Matgæðingar

Bláskel, lambakjöt og Frost og funi

Hjónin Jean Adele og Guðmundur Waage í Skálholtsvík í Hrútafirði voru matgæðingar í fermingarblaði Feykis árið 2017 þar sem segir: „Þau eiga fjögur börn og búa tvær yngstu dæturnar enn heima. Að aðalatvinnu eru þau sauðfjárbændur en einnig sér Jean um skólaakstur á Borðeyri og rekur lítið saumafyrirtæki sem heitir Ísaumur. „Við borðum að sjálfsögðu mest af lamba og ærkjöti og dags daglega elda ég mikið úr ærhakki, vinsælasti maturinn á heimilinu er sennilega lasagna en ég er dugleg að prófa einhverja nýja rétti til að brjóta upp hversdaginn, sem stundum fellur misjafnlega vel í kramið hjá yngstu börnunum,“ segir Jean. „Hérna er ég með uppskriftir af forrétti, aðal- og eftirrétti sem eru í uppáhaldi hjá okkar fjölskyldu. Kannski að það komi fram að við erum sitthvor tegundin af matgæðingum. Ég sé alfarið um eldamennskuna og Gummi minn elskar að borða. Fyrir nokkrum árum langaði mig til að kynna fjölskyldu mína fyrir bláskel og eldaði þá þennan rétt, eða súpu, sem sló í gegn og ég hef eldað þetta alltaf annað slagið síðan.“"
Meira

Þrír gómsætir eftirréttir

Ólöf Ösp Sverrisdóttir og Snorri Geir Snorrason á Sauðárkróki voru matgæðingar Feykis í 12. tölublaði ársins 2017. Ólöf hefur orðið: „Ég ætla að byrja á því að þakka Ingu Skagfjörð fyrir að koma mér í þessa klípu, að ég þurfti að leggja höfuðið í bleyti til að koma mér í þessi skrif. Ég ætla ekki hefðbundnu leiðina og koma með forrétt, aðalrétt og eftirrétt heldur ætla ég að gefa ykkur þrjár uppskriftir af uppáhalds eftirréttunum mínum. Þessar gómsætu uppskriftir er tilvalið að hafa í veislum, hitting eða bara einn góðan sunnudag. Vonandi munuð þið njóta góðs af þeim."
Meira

Silungur og lambafille úr héraði

Matgæðingar vikunnar í 11. tbl. Feykis árið 2017 voru þau Brynja Birgisdóttir og Bjarni Kristinsson sem fluttu á Blönduós árið 2012 ásamt tveimur börnum sínum og sögðust una þar hag sínum hið besta. Á heimilinu er eldað af tilfinningu og leggja þau áherslu á að nota Prima kryddin sem eru framleidd hjá Vilko á Blönduósi og segjast geta mælt með þeim. Þau buðu upp á silung úr héraði og lambafille frá Neðri-Mýrum ásamt suðrænum ávöxtum.
Meira

Orkuskot inn í daginn og besta ídýfan, auðveldur fiskréttur og baunaréttur

Sigfríður Eggertsdóttir og Guðjón Valgeir Guðjónsson á Hvammstanga voru matgæðingar Feykis í 10. tbl. 2017. Þau buðu upp á uppskriftir að orkuskoti inn í daginn og bestu ídýfunni, auðveldum fiskrétti og baunarétti. Það er Sigfríður sem hefur orðið: „Þó ég sé nú stolt bóndadóttir og meiri hluti fjölskyldunnar stundi fjárbúskap, elda ég sjaldan rautt kjöt núorðið. Það er þó ekki gert af ásettu ráði, heldur er nú bara smekkur mannanna misjafn. Fiskur, kjúklingur, grænmetis- og baunaréttir og súpur eru oftast í boði á minu heimili.
Meira

Rækjur á salati, nautabuff og eplakaka frá mömmu

Matgæðingar vikunnar í 9. tbl. Feykis 2017 voru þau Bryndís Bjarnadóttir og Ágúst Jónsson á Ytra-Skörðugili. Þau buðu upp á rækjuforrétt með sterkri sósu, sinepskryddað nautabuff í aðalrétt og að lokum ljúffenga eplaköku í eftirrétt. „Ég er heimilisfræðikennari í Varmahlíðarskóla og hef áhuga á matseld en húsbóndinn sér um að grilla. Forrétturinn er mjög góður á hlaðborð og eplakakan er uppskrift frá móður minni og var mjög oft á sunnudögum á mínu æskuheimili. Hún er líka vinsæl á okkar heimili,“ segir Bryndís.
Meira

Kjúklingasalat, piparsósa og túnfisksalat án samviskubits

„Vinsælustu réttirnir á okkar heimili eru mjög einfaldir og ódýrir, það er sennilega það besta við þá. Fyrsta uppskriftin er piparsósa, sem er alltaf gott að eiga til staðar. Þetta er sennilega uppáhaldssósan okkar heima vegna þess hve auðvelt er að búa hana til og hversu góð hún er. Svo ætlum við að gefa ykkur uppskrift af mjög hollu túnfisksalati sem er búið að sigra heimilið, öllum finnst þetta gott og það er virkilega einfalt að búa til. Okkur finnst best að bera túnfisksalatið fram með hrökkexi eða bara venjulegu Ritz kexi. Þetta salat er líka mjög fínt í túnfisksamloku.
Meira

Vinsæll og einfaldur kjúklingaréttur og dýrindis eplakaka

Inga Skagfjörð og Jón Gunnar Helgason voru matgæðingar Feykis í 7. tbl. ársins 2017. „Við verðum að taka áskorunni frá Gígju og Helga og komum hér með nanbrauð og indverskan kjúklingarétt sem er vinsæll á okkar stóra heimili með fimm börnum, þar af fjórum á leikskólaaldri. Ekki er verra að hann ereinfaldur og fljótlegur,“ segir Inga. „Svo er eplakakan hennar Erlu systur góð við öll tilefni sem eftirréttur, einnig fljótleg og þægileg.“
Meira

Vegan núðlusúpa

Umsjónarmaður matarþáttar Feykis leitaði í smiðju Eldhússystra í þessum þætti sem birtist í 6. tbl. ársins 2017. Matur sem flokkast undir að vera vegan er mjög í tísku um þessar mundir. Reyndar er umsjónarmaður þessa þáttar meira fyrir súrmat en súrkál, ekki síst á þessum árstíma, og hefur ekki ennþá rekist í vegan þorramat. Hins vegar hefur heyrst að smákökur undir vörumerkinu Veganesti séu orðnar ákaflega vinsælar hjá erlendum ferðamönnum, sem misskilja vörumerkið eilítið! Að þessu sinni leitum við enn á ný í smiðju eldhússystranna Rannveigar og Þorbjargar Snorradætra. Gefum þeim orðið:
Meira

Pottréttur og einfaldur og góður ís

Íris Sveinbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur og Eyþór Jónasson hestamaður, búsett við Iðutún á Sauðárkróki, voru matgæðingar vikunnar í 5. tölublaði Feykis árið 2017. „ Við ætlum að bjóða upp á pottrétt þar sem hægt er að nota annað hvort nautakjöt eða folaldakjöt og í eftirrétt mjög einfaldan og góðan ís,“ segja þau um uppskriftirnar sem þau bjóða lesendum Feykis upp á.
Meira

Þrjár af uppáhaldsuppskriftum fjölskyldunnar

Gígja Hrund Símonardóttir og Helgi Svanur Einarsson á Sauðárkróki voru matgæðingar í 4. tölublaði ársins 2017. „Heiða systir skoraði á okkur að vera næstu matgæðingar Feykis og að sjálfsögðu reynum við að standa undir því. Hér sendum við þrjár uppskriftir sem allar eru í nokkru uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Allt eru þetta tiltölulega fljótlegar og einfaldar uppskriftir sem að okkar mati bragðast bara býsna vel,“ sögðu þau Gígja Hrund og Helgi Svanur sem tóku á móti áskorun alla leið frá Kirkjubæjarklaustri, en þar býr Heiða, systir Gígju.
Meira