Íþróttir

Borgunarbikar kvenna – Tindastóll fær Fylki í heimsókn

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls komst áfram í 16 liða úrslit með sigri á Völsungi sl. mánudagskvöld 3-1. Kolbrún Ósk Hjaltadóttir opnaði markareikning Stólanna á 22. mínútu en Hulda Ösp Ágústsdóttir svaraði fyrir gestina nánast á sömu mínútunni. Það var svo Bryndís Rún Baldursdóttir sem jók mun heimaliðsins rétt áður en dómarinn blés til hálfleiks og staðn því 2-1. Undir lok leiks gulltryggði Madison Cannon sigur Stólanna með marki þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum og Stólastúlkur komnar í 16 liða úrslit.
Meira

Vilhjálmur Andri Einarsson nýr Íslandsmeistari í ísbaði

Íslandsmeistaramótið í ísbaði fór fram í sundlauginni á Blönduósi í gær og var nýr Íslandsmeistari krýndur, Vilhjálmur Andri Einarsson frá Reykjavík. Sat hann í ísköldu vatninu í rúmar 20 mínútur. Alls tóku sex keppendur þátt en gestir fengu svo að spreyta sig á eftir.
Meira

Blásið til leiks í C-riðli 4. deildar Íslandsmótsins

Knattspyrnusumarið í Húnaþingum hófst sunnudaginn 21. maí þegar blásið var til leiks í C-riðli 4. deildar Íslandsmótsins. Sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar mætir til leiks með nýtt blóð í bland við eldra, eins og síðastliðin ár, en þetta er fimmta árið sem hinir fornu fjendur frá Hvammstanga og Blönduósi mæta hönd í hönd til leiks í mótinu.
Meira

Svekkjandi tap í sólinni á Króknum

Tindastólsmenn spiluðu fyrsta heimaleik sumarsins í 2. deildinni í dag í glaðasólskini og 16 stiga hita, en það voru Njarðvíkingar sem mættu á Krókinn. Leikurinn var ágætlega spilaður, en það voru gestirnir sem voru 1-0 yfir í hálfleik en Stólarnir jöfnuðu snemma í síðari hálfleik og voru sterkari aðilinn. Njarðvíkingar tryggðu sér hins vegar sigurinn með tveimur mörkum á lokamínútunum og komu þar með í veg fyrir að Stólarnir spiluðu tuttugasta leik sinn í röð í deildarkeppni án þess að tapa.
Meira

Keflvíkingar hirtu þrjú stig á Króknum

Stólastelpur þurftu að kyngja ósanngjörnu tapi í kvöld eftir að Keflvíkingar unnu þær 1-0 í 1. deildinni í fótbolta á Sauðárkróksvelli í kvöld. Stólastúlkur virkuðu betri í fyrri hálfleik þrátt fyrir að dauðafærin vantaði. Þær voru þó heppnar að fá ekki á sig mark undir lok fyrri hálfleiks þegar Keflavíkurstúlkur gerðu harða hríð að marki en Dida varði dauðafæri þeirra.
Meira

Fyrstu heimaleikirnir um helgina

Meistaraflokkar Tindastóls leika sína fyrstu heimaleiki um helgina þegar Keflavík og Njarðvík koma í heimsókn. Stelpurnar hefja leik klukkan 19:15 í kvöld gegn Keflavík og strákarnir eiga leik á laugardeginum klukkan 15:00 gegn Njarðvík. Stelpurnar töpuðu sínum fyrsta leik gegn sterku liði ÍA á meðan strákarnir hafa gert tvö jafntefli í sínum fyrstu tveimur leikjum.
Meira

Pétur Rúnar í landsliðshóp fyrir Smáþjóðaleika 2017

Búið er að velja þá 12 leikmenn sem munu skipa landslið karla og kvenna í körfubolta á Smáþjóðaleikunum, GSSE 2017, sem fara fram í San Marínó dagana 30. maí til 3. júní. Pétur Rúnar Birgisson leikmaður Tindastóls einn þeirra.
Meira

Hannes og Björgvin áfram hjá Stólunum

Enn berast fréttir úr stássstofunni á Sjávarborg en búið er að ganga frá samningi við þá Hannes Inga Másson og Björgvin Hafþór Ríkarðsson að þeir leiki áfram með Stólunum næsta tímabil í körfunni.
Meira

Stólarnir sóttu annað stig austur

Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli lék annan leik sinni í 2. deildinni í knattspyrnu um liðna helgi. Strákarnir hafa kannski ekki fengið auðveldustu mögulega byrjun á mótinu, í það minnsta varðandi ferðalögin, en fyrsti leikurinn var á Hornafirði en að þessu sinni var haldið austur á Reyðarfjörð og spilað við lið Fjarðabyggðar. Niðurstaðan reyndist 1-1 jafntefli.
Meira

Nóg að gera hjá 3. flokki kvenna

Boltinn er farinn að rúlla á sparkvöllum landsins og þeir sem ekki eru þegar byrjaðir að keppa á Íslandsmótinu eru á fullu að undirbúa sig í þá keppni. Stúlkurnar í 3. flokki Tindastóls/Hvatar léku æfingaleik við KA í gær á Sauðárkróki.
Meira