Kartöflur með kryddkvark og rússnesk klípukaka
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
09.01.2021
kl. 09.43
Það er þýski Miðfirðingurinn Henrike Wappler sem gaf okkur uppskriftir í 31. tölublaði Feykis sumarið 2018. Henrike, sem er frá Bautzen í Saxlandi sem tilheyrir hinu gamla Austur-Þýskalandi, kom til Íslands árið 1999 og er hér enn. Hún er félagsráðgjafi að mennt og starfar sem slíkur hjá fjölskyldusviði Húnaþings vestra og einnig Skagafjarðar. Henrike er gift Friðrik Jóhannssyni, bónda á Brekkulæk í Miðfirði, þar sem þau búa með börnum sínum þremur. „Ég er stödd í Bautzen, í sumarfríi hjá fjölskyldunni minni, og ætla því að koma með tvær uppskriftir héðan frá Þýskalandi,“ sagði Henrike.
Meira