Íþróttir

Hitað upp fyrir bikarleikinn á Ölveri

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur náð samkomulagi við sportbarinn Ölver í Glæsibæ um að stuðningsmenn liðsins hiti upp þar fyrir bikarleikinn gegn Haukum sem fram fer í Laugardalshöll nk. miðvikudagskvöld kl. 20:00. Í tilkynningu frá deildinni segir að að það verði sturluð tilboð í gangi hjá þeim á Ölveri fyrir bæði í mat og drykk.
Meira

Tindastólsmenn léku við hvurn sinn fingur gegn Völsurum

Valsmenn komu norður í Síkið í gærkvöldi og léku við lið Tindastóls sem þurfti nauðsynlega að ná sér á strik eftir dapra frammistöðu gegn ÍR á dögunum. Það gekk eftir því Stólarnir hafa sennilega átt einn sinn albesta leik í vetur, vörnin var frábær og sóknarleikurinn oft á tíðum glimrandi þannig að Valsmenn virtust vart vita á köflum á hvora körfuna þeir áttu að sækja. Allir leikmenn Tindastóls komust á blað og niðurstaðan sterkur sigur, lokatölur 103-67.
Meira

Sem betur fer eru ekki alltaf jólin

Tindastólsmenn héldu í Breiðholtið í gær og léku við spræka ÍR-inga í Dominos-deildinni. Reiknað var með hörkuleik eins og oftast þegar þessi lið mætast og sú varð raunin. Heimamenn höfðu þó undirtökin nánast allan leikinn en sigruðu hálf slappt lið Tindastóls sem á það til að sýna sínar verri hliðar í kjölfar jóla. Lokatölur 83-75 fyrir ÍR.
Meira

Forsala miða á bikarleikinn stendur yfir

Úrslitaleikir Maltbikarsins í körfubolta fara fram í næstu viku þegar Keflavík og Snæfell annars vegar og Skallagrímur og Njarðvík hins vegar mætast í kvennaflokki. Hjá körlunum eru það Haukar og Tindastóll og KR og 1. deildarlið Breiðabliks sem eigast við. Forsala miða fer fram á Tánni, Skagfirðingabraut 6 á Sauðárkróki og einnig verða seldir miðar meðan á leik Tindastóls og Vals stendur yfir nk. sunnudag í Síkinu.
Meira

Tindastóll sækir ÍR heim í kvöld

Fyrstu Fjórir leikirnir í seinni umferð Domino's deild karla fara fram í kvöld og munu Stólarnir mæta ÍR-ingum í Hertz-Hellinum í Seljaskóla. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og því verður TindastólsTV ekki á staðnum. Stuðningsmenn Tindastóls á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að mæta og styðja við strákana sem eiga harma að hefna frá fyrsta leik tímabilsins er Stólarnir lutu í parket á heimavelli.
Meira

Jón Gísli til Hvíta Rússlands

Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Tindastóls, er á meðal tuttugu annarra sem Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla í knattspyrnu valdi í hóp sem fer til Hvíta Rússlands í lok janúar og tekur þar þátt í æfingamóti. Jón Gísli er á 16. ári en þrátt fyrir ungan aldur átti hann fast sæti í meistaraflokki Tindastóls síðasta keppnistímabil.
Meira

Perla varð íþróttamaður tveggja sveitarfélaga

Perla Ruth Albertsdóttir frá Eyjanesi í Húnaþingi gerði það gott í handboltanum með liði Selfoss á seinasta ári auk þess að leika sínu fyrstu A-landsleiki og uppskar eftir því. Áður en árið var liðið hafði hún fengið þrjá heiðurstitla þar sem hún var valin Íþróttakona UMF Selfoss, Íþróttakona Árborgar og Íþróttamaður USVH. „Stolt, þakklæti og gleði. Er heldur betur spennt og tilbúin fyrir 2018,“ segir hún á Facebook.
Meira

Gamlársdagshlaupið á sínum stað

Hið árlega gamlársdagshlaup verður haldið á Sauðárkróki og hefst klukkan 13 fráíþróttahúsinu. Skráning skráning í anddyri að norðan frá klukka 12 og er ekkert þátttökugjald.
Meira

Ísak Óli Traustason Íþróttamaður Skagafjarðar 2017

Íþróttamaður Skagafjarðar UMSS 2017 var valinn við Hátíðlega athöfn í Húsi frítímans í gærkvöldi. Frjálsíþróttamaðurinn Ísak Óli Traustason frá Tindastól hlaut titillinn að þessu sinni. Einnig var lið ársins valið og þjálfari ársins. Meistaraflokkur kvenna hjá Golfklúbbi Sauðárkróks var kjörið lið ársins og þjálfari ársins er Israel Martin hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls.
Meira

Kári Marísson fékk samfélagsverðlaun Molduxa

Jólamót Molduxa í körfubolta stendur nú yfir og þrír leikir í fullum gangi hverju sinni. Átján lið taka þátt og reyna með sér þangað til úrslit liggja fyrir í dagslok. Við mótssetningu var Kára Maríssyni veitt Samfélagsviðurkenningu Molduxa.
Meira