Skagafjörður

Stöndum vörð um íslenska matvælaframleiðslu!

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag bókun vegna áforma Fjármála- og efnahagsráðuneytis um niðurfellingu tolla á innfluttum jurtaolíublönduðum osti. Telur byggðarráð að verði þessi tillaga að veruleika muni hún klárlega hafa mjög neikvæð áhrif í íslenska mjólkurframleiðslu, afkomu bænda og innlenda matvælaframleiðslu.
Meira

Tollflokkun pizzaosts staðfest enn á ný | Atli Már Traustason skrifar

Þann 17. febrúar sl. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í hinu „seinna pizzaostmáli“ Danóls ehf. á hendur íslenska ríkinu. Um þetta mál hefur verið fjallað áður fyrir dómstólum og ítrekað hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að flokka ætti vöruna í 4. kafla tollskrár. Danól krafðist þess nú enn á ný að varan skyldi flokkuð í 21. kafla tollskrárinnar en tapaði málinu og var dæmt til að greiða ríkinu 950 þús. kr. í málskostnað.
Meira

Hvað eru þekkingargarðar?

Feykir sagði frá spennandi verkefni um uppbyggingu nýsköpunargarða í Skagafirði í samvinnu við Háskólann á Hólum, Hátæknisetur Íslands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Meira

Dísir og Dívur í Miðgarði

Í ár eru 15 ár síðan Kvennakórinn Sóldís í Skagafirði var stofnaður og hefð er fyrir því að kórinn haldi tónleika í menningarhúsinu Miðgarði á konudeginum sem að þessu sinni er næstkomandi sunndag 23. febrúar og hefjast tónleikarnir kl. 15:00. Að loknum tónleikunum verður boðið upp á veislukaffi.
Meira

Kallaður Jakmundur Gunnarsson þegar hann er óþekkur | Ég og gæludýrið mitt

Það er Ómar Þorri Gunnarsson, sjö ára gutti frá Króknum, sem ætlar að segja okkur frá gæludýrinu sínu í þessum gæludýraþætti. Ómar Þorri er sonur Gunnars Páls, sem vinnur hjá sveitarfélaginu Skagafirði, og Guðbjargar Óskars, sem vinnur hjá Byggðastofnun. Hann á einnig tvo eldri bræður, þá Óskar og Óðinn, og búa þau í Hvannahlíðinni. Þegar Jaki kom inn á heimilið var mikill gleðidagur hjá fjölskyldunni en fljótlega kom í ljós hversu mikill prakkari og óþekktarormur Jaki var og fékk hann þá viðurnefnið Jakmundur Gunnarsson.
Meira

Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Sorpmóttaka Hofsósi

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Sorpmóttaka Hofsósi – Jarðvegsskipti og girðing 2025. Opnunardagur tilboða er áætlaður þann 6. mars næstkomandi en verkinu í heild skal lokið 1, júlí 2025.
Meira

Ómótstæðilegir saltfiskréttir | Matgæðingur Feykis

Hjördís Stefánsdóttir, systir Ómars Braga, tók mjög ánægð við áskoruninni um að vera næsti matgæðingur Feykis og deilir hér mjög góðum uppskriftum með áskrifendum sem birtust í tbl. 38, 2024. Hjördís er að sjálfsögðu fædd og uppalin á Sauðárkróki.
Meira

Viðurkenningar veittar á aðalfundi Félags kúabænda í Skagafirði

Aðalfundur Félags kúabænda í Skagafirði 2025 var haldinn 27. janúar sl. á Kaffi Krók. Vel var mætt á fundinn að venju og voru gestir fundarins að þessu sinni Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtaka Íslands og Rafn Bergsson formaður Nautgripadeildar BÍ. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur og urðu örlitlar breytingar í stjórn.
Meira

Gísli Þór Ólafsson látinn

Skagfirðingurinn Gísli Þór Ólafsson, skáld og listamaður, lést þann 11. febrúar síðastliðinn eftir snarpa en ójafna veikindabaráttu. Hann var 46 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu og lítinn dreng.
Meira

Katelyn og Súsanna náðu ágætum árangri

Um helgina fór Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum fram í Laugardalshöllinni og var hörkuþátttaka á mótinu frá frjálsíþrótta-félögum um allt land. Það voru ÍR-ingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar í stigakeppni félagsliða og hlutu 353,5 stig, FH-ingar urðu í öðru sæti með 299 stig og HSK/SELFOSS í því þriðja með 238 stig.
Meira