Íþróttir

Yfirlýsing frá stjórn UMSS

Aðalstjórn Ungmennasambands Skagafjarðar ákvað á fundi sínum 21. febrúar 2018 að lýsa yfir vilja félagsins, sem eins elsta íþrótta- og ungmennasambands landsins, til að eiga samstarf við ÍSÍ, UMFÍ og ráðuneyti íþróttamála um að tryggja sem best ofbeldislausa íþróttaiðkun fyrir alla. Í ályktuninni segir að aðalstjórn UMSS fagni þeirri umræðu og viðbrögðum sem #MeToo umræðan hefur leitt af sér og dáist af hugrekki þeirra einstaklinga sem stigið hafa fram fyrir skjöldu til að opinbera svo alvarleg vandamál. Að sama skapi vottar stjórnin öllum þolendum ofbeldis samúð sína.
Meira

Skagfirðingar meðal þeirra bestu í Þrekmótaröðinni

Þrekmótaröðin 2018 fór fram um síðustu helgi í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Tveir keppendur úr Skagafirði náðu góðum árangri, þau Guðrún Helga Tryggvadóttir Þreksporti og Ægir Björn Gunnsteinsson Crossfit 550.
Meira

Pétur Rúnar með á móti Finnum í kvöld

Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, er í liði Íslands sem mætir Finnum í dag í fyrri leik íslenska karlalandsliðsins í undankeppni HM 2019 í körfubolta. Leikurinn hefst kl. 19:45 í Laugardalshöllinni og verður hann sýndur beint á RÚV2. Á vef KKÍ segir að von sé á góðri stemmningu á leiknum og miklum stuðningi við íslenska liðið sem er eins gott því 50 finnskir áhorfendur eru komnir til landsins til að styðja við bakið á sínu liði í Höllinni.
Meira

Silfur og brons hjá systkinum á Afmælismóti Júdósambands Íslands

Afmælismót Júdósambands Íslands fyrir yngri flokka var haldið í húsnæði Júdófélags Reykjavíkur sl. laugardag og átti Júdódeild Tindastóls tvo fulltrúa á mótinu. Fjórir iðkendur Júdódeildar Tindastóls voru skráðir til leiks á mótinu en tveir þeirra, Þorgrímur Svavar Runólfsson og Tsvetan Tsvetanov Michevski, hættu við þátttöku vegna meiðsla.
Meira

Sterkur sigur í erfiðum leik fyrir austan

Tindastóll og Höttur mættust á Egilsstöðum í gærkvöldi í 19. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Hattarmenn urðu að sigra til að halda fárveikri von sinni um að halda sæti sínu í deildinni á lífi en Stólarnir berjast sem fyrr á toppi deildarinnar. Leikurinn einkenndist af góðum varnarleik beggja liða en þó sérstaklega Tindastóls sem gerðu heimamönnum afar erfitt fyrir. Stólarnir nýttu hinsvegar illa sín færi en Pétur átti enn einu sinni toppleik og fór fyrir sínum mönnum í góðum sigri. Lokatölur 68–80.
Meira

Þórsarar lagðir í Þorlákshafnarparket í jöfnum leik

Tindastólsmenn léku við Þór Þolákshöfn í Þorlákshöfn í gærkvöldi og máttu lítið við því að misstíga sig í toppbaráttu Dominos-deildarinnar. Eftir strembinn fyrri hálfleik voru Stólarnir síðan yfirleitt feti framar í jöfnum og spennandi síðari hálfleik og reyndust heimamönnum öflugri á síðustu mínútunum. Lokatölur 85-89 fyrir Tindastól.
Meira

Ísak Óli í 2. sæti í fjölþrautum um helgina

Meistaramót Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 10.-11. febrúar. Keppt var í sjöþraut karla og fimmtarþraut kvenna, einnig í fjölþrautum í yngri flokkum pilta og stúlkna. Ísak Óli Traustason UMSS var á meðal keppenda og átti gott mót. Á heimasíðu Tindastóls segir að Ísak Óli hafi staðið sig frábærlega, hlaut 5214 stig, bætti sinn fyrri árangur í sjöþraut um 285 stig, og varð í 2. sæti eftir æsispennandi keppni við Inga Rúnar Kristinsson Breiðabliki, sem hlaut 5294 stig.
Meira

Pétur frábær í klikkuðum körfuboltaleik í Síkinu

Tindastóll og Keflavík mættust í stórskemmtilegum og undarlega sveiflukenndum leik í Síkinu í kvöld. Stólarnir spiluðu á löngum köflum hreint frábærlega en Keflvíkingar sýndu úr hverju þeir eru gerðir og náðu ótrúlegum köflum þar sem þeir átu upp forskot Stólanna á örskotsstundu. Leikmenn Tindastóls héldu þó út og fögnuðu góðum sigri að lokum í leik þar sem Pétur og Hester fóru á kostum. Lokatölur 101–93.
Meira

Tindastóll - Keflavík í kvöld

Spennan er allsráðandi á toppi Domino´s deildar karla en fjórir leikir fara fram í kvöld. Tindastóll tekur á móti Keflavík, Stjarnan á móti Val, Þór A mætir Njarðvík syðra og Haukar heimsækja Hött á Egilsstöðum. KR og Keflavík mætast á morgun en í gærkvöldi sigraði Þór Þorlákshöfn topplið ÍR með tveggja stiga mun 70 – 68 í Hertz Hellinum í Seljaskóla.
Meira

Þóranna setti nýtt skagfirskt met

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir í UMSS náði frábærum árangri á Reykjavíkurleikunum 2018 sem háðir voru í Laugardalshöllinni laugardaginn 3. febrúar. Leikarnir eru árlegt boðsmót þar sem flest af besta frjálsíþróttafólki landsins keppti auk erlendra gesta frá mörgum löndum. Þrír Skagfirðingar kepptu á mótinu og stóðu sig með sóma.
Meira