Íþróttir

Eru ekki allir í stuði!?

Var einhver Skagfirðingur ekki stoltur af Stólunum í kvöld? Tindastólsmenn geystust í DHL-höll Íslandsmeistara KR, eftir hörmulegt tap í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn, og buðu heimamönnum upp á baráttu um hvern einasta fersentimetra í húsinu. Og það var bara annað liðið til í slaginn. Stólarnir náðu upp sömu mögnuðu stemningunni og í bikarúrslitunum fyrr í vetur og það þrátt fyrir að Hester væri ekki með sökum meiðsla. KR gafst í raun upp í byrjun síðari hálfleiks og máttu þola tap gegn Stólunum. Lokatölur 70-98.
Meira

Tveir skrifa undir í fótboltanum hjá Stólum

Það er ekki bara körfubolti sem leikinn er á Króknum því knattspyrnudeild Tindastóls bíður í ofvæni eftir sumrinu og komu tveir nýir leikmenn í liðið í gær er þeir skrifuðu undir félagaskipti. Stólarnir leika í 2. deild ásamt ellefu öðrum liðum og er fyrsti leikur þeirra gegn Gróttu, laugardaginn 5. maí klukkan 14:00 á Vivaldivellinum.
Meira

Því miður sýndu meistararnir meistaratakta í Síkinu

KR kom, sá og sigraði örugglega í Síkinu í kvöld þegar þeir mættu einbeittir til leiks og sýndu lemstruðum Tindastólsmönnum hvar Davíð keypti ölið. Þeir nýttu sér hvern einasta dropa af reynslutanknum og eftir hressilegar upphafsmínútur skelltu þeir í lás í vörninni og Stólarnir fundu ekki neistann né taktinn í troðfullu Síki þar sem forseti Íslands, hr. Guðni Jóhannesson, var á meðal áhorfenda. Lokatölur voru 54-75 fyrir KR og ljóst að meistararnir eru spólg***ir.
Meira

Það ætla bókstaflega allir að mæta í Síkið

Var einhver búinn að gleyma því að það er leikur í kvöld? Sennilega ekki en þó er rétt að minna á að fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi Tindastóls og KR um Íslandsmeistaratitilinn í körfu verður í Síkinu í kvöld og hefst kl. 19:15 stundvíslega. Ekki er laust við að það örli á smá eftirvæntingu í Skagafirði og gera flestir spekingar ráð fyrir að úr verði hörku einvígi. Er talað um einvígi „reynslu á móti greddu“ og þá eru það víst Stólarnir sem eru í hlutverki hinna síðarnefndu.
Meira

Kjördæmismót í Skólaskák og sumarfrí

Reglulegu vetrarstarfi Skákfélags Sauðárkróks lauk síðasta vetrardag með atskákmóti. Tefldar voru fimm umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma og voru þátttakendur sex talsins. Efstur varð Jón Arnljótsson með fjóra vinninga. Þrjá vinninga hlutu þeir Pálmi Sighvatsson, Hörður Ingimarsson og Örn Þórarinsson. Guðmundur Gunnarsson hlaut tvo vinninga en Pétur Bjarnason var án vinnings.
Meira

Silfur og brons á Íslandsmóti í Júdó

Íslandsmót yngri flokka í Júdó var haldið í Reykjavík sl. laugardag. Tindastóll átti þrjá fulltrúa sem komu heim með eitt brons og eitt silfur. Mótið var haldið í aðstöðu Ármanns í Laugardal og voru 111 keppendur skráðir til leiks frá níu júdófélögum, tveimur af Norðurlandi, þremur af Suðurnesjum, einu af Suðurlandi og þremur af höfuðborgarsvæðinu.
Meira

Húrra Tindastóll og húrra ÍR!

Tindastólsmönnum tókst ætlunarverkið. Strákarnir okkar eru komnir í úrslitin eftir að hafa slegið ÍR út í kvöld í snargeggjuðum körfuboltaleik í Síkinu. Þetta var leikurinn þar sem spennan og stemningin braut alla skala – hér var botnstillingin ekki tíu heldur ellefu. Dramatíkin var ekki síðri og menn eiga örugglega eftir að tala lengi um Troðsluna© frá Davenport í Skagafirði. Maður lifandi! Lokatölur voru 90-87 í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndunni.
Meira

„Spörkuðum aðeins í rassgatið á okkur,“ segir Axel Kára – Fjórði leikur Tindastóls og ÍR í kvöld

Þá er komið að fjórða leik Tindastóls og ÍR í undanúrslitum Domino´s deildar í körfubolta en leikið er í Síkinu á Sauðárkróki klukkan 19.15. Stólarnir leiða einvígið 2-1 og með sigri i kvöld tryggja þeir sig í úrslitin á móti annað hvort Haukum eða KR. Feykir hafði samband við Axel Kára fyrr í dag, sem segir leikinn verða skemmtilegan nái þeir að finna sömu grimmdina og á miðvikudaginn.
Meira

Stólarnir hnykluðu vöðvana í Hellinum

ÍR og Tindastóll mættust í þriðja skiptið í einvígi sínu í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í Breiðholtinu í kvöld. Hvort lið hafði unnið einn leik en að þessu sinni voru það Tindastólsmenn sem voru ákveðnari og spiluðu betur en lið ÍR. Það var þó ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem Stólarnir slitu sig frá heimamönnum og með Hester og Sigtrygg Arnar í banastuði náðu strákarnir aftur yfirhöndinni í rimmu liðanna. Lokatölur í leiknum voru 69-84 en liðin mætast í fjórða leiknum hér heima í Síkinu næstkomandi föstudagskvöld.
Meira

„Nú eru engar afsakanir,“ segir Helgi Rafn um leikinn í kvöld

Í kvöld fara fram tveir leikir í undanúrslitum Domino's deildar karla. Annars vegar tekur ÍR á móti okkar mönnum í Tindastóli í Hertz hellinum í Seljaskóla og hins vegar Haukar á móti -KR í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði. Ekki vantar spennuna í keppninni þar sem liðin hafa unnið sinn leikinn hvert en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitin.
Meira