Skagafjörður

Nostalgían virkjuð í Bifröst

Það var vel mætt í Bifröst sl. laugardag þegar átthagatónleikarnir Græni salurinn fór fram en flytjendur eru allir ættaðir eða tengdir Skagafirði á einhvern hátt. Fjölmörg atriði voru á dagskrá og má segja að aðalnúmer kvöldsins hafi verið endurkoma hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Týról sem sannarlega kveikti á öllum nostalgíuelementum flestra áheyrenda.
Meira

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda

Matvælastofnun minnir dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum meðan á flugeldaskotum stendur um áramótin. Slíkar sprengingar kunna að valda dýrunum ofsahræðslu og geta þau valdið slysum á sjálfum sér og öðrum við slíkar aðstæður. Slys má fyrirbyggja með því að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana fyrir gamlárskvöld og þrettándann.
Meira

Bændur fá meira fyrir mjólkina

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs á mjólk og mjólkurafurðum sem nefndin verðleggur. Þann 1. janúar næstkomandi mun lágmarksverð mjólkur til bænda hækka um 2,5%, úr 90,48 kr. í 92,74 kr. og heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur hækka um 2,5%.
Meira

Grænmetisréttir og sælgæti fyrir heimilishundinn

Kristján Birgisson og Angela Berthold voru matgæðingar vikunnar í 48. tbl. 2017. Þau hafa búið í Lækjardal síðan 1996 og finnst frábært að búa í sveitinni þó þau stundi ekki hefðbundinn búskap. Þau vinna bæði á Blönduósi en eiga sína reiðhesta og tvo hunda. „Mig langar að koma með tvær uppskriftir að grænmetisréttum, kannski eru fleiri sem vilja breyta aðeins til eftir hátíðirnar og sleppa kjötinu af og til,“ segir Angela. „Ég borða sjálf mikið af grænmeti en Kristján vill ekkert endilega láta bendla sig við svoleiðis. Fyrsta uppskriftin er af Falafel sem kemur frá Miðausturlöndunum og er borðað sem einskonar skyndifæði þar, sett inn í pítubrauð með salati, tómötum, jógúrt- og tahínsósu.“
Meira

Týról spilar í Bifröst í kvöld

Græni salurinn, hinir árlegu tónleikar skagfirskra tónlistarmanna, verða haldnir í Bifröst á Sauðárkróki í kvöld og hefjast klukkan 21. Meðal hljómsveita sem troða upp er hin goðsagnarkennda hljómsveit Týról sem tryllti lýðinn á sveitaböllum í þá gömlu góðu.
Meira

Flugeldasala björgunarsveitanna á Norðurlandi vestra

Björgunarsveitirnar standa að vanda fyrir flugeldasölu fyrir áramótin og er hún í flestum tilfellum þeirra stærsta fjáröflunarleið. Vafalaust er mörgum í mun að styðja vel við bakið á sveitunum eftir fórnfúst starf þeirra í óveðrinu sem geisaði í fyrr í desember og er öllum í fersku minni. Það má gera með því að kaupa flugelda björgunarsveitanna en einnig er hægt að styrkja sveitirnar með beinum fjárframlögum hafi fólk ekki í hyggju að kaupa flugelda. Flugeldamarkaðirnir hér um slóðir opna flestir í dag og verða þeir opnir sem hér segir:
Meira

Ísak Óli Traustason kjörinn íþróttamaður Skagafjarðar

Frjálsíþróttakappinn Ísak Óli Traustason var útnefndur íþróttamaður Skagafjarðar í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Ljósheimum. Auk þess var hann útnefndur frjálsíþróttamaður Tindastóls við sama tækifæri. Meistaraflokkur kvenna varð lið ársins og Sigurður Arnar Björnsson þjálfari ársins.
Meira

Minningarbikar um Stefán Guðmundsson og Hrafnhildi Stefánsdóttur til Kristu Sólar

Krista Sól Nielsen fékk á dögunum afhentan afreksbikar við athöfn Menningarsjóðs KS í Kjarnanum á Sauðárkróki. Um farandbikar er að ræða til minningar um Stefán Guðmundsson fv., stjórnarformann KS og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur. Krista Sól er knattspyrnukona hjá Tindastóli, fædd árið 2002.
Meira

Tónleikar um áramót með Karlakórnum Heimi

Hinir árlegu áramótatónleikar Karlakórsins Heimis verða venju samkvæmt í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Að þessu sinni fara þeir fram laugardaginn 28. desember og hefjast kl. 20:30 að staðartíma.
Meira

Skráning á Króksamótið í gangi

Þann 11. janúar 2020 verður blásið til körfuboltaveislu á Króknum, Króksamótsins, sem ætluð er körfuboltakrökkum í 1.–6. bekk. Það er Fisk Seafood sem er aðal stuðningsaðili mótsins og er þátttökugjaldið krónur núll – semsagt frítt. Opið er fyrir skráningu til 5. janúar og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst svo það gleymist nú ekki.
Meira