Helgi Freyr ráðinn aðstoðarþjálfari Tindastóls
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
24.05.2018
kl. 12.13
Helgi Freyr Margeirsson mun koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks Tindastóls í körfubolta næsta tímabil. Aðspurður sagðist hann ekki endilega vera hættur að spila og verði líklega spilandi aðstoðarþjálfari a.m.k. fyrst um sinn. „Ég ætla bara að sjá til. Ef ég get hjálpað liðinu eitthvað með því að leika einhverjar mínútur geri ég það. Annars kemur það allt í ljós næsta vetur,“ segir hann. Feykir henti nokkrum spurningum á Helga.
Meira
