Eru ekki allir í stuði!?
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.04.2018
kl. 23.23
Var einhver Skagfirðingur ekki stoltur af Stólunum í kvöld? Tindastólsmenn geystust í DHL-höll Íslandsmeistara KR, eftir hörmulegt tap í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn, og buðu heimamönnum upp á baráttu um hvern einasta fersentimetra í húsinu. Og það var bara annað liðið til í slaginn. Stólarnir náðu upp sömu mögnuðu stemningunni og í bikarúrslitunum fyrr í vetur og það þrátt fyrir að Hester væri ekki með sökum meiðsla. KR gafst í raun upp í byrjun síðari hálfleiks og máttu þola tap gegn Stólunum. Lokatölur 70-98.
Meira
