Skagafjörður

Saumaði íslenska búninginn á strákana sína

Friðfinna Lilja Símonardóttir sagði lesendum frá handavinnunni sinni í 12. tbl. Feykis árið 2018. Friðfinna býr í Keflavík en er uppalin á Barði í Fljótum. Hún hefur lengi haft áhuga á margs kyns handverki og meðal annarra starfa sem hún hefur gegnt var starf hannyrðakennara við Grunnskólann á Hofsósi en þar bjó hún um nokkurra ár skeið. Hún segir að skemmtilegustu verkefnin séu að prjóna á barnabörnin en hún og maður hennar eiga samtals sex barnabörn.
Meira

Eplakaka með mulningi

Bjarney Alda Benediktsdóttir og Pétur Hafsteinn Sigurvaldason á Neðri-Torfustöðum í Miðfirði voru matgæðingar í síðasta tölublaði Feykis, því 38. á þessu ári. Bjarney og Pétur buðu upp á gúllassúpu sem lengi hefur verið í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni ásamt uppskrift að brauðbollum og einnig piparmintunammi. Þau sendu okkur eina uppskrift til, að ljúffengri eplaköku en vegna plássleysis var ekki hægt að birta hana í blaðinu og fylgir hún því hér á eftir.
Meira

Stelpurnar mæta Keflavík b í Blue-höllinni í dag kl. 16:00 í Keflavík

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta spilar sinn annan leik í 1.deildinni við Keflavík b í dag kl. 16:00 í Blue-höllinni í Keflavík. Stelpurnar áttu frábæran leik við Fjölnisstelpur í síðustu viku og unnu þær 69-63 hér heima. Nú er bara að krossa fingur og vonast til þess að þær komi með sama krafti inn í þennan leik eins og síðasta og komi heim með tvö stig.
Meira

Atlantic Leather í gjaldþrot?

Í dag er síðasti möguleiki á að versla vörur hjá Atlantic Leather á Sauðárkróki þar sem starfsemin hættir nk. mánudag. Allt verður á 20 % afslætti, fiskileður, gærur sem og annað leður, segir í tilkynningu á Facebook-síðu Gestastofu Sútarans. Eingöngu millifærslur eða staðgreiðsla er möguleg.
Meira

Deplar í áttunda sæti yfir bestu lúxushótelin

Hótelið Delpar Farm í Fljótum var valið áttunda besta lúxushótel heims af áskrifendum tímaritsins Condé Dast Traveler en að þessu sinni tók metfjöldi þátt í kosningunni. Deplar voru í hópi 50 hótela sem komust á listann en þátttakendur í atkvæðagreiðslunni heimsóttu um 10 þúsund hótel, sumardvalastaði og baðstofur við samantekt listans.
Meira

Simmons fékk Ljónagryfjuna lánaða í fimm mínútur

Önnur umferð Dominos-deildar karla hófst í gærkvöldi og aðalleikur umferðarinnar var í Njarðvík þar sem heimamenn tóku á móti liði Tindastóls sem hafði ýmislegt að sanna eftir hálf dapra frammistöðu í fyrsta leik. Stólarnir mættu vel stemmdir til leiks og pressuðu lið heimamanna villt og galið með góðum árangri. Strákarnir hirtu stigin sem í boði voru og fóru sáttir og sælir heim eftir 75-83 sigur í Ljónagryfjunni.
Meira

Rúnar Gísla býður sig fram til gjaldkera VG

Rúnar Gíslason, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, hefur tilkynnt framboð sitt í embætti gjaldkera VG á komandi landsfundi sem haldið verður 18. – 20. október nk. „Ég hef haft mikla ánægju af að starfa innan VG til þessa og trúi að ég geti komið að frekara gagni. Það er ástæðan fyrir þessari framhleypni,“ segir Rúnar í tilkynningu sinni.
Meira

Ærslabelgurinn á Króknum formlega vígður

Í morgun var formlega tekinn í notkun svokallaður ærslabelgur sem hollvinasamtökin Leikum á Króknum hefur fjármagnað með ýmsum styrkjum frá fjölmörgum aðilum. Belgurinn er staðsetur við Sundlaug Sauðárkróks og mun verða útbelgdur frá klukkan 10 á morgnana til 10 á kvöldin.
Meira

Fundur um endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar

Í dag klukkan 17:00 verður haldinn opinn fundur vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins Skagafjarðar. Á fundinum verða formaður skipulags- og byggingarnefndar, sveitarstjóri, sérfræðingar frá Byggðastofnun og formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga með framsögur og að þeim loknum verða umræður og vinnustofur. Sveitarfélagið hvetur alla áhugasama til að mæta og taka þátt í að móta áherslur og framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið.
Meira

Stólarnir mæta liði Selfoss í Geysisbikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit Geysis-bikarsins í körfubolta nú í vikunni. Lið Tindastóls þarf að bregða undir sig betri fætinum og tölta suður á Selfoss en þeir sunnanmenn eru með lið í 1. deild og það er hann Chris okkar Caird sem stjórnar liði Selfoss.
Meira