

Sjósundskonurnar Harpa Hrund Berndsen og Sigrún Þuríður Geirsdóttir syntu Drangeyjarsund í dag. Sennilega er Drangeyjarsund (Grettissund) þekktasta sjósund sem synt hefur verið við Íslandsstrendur og þykir mikið afrek. Afrekið felst í því að synda um 7 km leið frá Drangey að Reykjanesi á Reykjaströnd án þess að klæða kuldann af sér, en sjórinn á þessum slóðum er frekar kaldur. Þegar þær syntu var hitastig sjávar á bilinu 9,5 - 10,5 gráður.
Meira

Stelpurnar náðu jafntefli í hörkleik gegn toppliði Þróttara

Það var hörkuleikur á Króknum í gærkvöldi þegar kvennalið Tindastóls fékk topplið Þróttar Reykjavík í heimsókn í 1. deild kvenna. Leikurinn var jafn og spennandi og jafntefli varð sanngjörn niðurstaða. Lokatölur 1-1.
Meira

Mikilvægur sigur á Magna á Grenivík

Það er óhætt að fullyrða að 2. deild karla í knattspyrnu er hnífjöfn í sumar. Þannig mætti lið Tindastóls, sem er í botnbaráttu deildarinnar, liði Magna á Grenivík í gærkvöldi, en með sigri hefðu Grenvíkingar tyllt sér á topp deildarinnar. Það fór á annan veg því að það voru Tindastólsmenn sem unnu gríðar mikilvægan sigur og skoluðu sér, um stundarsakir í það minnsta, upp í áttunda sæti deildarinnar. Lokatölur 1-2.
Meira

Styrktarmót fyrir Arnar Geir

Golfklúbbur Sauðárkróks ætlar að halda styrktarmót fyrir Arnar Geir Hjartarson þann 14. ágúst nk. en hann er á leið til Bandaríkjanna á ný í háskólanám í Missouri Valley College á skólastyrk vegna golfiðkunar um miðjan ágúst. Á heimasíðu GSS segir að slegið verði upp léttu móti þar sem spilaðar verða 9 holur og kaffi og kökur í boði fjölskyldunnar að loknu móti.
Meira