Skagafjörður

Syngjandi sveifla í Hörpu

Þann 6. apríl næskomandi verður „Syngjandi sveifla“ í Eldborgarsal Hörpu þegar landslið tónlistarmanna stígur á svið til heiðurs Geirmundi Valtýssyni og syngur brot af því besta sem sveiflukóngur Skagafjarðar hefur samið.
Meira

Það er hvellur í kortunum

Það er gul veðurviðvörun í gangi í spám Veðurstofunnar fyrir Norðurland vestra og er í gildi til hádegis á morgun, föstudag. Reikna má með norðaustanátt á Ströndum og Norðurlandi vestra upp á 15-23 m/s með slyddu eða rigningu, hvassast á annesjum. Hitinn verður á bilinu 0 til 5 stig en ólnar og fer að snjóa síðdegis.
Meira

Mislitir sokkar til að fagna fjölbreytileikanum

Í dag er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis en 21. mars ár hvert er tileinkaður heilkenninu og honum fagnað víða um heim. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2011 að 21. mars ár hvert skuli vera Alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis en eitt barn af hverjum sjö hundruð sem fæðast í heiminum er með Downs-heilkenni.
Meira

Stólarnir tryggðu sér sæti í úrslitum VÍS bikarsins með góðum leik

Það hefur verið talsvert mótlæti sem Íslandsmeistarar Tindastóls hafa mátt stríða við á þessu tímabili. Hver brekkan hefur tekið við af annarri og flestar hafa þær verið upp í móti. Eftir dapran leik gegn Þórsurum fyrir viku beið Stólanna erfitt verkefni í undanúrslitum VÍS bikarsins þegar liðið mætti Álftanesi í Laugardalshöllinni. Strákarnir sýndu þó að það er enn neisti í liðinu og endurkoma Arnars eftir meiðsli blés heldur betur lífi í glæðurnar. Niðurstaðan varð bísna öruggur sigur Tindastóls eftir skemmtilegan leik þar sem liðið sýndi gamla meistaratakta og tryggði sér úrslitaleik gegn Keflvíkingum á laugardag.
Meira

Söfnunardagur fyrir Bernharð Leó í dag

Í dag er stóri dagurinn sem Árni og Ragga á Hard Wok voru búin að biðja okkur að taka frá, 20.mars.
Meira

Þegar lítill hundur lagði af stað í leiðangur…

Það að meðalstór íslenskur fjárhundur gæti troðið sér í gegnum kattarlúgu taldi ég vera líffræðilega ómögulegt. En “þar sem hausinn kemst…” segir hún mamma mín og hefur nú ævinlega rétt fyrir sér. Þannig hófst ferðalag Snúðs frá Smáragrundinni á Sauðárkrók að morgni til í mildu veðri. Fljótlega uppgötvaðist að hundurinn væri horfinn og að hann myndi líklega ekki rata til baka, enda ekki lengi átt lögheimili á Smáragrundinni þó tveggja ára væri. En svona loðboltar eru sennilega fljótari að eignast stað í hjarta heimilismanna en að kortleggja nágrenni sitt. Áhyggjurnar okkar fjölskyldunnar voru miklar, það var mikið leitað og óskaplega erfitt að leggjast á koddann tvö kvöld í röð án þess að vita um afdrif Snúðs.
Meira

Viðburðaríkt ehf. með nýung í Sæluviku á Sauðárkróki - Heimatónleikar þann 30. apríl

Viðburðaríkt ehf. á Sauðárkróki stendur fyrir nýung í tónleikahaldi á Sauðárkróki í komandi Sæluviku, nánar tiltekið þriðjudaginn 30. apríl. Um er að ræða svokallaða heimatónleika, tónleika sem fara fram í heimahúsum eða á öðrum óhefðbundnum tónleikastöðum. Fyrirkomulagið er þannig að 6-8 flytjendur halda 12 stutta tónleika á 6 stöðum á einu kvöldi. Gestum býðst að kaupa einn aðgöngumiða sem gildir á alla þessa tónleika sem munu hefjast á mismunandi tímum til að gefa gestum kost á að sjá sem flesta. Í lok kvöldsins sameinast svo allt listafólkið á einn stað á lokatónleikum. Um er að ræða tónleikaform sem er mjög þekkt erlendis og hefur verið prófað hérlendis undanfarin ár, m.a. í Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Akranesi. Og nú er komið að Sauðárkróki.
Meira

Tilkynning frá lögreglunni á Norðurlandi vestra

Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að búið sé að loka þjóðveginum um Holtavörðuheiði vegna ófærðar og óveðurs. Ekki er reiknað með að opnað verði fyrir umferð fyrr en í fyrramálið, miðvikudaginn 20. mars. Vegurinn um Laxárdalsheiði er fær en tvísynt er um færð yfir Bröttubrekku. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með á vefjum Vegagerðarinnar.
Meira

Leikflokkur Húnaþings vestra er framúrskarandi verkefni á sviði menningar 2023

Í byrjun janúar á þessu ári óskaði SSNV eftir tilnefningum í framúrskarandi verkefni á árinu 2023 á Norðurlandi vestra í tveimur flokkum. Á sviði atvinnu og nýsköpunar hlaut Kaffibrennslan Korg í Skagafirði viðurkenninguna en á sviði menningar var það Leikflokkur Húnaþings vestra sem hlaut viðurkenninguna að þessu sinni fyrir leikritið Himinn og Jörð. Leikflokkurinn hefur getið af sér gott orðspor við uppsetningu á verkefnum og er árangurinn eftir því.
Meira

Út er komin skýrslan Leiðir að Byggðafestu

Á vef SSNV segir að út sé komin skýrslan Leiðir að Byggðafestu eftir Hlédísi Sveinsdóttur og Björn Bjarnason. Skýrslan er unnin á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV), Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).
Meira