Íþróttir

Árskort Tindastóls komin í sölu

Nú er farið að styttast í Íslandsmót hjá meistaraflokkum Tindastóls og líkt og undanfarin ár bíður knattspyrnudeildin upp á árskort til sölu sem gildir á leiki félagsins. Meistaraflokkarnir spila 20 leiki á Sauðárkróksvelli í sumar, meistaraflokkur karla spilar ellefu leiki og meistaraflokkur kvenna níu.
Meira

Sigtryggur Arnar til Stólanna

Körfuknattleiksdeild Tindastóls bættist góður liðsstyrkur er hinn bráðskemmtilegi bakvörður, Sigtryggur Arnar Björnsson, skrifað undir samning um að leika með liðinu næsta tímabil. Hann átti gott tímabil með Skallagrími í vetur með 18 stig að meðaltali í leik en hann var einn lykilmanna liðsins. Sigtryggur er 24 ára gamall, fæddur árið 1993 og mælist 180 sm á hæð.
Meira

Molduxamót á morgun

Hið árlega Molduxamót í hinni fallegu íþrótt körfubolta, verður haldið á morgun laugardaginn 22. apríl 2017 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu). Keppt verður í þremur riðlum í aldursflokkum 40+ og 30+. Alls keppa tólf lið á mótinu sem koma alls staðar að af landinu.
Meira

Axel Kára í Tindastól

Landsliðsmaðurinn í körfubolta Axel Kárason mun leika með meistaraflokksliði Tindastóls næstu tvö tímabil. Þetta tilkynnti Stefán Jónsson formaður fyrr í dag þrátt fyrir hræðilegt símasamband á Grænlandshafi. „Mér líst afskaplega vel á það að komast heim aftur. Þetta er orðinn drjúgur tími sem ég hef verið í burtu, síðan 2005 með millilendingu veturinn 2009-10,“ segir Axel en hann hefur leikið í Danmörku meðfram dýralæknanámi.
Meira

Þrír júdókappar úr Pardus á verðlaunapalli

Félagar í Júdófélaginu Pardus á Blönduósi gerðu góða ferð á Íslandsmót í Júdó, í yngri aldurflokkum, sem sem fram fór í Laugabóli, æfingaaðstöðu Ármanns, í Reykjavík sl. laugardag.
Meira

Níu júdókappar í Tindastól á Íslandsmóti yngri flokka

Tindastóll átti níu keppendur á Íslandsmóti yngri flokka sem fram fór í Laugabóli, æfingaaðstöðu Ármanns, í Reykjavík sl. laugardag. Mótið er fyrir ellefu til tuttugu ára og er keppt í þyngdar- og aldursflokkum. Alls tóku 112 keppendur þátt í mótinu frá ellefu júdófélögum.
Meira

Skagfirskur sigur í Skólahreysti

Varmahlíðarskóli tryggði sér rétt í þessu sigur í Norðurlandsriðli í Skólahreysti sem fram fór á Akureyri með 49 stig og Grunnskólinn austan Vatna hampaði öðru sæti með 48 stig. Í þriðja sæti varð Dalvíkurskóli, Húnavallaskóli lenti í sjötta sæti, Árskóli í því áttunda og Höfðaskóli varð í tíunda sæti.
Meira

Körfuboltaakademía áfram hjá FNV

Síðast liðinn föstudag var samningur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og körfuboltadeildar U.M.F.Tindastóls um íþróttaakademíu í körfubolta endurnýjaður með undirskrift skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur og Stefáns Jónssonar, formanns körfuboltadeildarinnar. Akademían hefur verið starfrækt í fimm ár eða frá árinu 2012 þegar Bárður Eyþórsson var þjálfari Tindastóls.
Meira

Skagfirsk ættuð stúlka skorar ótrúlegt mark í Noregi - Myndband

Mark, sem Marie Jóhannsdóttir skoraði í innanhússfótbolta í Noregi, hefur vakið mikla athygli þar ytra enda nokkuð óvenjulegt. Hefur TV2 meðal annars sýnt það á vefsíðu sinni. Marie, sem rekur ættir sínar til Skagafjarðar, leikur með liði Styn og var hún að taka víti í undanúrslitaleik gegn Sandane í fylkismóti Sogn og Fjordane.
Meira

Haraldur Haraldsson er Skákmeistari Norðlendinga

Skákþingi Norðlendinga 2017 lauk í gær með sigri Ingvars Þórs Jóhannessonar, sem hlaut sex vinninga af sjö mögulegum. Í öðru sæti og jafnframt Skákmeistari Norðlendinga varð Haraldur Haraldsson á Akureyri með fimm vinninga og hærri á stigum en Stefán Bergsson sem varð þriðji. Í fjórða og fimmta sæti með 4 1/2 urðu Róbert Lagermann og Loftur Baldvinsson. Á heimasíðu Skákklúbbs Sauðárkróks segir að þeir fimm hafi fengið peningaverðlaun.
Meira