Skagafjörður

Værum öruggari utan Schengen | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir.“ Svo segir í grein sem Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn við embætti Ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnborði Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, og Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs hjá embættinu og varamaður hjá stjórnborðinu, rituðu á Vísi nýverið.
Meira

„Vanmetinn titill sem erfitt er að vinna“

Það er stórleikur í Síkinu í kvöld en Tindastólsmenn eygja von um að krækja í deildarmeistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það er því doldið undir og tilefnið kallar á topp frammistöðu. Andstæðingurinn gæti þó varla verið erfiðari; Íslands- og bikarmeistarar Vals sem hafa hitt á toppform á réttum tíma eins og stundum áður. Feykir fékk Benna Gumm, þjálfara Tindastóls, til að svara nokkrum spurningum af þessu tilefni.
Meira

Rebekka Ósk frá Varmahlíðarskóla þótti lesa best

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í bóknámshúsi FNV í gærkvöldi en keppnin hefur verið haldin í 24 ár í Skagafirði. Í frétt á vef Grunnskólans austan Vatna segir að þrettán keppendur frá grunnskólunum þremur; Árskóla, GaV og Varmahlíðarskóla, hafi komið saman og lesið bæði texta og ljóð fyrir áheyrendur og dómnefnd. „Öll stóðu þau sig með einstakri prýði og voru skólum sínum til sóma,“ segir í fréttinni.
Meira

Ný skólanefnd við FNV

Það er líf og fjör í Fjölbraut á Króknum og aldrei hafa fleiri nemendur stundað nám við skólann en í vetur. Nýverið var ný skólanefnd skipuð til fjögurra ára fyrir Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en skipunin gildir frá 24. mars 2025.
Meira

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 kynnt í Miðgarði

Opinn kynningarfundur vegna endurskoðaða aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040 verður haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði miðvikudaginn 2. apríl nk. og stendur frá kl. 16:30-18:30. Þar verður kynning á helstu breytingum í aðalskipulagi og fulltrúar skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafar verða á svæðinu til að svara spurningum.
Meira

Framúrskarandi verkefni 2024

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa ákveðið úthlutun styrkja til framúrskarandi verkefna á árinu 2024. Þrjú verkefni hlutu styrk að þessu sinn en það voru Menningarfélag Húnaþings vestra fyrir stofnun Dansskóla Menningarfélags Húnaþings vestra, Foodsmart fyrir nýja framleiðsluaðferð á sæbjúgu og Jóhann Daði Gíslason fyrir jólatónleikana Jólin heima.
Meira

Allir í Síkið því nú hefst skemmtilegasti tími ársins

„Stemningin er mjög góð og við stelpurnar erum allar spenntar fyrir lokaleiknum í deildinni,“ segir Inga Sólveig Sigurðardóttir, leikmaður Tindastóls, en í kvöld mæta Stólastúlkur liði Stjörnunnar í síðustu umferð Bónus deildar kvenna og hefst leikurinn í Síkinu kl. 19:15 „Þetta er búið að vera krefjandi tímabil og við erum allar búnar að leggja mikið á okkur og bæta okkur þetta tímabil og ég efast ekki um það að sú vinna muni sjást í næstu leikjum hjá okkur.“
Meira

Skagafjarðardeild RKÍ styrkir Hjálparlínuna 1717

Þeir eru ófáir sem hafa fengið hjálp eða stuðning eftir að hafa haft samband við Hjálparsíma Rauða krossins – 1717 – en nú vantar tugi milljóna til að standa undir rekstrinum. Stjórn Skagafjarðardeildar Rauða krossins hefur af þessu tilefnni ákveðið að afhenda Hjálparsímanum 1717 tvær milljónir króna. Fram kemur í tilkynningu frá deildinni að vonast er til að aðrar deildir, félög og fyrirtæki fylgi fordæmi þeirra og styðji við þetta mikilvæga starf.
Meira

Undirbúningur fyrir byggingu menningarhúss þokast nær markinu

Feykir spurðist fyrir um stöðuna á hönnun á langþráðu menningarhúsi sem stefnt er á að rísi við hlið Safnahúss Skagfirðinga við Faxatorg, Það vita flestir að beðið hefur verið lengi eftir að framkvæmdir geti hafist og að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar sveitarstjóri er forvali vegna útboðsins "Menningarhús í Skagafirði - Hönnun nýbyggingar og endurbóta á eldra húsnæði" nú lokið.
Meira

Fésbókarsíðan Skín við sólu fimm ára

Skagfirska fésbókarsamfélagið sem kallast Skín við sólu heldur upp á fimm ára afmælið þessa dagana. Það var snillingurinn Ómar Bragi Stefánsson sem setti síðuna á flot í upphafi Covid-faraldursins í mars 2020 þegar fólk fór vart á fætur nema kyrfilega sprittað, dúðað og með andlitsgrímu og beið síðan óþreyjufullt eftir fréttum frá þríeykinu sem lagði Íslendingum línurnar næstu tvö árin.
Meira