Æfintýrið Skrapatungurétt fór fram helgina 13. og 14. september 2008. Fjölmenn skemmtireið Austur Húnvetninga og gesta þeirra var farin niður Laxárdalinn að Skrapatungurétt. Myndasmiður Feykis slóst í hópinn og smellti af
Hátt í þúsund manns voru á sýningu í reiðhöllinni Svaðastöðum í kvöld en við það tækifæri var Feykir.is formlega opnaður. Stjarna kvöldsins var að öðrum ólöstuðum Guðmar Magnússon sem reið um höllina á Draumi frá ...
Árlegt Krókshlaup skokkhóps Árna Stef á Sauðárkróki fór fram laugardaginn 20. september síðast liðinn. Þeir hörðustu fóru af stað frá Varmalæk og hlupu því 37 kílómetra. Aðrir fóru styttra. Um kvöldið hélt hópurinn sí...
Nú er það svo að undirritaður hefur áður tjáð sig um reiðvegamál í Skagafirði og þá einna helst skort á reiðvegum þar sem þörfin er mest. Ekki er hægt að halda því fram að ekkert hafi verið gert, en þó virðist svo vera að ekki sé skoðað hversu mikil þörfin er á hverju svæði fyrir sig. Að því sögðu er líklega ekkert óeðlilegt við það að ár eftir ár sé lítið gert þar sem mikil umferð hesta og rekstra fer um.
Ísland er auðlindaríkt land, en auðlindirnar sem oft er litið fram hjá í daglegri umræðu eru þær sem felast í gróðri og jarðvegi. Íslensk gróðurvistkerfi hafa sögulega orðið fyrir miklu raski svo sem rofi og því er einstaklega mikilvægt að hlúa að móunum okkar. Til þess er ómetanlegt að eiga góðar myndir af landi svo hægt sé að fylgjast með gangi mála. Þar gætir þú, kæri lesandi, komið sterkur inn. Með þátttöku í verkefninu Landvöktun – lykillinn að betra landi, sem ætlað er að kanna ástand þessara auðlinda og hvernig þær þróast, getur þú bætt í þennan mikilvæga þekkingarbrunn.
Skemmst er frá því að segja að vorverkum Brimnesskógarmanna í Skagafirði þetta árið er lokið. Hugað var að girðingunni umhverfis ræktunarsvæðið og hún lagfærð, en heita má árvisst að snjór sligi hana á fáeinum stöðum. Landið sem sem ræktað er á er um 23 hektarar að flatarmáli og er í eigu sveitarfélagsins Skagafjarðar. Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu og er skógurinn gjöf félagsmanna til samfélagsins.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Að þessu sinni vill svo skemmtilega til að það er spekingur í lögum sem svarar Tón-lystinni. Um er að ræða Skagstrendinginn Guðmund Egil Erlendsson (1975) sem víða hefur látið að sér kveða við strengjaslátt.