Skagafjörður

„Ef amma kæmi í partýið þá myndi ég setja á Geirmund“ / INGUNN MARÍN

Í Austurgötunni á Hofsósi býr ung snót, Ingunn Marín Bergland Ingvarsdóttir, fædd 2008 og því 15 ára á árinu, en hún tók á dögunum þátt í Norðurorgi sem er söngkeppni félagsmiðstöðvanna á Norðurlandi. Ingunn hefur áhuga á leiklist, söng og tísku. „Ég er að læra á rafmagnsgítar hjá Einari Þorvaldssyni en tel mig vera þúsundþjalasmið í þjálfun og spila líka á píanó, blokkflautu og ukulele. Þegar ég var mjög ung prófaði ég að læra á fiðlu,“ segir hún.
Meira

Stólarnir áfram í úrslitarimmuna eftir ótrúlegan leik í Síkinu : UPPFÆRT

Lið Tindastóls og Njarðvíkur mættust í fjórða leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í troðfullu Síki í kvöld. Einhverjir hafa kannski átt von á spennuleik eftir að Njarðvíkingar unnu öruggan sigur í síðasta leik en leikurinn varð aldrei spennandi. Stólarnir voru yfir frá fyrstu körfu og voru þegar 20 stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta og voru búnir að skora 68 stig þegar fyrri hálfleik lauk. Þá voru Stólarnir búnir að gera helmingi fleiri stig en gestirnir og síðari hálfleikurinn bara til skrauts. Lokatölur 107-76.
Meira

Það er bara þannig dagur í Skagafirði í dag

Það er standandi partý í Skagafirði í dag; söngur, sport og gleði. Undanfarin Sæluvikunnar býður oft upp á mesta fjörið og það lýtur flest út fyrir að svo verði núna. Þó margt sé í boði í dag þá bíða snnilega flestir spenntir eftir körfuboltaleiknum í kvöld en Tindastóll og Njarðvík eiga við í fjórða leiknum í einvígi liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Ekkert er mikilvægara en körfubolti á þessum árstíma – það er bara þannig í Skagafirði.
Meira

Védís Huld Sigurðardóttir sigurvegari Meistaradeildar KS 2023

„Frábæru tímabili Meistaradeildar KS er nú lokið og hefur keppnin verið æsispennandi nú í vetur og var ekki neitt öðruvísi uppi á teningnum í kvöld,“ segir í tilkynningu deildarinnar en lokakeppni fór fram í gærkvöldi þegar keppt var í tölti og skeiði. Védís Huld Sigurðardóttir kom sá og sigraði en hún reið til úrslita í öllum greinum vetrarins og var krýnd sigurvegari Meistaradeildar KS 2023.
Meira

Júróvisjóngleði Sóldísar á Hofsósi í kvöld

Í kvöld mun Kvennakórinn Sóldís bjóða upp á alvöru Júróvisjónstemningu í Höfðaborg á Hofsósi enda styttist óðum í þá ágætu veislu. Tónleikar Sóldísar þetta árið bera yfirskriftina Eitt lag enn, sem er skírskotun í framlag Harðar G. Ólafssonar, Bassa, sem átti fyrsta íslenska lagið sem blandaði sér í toppbaráttuna í aðalkeppninni sem haldin var í Zagreb árið 1990. Þá var það hljómsveitin Stjórnin sem flutti lagið en nú verður það Sóldís og að sjálfsögðu með glimmer og gleði.
Meira

Matvælaráðherra kynnir breytta nálgun við útrýmingu riðu

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur fallist á tillögu yfirdýralæknis um breytta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki. Tillagan hefur verið kynnt í ríkisstjórn, en hún felst í því að markvisst verði unnið að hraðari ræktun riðuþolins sauðfjárstofns á ræktunarsvæðum sem eru skilgreind sem áhættusvæði. Þetta kemur fram á heimasíðu Stjórnarráðsins.
Meira

Áfall í kjölfar riðu - Halla Signý skrifar

Áfallið þegar riðusmit kemur upp í fjárstofni getur verið verulegt og afleiðingarnar af riðusmiti geta verið mjög miklar og erfiðar fyrir bændur. Við sem stöndum hjá sýnum samkennd en getum lítið gert í þessum aðstæðum. Þær reglur og aðferðir sem nú eru í gildi þegar riðuveiki greinist í sauðkind miða að því að aflífa allan fjárstofninn á bænum. Verkferlar MAST snúa að því að greina sjúkdóminn og með staðfestu smiti þarf að aflífa stofninn, ráðast í smitrakningu og hefja hreinsunaraðgerðir á bænum sem tekur nokkurn tíma.
Meira

Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur, hélt fræðsluerindi fyrir refaskyttur Skagafjarðar

Refaskyttur sveitarfélagsins Skagafjarðar fengu góða heimsókn á árlegan fund veiðimanna og landbúnaðarnefndar í Ljósheimum í gær. Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hélt fræðsluerindi um íslenska melrakkann og fór yfir helstu niðurstöður refarannsókna, sem gerðar hafa verið á Íslandi og erlendis á síðustu áratugum. Erindið var hið fróðlegasta og fyrirspurnir og umræður í framhaldi af því.
Meira

Gleðilegt sumar! – Leiðari Feykis

Þegar þessi pistill er skrifaður, á sumardeginum fyrsta, er 24 stiga hiti úti og að mestu heiðskýrt. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hlýindum og jafnvel að hitastigið muni stíga frekar upp. Hér er gróður vel á veg kominn í görðum og torgum enda vökvaðir reglulega. Helst til þurrt fyrir úthagagróður og hagi er enginn. Mannlífið er gott, fólk spókar sig á stuttbuxunum dag hvern og lætur sér líða vel og hótel og matsölustaðir eru við hvert fótmál.
Meira

Hestadagar í Skagafirði hefjast á morgun - UPPFÆRT

Á morgun, föstudagskvöldið 28. apríl, fer fram lokakvöld Meistaradeildar KS í hestaíþróttum þar sem keppt verður í tölti og skeiði. Þá kemur í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar eftir spennandi Meistaradeildarkeppni í vetur. Þá verða kennslusýningar á laugardaginn og veislan verður svo toppuð með stórsýningunni Tekið til kostanna.
Meira