Yfirlýsing frá stjórn UMSS
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.02.2018
kl. 11.10
Aðalstjórn Ungmennasambands Skagafjarðar ákvað á fundi sínum 21. febrúar 2018 að lýsa yfir vilja félagsins, sem eins elsta íþrótta- og ungmennasambands landsins, til að eiga samstarf við ÍSÍ, UMFÍ og ráðuneyti íþróttamála um að tryggja sem best ofbeldislausa íþróttaiðkun fyrir alla. Í ályktuninni segir að aðalstjórn UMSS fagni þeirri umræðu og viðbrögðum sem #MeToo umræðan hefur leitt af sér og dáist af hugrekki þeirra einstaklinga sem stigið hafa fram fyrir skjöldu til að opinbera svo alvarleg vandamál. Að sama skapi vottar stjórnin öllum þolendum ofbeldis samúð sína.
Meira