Íþróttir

Viðar áfram í Síkinu

Nú fagna allir stuðningsmenn Tindastóls þar sem samningar hafa tekist á milli körfuboltadeildar og Viðars Ágústssonar um að hann leiki áfram með liðinu næsta tímabil. Viðar er einn öflugasti varnarmaður úrvalsdeildarinnar og ljóst að það er liðinu mikils virði að halda honum innan sinna raða.
Meira

Krakkarnir kenndu foreldrunum júdó

Foreldraæfing vorannar var haldin hjá júdódeild Tindastóls í síðustu viku. Þar fengu iðkendur tækifæri á því að taka foreldra sína í karphúsið og kenna þeim eitthvað í júdó.
Meira

Jafntefli á Höfn í Hornafirði

Lið Tindastóls lék fyrsta leik sinn í 2. deildinni í knattspyrnu í dag en þá sóttu þeir lið Sindra heim, alla leið austur á Hornafjörð. Markalaust var í hálfleik en mörkin dúkkuðu upp í síðari hálfleik og náðu þá heimamenn að jafna, 2-2, með marki á 95. mínútu. Jafntefli því staðreynd.
Meira

Kormákur blak með silfur og brons á Öldungamóti

Á blakmóti öldunga, sem fram fór í Mosfellsbæ um síðustu helgi, átti blakdeild Kormáks þrjú lið: Birnur sem kepptu í 6.b deild, Birnur-Bombur í 8.a deild og Húna sem kepptu í deild 6b.
Meira

Pétur fer ekki fet

Samningar hafa tekist milli körfuboltadeildar Tindastóls og Péturs Rúnars Birgissonar að sá síðarnefndi leiki áfram með meistaraflokksliði félagsins á næstu leiktíð. Orðrómur hefur verið um að Pétur yfirgæfi herbúðir Stólanna en Stefán Jónsson formaður, sem kominn er í land eftir mánaðar úthald á sjó, lætur það ekki gerast á sinni vakt.
Meira

Krækjur með gull

42. öldungamót Blaksambands Íslands var haldið í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Markmið mótanna er einfalt eins og stendur í fyrstu grein reglugerðar þess, „... að útbreiða blakíþróttina, stuðla að framförum í tækni og viðhalda getu keppenda. Mótið skal vera vettvangur jákvæðra samskipta milli blaköldunga af öllu landinu með leikgleðina að leiðarljósi.“
Meira

Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Tindastóll hefur gefið út yfirlýsingu vegna fréttaflutnings á vefmiðlinum fotbolti.net um leikmann Tindastóls í knattspyrnu, Ragnar Þór Gunnarsson. Vill stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls koma eftirfarandi á framfæri:
Meira

Nýr formaður frjálsíþróttadeildar

Formannaskipti urðu á aðalfundi frjálsíþróttadeildar Tindastóls sem haldinn var þann 26. apríl sl. Margrét Arnardóttir var kjörin formaður í stað Sigurjóns Leifsson, sem ekki bauð kost á sér áfram en hann hefur gegnt formennsku frá árinu 2010.
Meira

Stólarnir úr leik í Bikarkeppni KSÍ eftir naumt tap gegn Þórsurum

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að nú er grasið farið að grænka og því er það fótboltinn sem er tekinn við af körfunni á íþróttasviðinu. Tindastólsmenn eru fyrir löngu farnir að spretta úr spori og nú um helgina léku þeir við Þórsara á Akureyri í Bikarkeppni KSÍ.
Meira

Gestaheimsókn - Framtíðarhópur Tokyo 2020

Helgina 21. – 23. apríl sóttu góðir gestir Sunddeild Tindastóls heim. Gestirnir voru afrekshópur unglinga í sundi (14-17 ára) Framtíðarhópur Tokyo 2020 sem undirbýr sig nú fyrir Ólympíuleika 2020. Með hópnum voru 3 þjálfarar. Æfingar hópsins í þessari ferð hófust á Blönduósi á föstudagskvöld þar sem sundfélag staðarins, Hvöt, tók á móti þeim. Síðan var stefnan tekin á Krókinn þar sem hópurinn gisti í Húsi Frítímans.
Meira