Skagafjörður

Gæðingar nutu sín í Sviss

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss lauk á sunnudaginn. Er mál manna að vel hafi tekist til og Svisslendingar staðið fagmannlega að mótshaldinu. Heimsmeistaramótum er skipt í tvo hluta, íþróttakeppni og kynbótasýningar.
Meira

Bekkur tileinkaður minningu Gísla Þórs

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur á undanförnum misserum komið upp fjölmörgum bekkjum víðsvegar í Sauðárhlíð og í Litla Skógi á Sauðárkróki. „Einn slíkur bekkur er frábrugðinn öðrum, en hann er skreyttur ljóði og lagi eftir Gísla Þór Ólafsson (1979–2025), sem starfaði undir skáldanafninu Gillon,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Skagafjarðar en bekkinn má finna á milli Raftahlíðar og Eskihlíðar, við upphaf göngustígsins upp á Sauðárháls.
Meira

Silli kokkur styður kvennalið Tindastóls

Silli kokkur og hans lið er vel kunnugt á Sauðárkróki en þar kemur hann reglulega með matarvagninn sinn og býður upp á gómsætan götumat.
Meira

Enn um Skatastaðavirkjun

Virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði, þar á meðal 156 megavatta Skatastaðavirkjun, fara ekki í verndarflokk heldur í biðflokk rammaáætlunar. Þetta er samkvæmt tillögu sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, hyggst leggja fyrir Alþingi í haust og hann kynnir núna í samráðsgátt stjórnvalda. Ennfremur leggur hann þar til að Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði í nýtingarflokki en ekki í biðflokki.
Meira

Rabb-a-babb 237: Gummi Steingríms

Að þessu sinni hittir Rabbið fyrir Guðmund Steingrímsson sem er landsmönnum að góðu kunnur. Hann fæddist árið 1972 en er nú giftur tveggja barna faðir í Vesturbænum í Reykjavík. Hann stundar doktorsrannsóknir í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. „Ég ætla að verða Dr. Gummi“ segir hann –sennilega sposkur á svipinn.
Meira

Sverrir skoraði ekki í sigurleik gegn toppliðinu

Það var leikið í 3. deildinni í knattspyrnu á Króknum nú undir kvöld en þá mættu Tindastólsmenn toppliði Augnabliks frá Kópavogi. Stólarnir hafa sýnt góða takta í Fótbolti.net bikarnum en gengið hefur verið upp og ofan í 3. deildinni. Strákarnir gerðu sér hins vegar lítið fyrir í dag og lögðu toppliðið 3-1 og hafa nú unnið tvo strembna leiki í deildinni og hafa nú komið sér nokkuð þægilega fyrir um miðja deild – eru hvorki í topp- né fallbaráttu.
Meira

Gaman að koma heim og spila fyrir fólkið sem hefur haldið með mér frá fyrsta gítargripi

Í júlí var boðið upp á flotta tónleika í Gránu á Sauðárkróki en þá tróðu upp þau GDRN og Reynir Snær gítarséní en hann er Króksari í húð og hár og einn eftirsóttasti gítarleikari landsins síðustu árin. Það virðist í raun vart hægt að halda almennilega tónleika lengur án þess að Reynir Snær sé fenginn til að sjá um gítarleikinn. Feykir tók viðtal.
Meira

Ivan Gavrilovic til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hinn serbneska Ivan Gavrilovic um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili. Kappinn er um 2,05 metrar frá toppi til táar, fæddur 6. mars 1996, og spilaði síðast með Arka Gdynia í Póllandi. Hann hefur komið víða við á ferlinum og auk Póllands þá hefur hann stigið dansinn í Austurríki, Búlgaríu, Litháen, Norður Makedóníu, Serbíu og Slóveníu.
Meira

480 leikir spilaðir á Króksmótinu

Króksmótið í knattspyrnu fer fram nú um helgina á Sauðárkróksvelli en það er fyrir drengi í 6. og 7. flokki. Að þessu sinni taka 96 lið frá tuttugu íþróttafélögum þátt í mótinu og því hátt í 600 sparktæknar sem þeysa um græna grundu í leit að mörkum og sigrum, gleði og góðum tíma.
Meira

Molduxi Trail hlaupið heppnaðist vel þrátt fyrir hryssing

Molduxi Trail víðavangshlaupið var haldið í fyrsta skipti í gær. Hlaupið var úr Litla-skógi á Sauðárkróki og áleiðis upp í Molduxa en hægt var að velja um að hlaupa 20 kílómetra eða tólf. Veðrið lék ekki beinlínis við þátttakendur en það voru heldur minni hlýindi í gær en sumarið hefur að meðaltali boðið upp á og að auki var væta og þoka sem huldi Molduxann.
Meira