Skagafjörður

Stórtjón á gervigrasvellinum á Króknum

Í leysingunum síðastliðinn laugardag fór gervigrasvöllurinn glæsilegi á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki undir vatn og var völlurinn ekki leikhæfur á sunnudegi. Spilað var á vellinum í gær en ljóst var að völlurinn var ekki í góðu ástandi. „Í morgun mætti galvaskur hópur leikmanna Tindastóls og starfsmenn sveitarfélagsins og flettu gervigrasinu af á parti og kom í ljós að gúmmipúðinn undir er ónýtur,“ tjáði Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar, Feyki.
Meira

Einvígi Tindastóls og Aþenu hefst á föstudag

„Einvígi við Aþenu leggst vel í mig. Aþena er með vel mannað lið í öllum stöðum og spila af mikilli ákefð. Það er mikil stemning í kringum bæði þessi lið og heimavöllurinn öflugur þannig að ég á von á hita og látum, bæði á vellinum og í stúkunni,“ segir Helgi Freyr Margeirsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, en í gær varð ljóst að andstæðingur Stólastúlkna í einvíginu um sæti í Subway-deildinni yrðu lærisveinar Brynjars Karls, Aþena.
Meira

Baldur og Felix á Sauðárkróki og á Blönduósi í dag

Það hefur efalaust ekki farið framhjá neinum að það eru forsetakosningar framundan en kosið verður 1. júní. Næsta mánuðinn verða því forsetaframbjóðendur, sem stefnir jú í að verði nokkrir, á faraldsfæti og munu taka í hendur eins margra og auðið er. Í dag verða þeir Baldur og Felix á ferðinni hér norðan heiða og í dag heimsækja þeir Sauðárkrók og Blönduós – þar sem Felix bjó einmitt um tíma.
Meira

Lukkudísirnar voru í liði með FH

Fyrsti leikur Tindastóls í Bestu deild kvenna þetta árið fór fram nú undir kvöld en þá tóku Stólastúlkur á móti liði FH við ágætar aðstæður. Það verður varla annað sagt en að lukkudísirnar hafi verið í liði með gestunum því í það minnsta þrívegis skall boltinn í stangir FH marksins. Það voru hins vegar Hafnfirðingarnir sem gerðu eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik og þrátt fyrir talsverða pressu og nokkur ágæt færi þá tókst liði Tindastóls ekki að jafna.
Meira

Stólastúlkur mæta FH á gervigrasinu klukkan fimm í dag

Leik Tindastóls og FH í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna sem fram átti að fara kl. 16:00 í gær var frestað sökum vallaraðstæðna á Króknum í gær. Í leysingum laugardagsins skiluðu snjóalög í Grænuklaufinni sér niður á vallarsvæðið og var gervigrasvöllurinn á floti og ekki leikhæfur. Gærdagurinn reyndist þurr og í dag er sól og fínerí og leikurinn mun fara fram í dag og hefst kl. 17:00.
Meira

Nóg af verkefnum framundan hjá Fornverkaskólanum

Það er óhætt að segja að það verður nóg að gera hjá Fornverkaskólanum á árinu. Í lok apríl ætlum við að bregða fyrir okkur betri fætinum og taka stefnuna austur á Seyðisfjörð, þar sem Fornverkaskólinn ætlar að kynna torfarfinn fyrir nemendum LungA lýðskóla. Námskeiðið verður að stórum hluta í máli og myndum og ef veður verður skaplegt og sæmilegt færi verður mögulega hægt að grípa í skóflu og undirristuspaða til ánægju og yndisauka. Setji snjór og vetrarfærð okkur skorður er e.t.v. hægt að fara í tilraunaverkefni með snjóhnausa og streng.
Meira

Góður árangur þrátt fyrir erfiðar aðstæður í skeiðkeppninni

Keppni í 150m skeiði Meistaradeildar KS í hestaíþróttum fór fram í dag á Sauðárkróki. Í frétt á Facebook-síðu deildarinnar segir að náðst hafi flottir tímar miðað við árstíma og veður og ekki margir sprettir sem klikkuðu. Sigurvegarar reyndust Agnar Þór Magnússon og Kastor frá Garðshorni frá Þelamörk sem fóru brautina á tímanum 14,7 sek.
Meira

Rúnar Már til liðs við Skagamenn

Króksarinn og knattspyrnumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur nú snúið heim á klakann eftir fjölmörg ár erlendis í atvinnumennsku. Hann er reyndar ekki genginn til liðs við Tindastól því hann hefur skrifað undir samning við ÍA, sem nú spilar í Bestu deildinni, en samningur hans við Skagamenn gildir til loka tímabilsins 2026.
Meira

Vallarsvæðið á Króknum á floti eftir leysingar | Leiknum frestað

Eftir kuldatíð til langs tíma, þar sem hitamælar með plús tölum virtust flestir úreltir, þá skall á með tíu stiga hita og sunnanvindi í dag. Veðurstofan hafði í vikunni birt gula viðvörun fyrir Norðurland þar sem varað var við leysingum. Sú spá gekk eftir og breyttist snjórinn í vatnsflaum. Feykir kíkti í sveitina til að kanna aðstæður en þá brá svo við að snjórinn í Grænuklaufinni á Króknum rann allur út á íþróttasvæðið og útlit fyrir nokkuð tjón.
Meira

Þegar fyrsti leikur fer í gang er sumarið komið!

Það kemur sjálfsagt engum á óvart sem þekkir Bryndísi Rut Haraldsdóttur, fyrirliða kvennaliðs Tindastóls í Bestu deildinni í knattspyrnu, að sumarið leggst alveg rosalega vel í hana. „Ég er orðin mjög spennt að byrja tímabilið eftir langan vetur og held að þetta verði alveg ótrúlega gaman – eins og þetta er nú alltaf!“ segir hún hress og jákvæð. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir fyrirliðann en fyrsti leikur Stólastúlkna í Bestu deildinni er á morgun, sunnudag kl. 16, og er frítt á völlinn í boði Uppsteypu.
Meira