Pétur Birgis valinn í æfingahóp Íslands í körfunni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
14.06.2018
kl. 09.46
Það eru tveir mikilvægir leikir framundan hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta en nú um næstu mánaðamót spilar Ísland síðustu leiki sína í undankeppni HM 2019 og verður leikið í Finnlandi og í Búlgaríu. Fimmtán manna æfingahópur var valinn fyrir skömmu en æfingar og undirbúningur íslenska liðsins hófst nú í vikunni. Einn leikmaður Tindastóls er í 15 manna hópnum en það er Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandinn geðþekki.
Meira