Íþróttir

Stólarnir sóttu tvö stig á Akureyri

Bikarmeistarar Tindastóls héldu til Akureyrar í gær þar sem þeir mættu liði Þórs í fyrsta leik sínum eftir partíið í Laugardalshöllinni. Oft mæta menn til leiks hálf timbraðir eftir stóra sigra eins og í bikar en Stólarnir byrjuðu vel gegn Þórsurum og náðu yfirhöndinni í leiknum. Þrátt fyrir að Akureyringar næðu að velgja Tindastólsmönnum undir uggum í síðari hálfleik þá héldu strákarnir haus og tryggðu sér sigur, 72-77, og eru nú í 2.–4. sæti í Dominos-deildinni eftir leiki gærkvöldsins.
Meira

Bikarinn heim – Myndband

Það var gríðarleg stemning í Síkinu í gærkvöldi þegar bikarmeistarar Tindastóll mættu á svæðið með nýfægðan Maltbikarinn. Stuðningsmenn Stólanna létu sig ekki vanta og troðfylltu áhorfendabekkina og samglöddust strákunum. Það er óhætt að segja að allir voru með á nótunum. Feykir mætti með myndavélina og afraksturinn er hægt að sjá hér fyrir neðan.
Meira

Tindastóll vinnur fyrsta stóra titilinn eftir magnaða frammistöðu gegn KR

Það var þvílík veisla sem Tindastólsmenn buðu upp á í Laugardalshöllinni í dag þegar liðið bar sigurorð af meistaraliði KR og vann þar með fyrsta stóra titilinn í sögu Tindastóls. Allir leikmenn voru uppnumdir af leikgleði, jákvæðni, baráttu og ekki síst samkennd þannig að það hljóta allir sem á leikinn horfðu að hafa smitast af smá krókódílarokki. Lið KR átti aldrei svar, aldrei séns, gegn Stólunum í dag. Tindastóll var yfir frá fyrstu mínútu og unnu að lokum annan stærsta sigurinn í sögu bikarúrslita KKÍ. Lokatölur 69-96.
Meira

Bikarinn heim – Móttaka í íþróttahúsinu í kvöld

Móttaka verður í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki, klukkan 21 í kvöld þegar bikarmeistarar Tindastóll mætir á svæðið með nýfægðan Maltbikar. Allir stuðningsmenn Stólanna eru hvattir til að mæta og fagna með strákunum sínum fyrsta stóra titli. ÁFRAM TINDASTÓLL!
Meira

Tindastóll bikarmeistarar

TIL HAMINGJU TINDASTÓLL
Meira

Hátterni í algjörri andstöðu við gildi ungmennafélagshreyfingarinnar

Margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. „Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við þau gildi sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá UMFÍ.
Meira

Svaðaleg stemning í Höllinni í gær

Það var mikil stemning í Laugardalshöllinni í gær þegar Tindastóll lagði Hauka í undanúrslitum Maltbikarsins. Ljóst var að þarna myndu tvö hörkulið mætast þar sem Haukarnir hafa verið í fínum málum og standa efstir í Domino´s deildinni og Tindastóll sjónarmun á eftir með tveimur stigum færra. Stuðningsmennirnir létu ekki sitt eftir liggja og fjölmenntu á upphitun í Ölver og svo í Höllina.
Meira

1,5 milljón til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls – Miðasala á úrslitaleikinn hafin

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja Körfuknattleiksdeild Tindastóls um kr. 1.500.000 vegna framúrskarandi árangurs í íþróttinni, þar sem liðið er komið í úrslit í bikarkeppni KKÍ. Byggðarráðið óskar Tindastóli góðs gengis í úrslitaleiknum nk. laugardag á móti KR og óskar liðinu jafnframt velfarnaðar í keppninni um íslandsmeistaratitilinn sem framundan er. Feykir tekur heilshugar undir það.
Meira

Stólarnir í úrslit Maltbikarsins eftir draumaleik Arnars

Tindastóll og Haukar mættust í Laugardalshöllinni í kvöld í undanúrslitum Maltbikarsins. Stólarnir höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og fögnuðu að lokum af krafti sætum sigri á toppliði Dominos-deildarinnar, Lokatölur voru 85-75 en atkvæðamestur í liði Tindastóls var Sigtryggur Arnar sem gerði 35 stig og tók 11 fráköst í sannkölluðum draumaleik. Andstæðingar Stólanna í Höllinni á laugardaginn verður lið KR.
Meira

Caird í þjálfarateymi Tindastóls

Christopher Caird leikmaður Tindastóls í körfubolta hefur lagt keppnisskóna á hilluna og hefur bæst í þjálfarateymi liðsins. Þrálát meiðsli hafa gert kappanum lífið leitt og hefur hann ekki náð að beita sér líkt og á síðasta keppnistímabili. Meðfram spilamennsku hefur Chris verið starfandi yfirþjálfari yngri flokka félagsins með mjög góðum árangri.
Meira