Borgunarbikar kvenna – Tindastóll fær Fylki í heimsókn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
24.05.2017
kl. 15.47
Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls komst áfram í 16 liða úrslit með sigri á Völsungi sl. mánudagskvöld 3-1. Kolbrún Ósk Hjaltadóttir opnaði markareikning Stólanna á 22. mínútu en Hulda Ösp Ágústsdóttir svaraði fyrir gestina nánast á sömu mínútunni. Það var svo Bryndís Rún Baldursdóttir sem jók mun heimaliðsins rétt áður en dómarinn blés til hálfleiks og staðn því 2-1. Undir lok leiks gulltryggði Madison Cannon sigur Stólanna með marki þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum og Stólastúlkur komnar í 16 liða úrslit.
Meira