Skagafjörður

Körfuboltaskóli Norðurlands lýkur vetrarstarfinu

Vetrarstarfi Körfuboltaskóla Norðurlands lauk í gær með síðustu æfingu körfuboltaiðkenda á Blönduósi með heimsókn á Krókinn. Hafa þau æft reglulega í vetur en krakkar á Skagaströnd, Hvammstanga og Hólmavík hafa einnig notið leiðsagnar reyndra leikmanna undir forystu Helga Freys Margeirssonar sem kom skólanum á laggirnar. Að sögn Helga var æfingin skemmtilegur lokapunktur á fyrsta heila körfuboltatímabilinu á Blönduósi.
Meira

VALDIS sendir frá sér sitt fyrsta lag

Það verður vart þverfótað fyrir ungum sem öldnum Skagfirðingum sem eru að senda frá sér tónlist þessa dagana. Nú nýverið sendi tónlistarkonan VALDIS frá sér sitt fyrsta lag Hold On To Our Love í samstarfi við upptakarann og lagahöfundinn Anton Ísak Óskarsson sem einnig er þekktur sem Future Lion. Lagið má finna á Spotify.
Meira

Þjófar á ferð á Norðurlandi vestra

Síðastliðna nótt var brotist inn á þremur stöðum á Blönduósi og verðmætum stolið. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra kemur fram að einn aðili hafi verið handtekinn í tengslum við málið og er sá nú í haldi lögreglu. Málið var unnið í góðri samvinnu við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Lögregluna á Norðurlandi eystra.
Meira

Stórleikur framundan hjá Stólastúlkum gegn liði Þórs/KA

Kvennalið Tindastóls er komið á fullt í undirbúningi fyrir keppni í 1. deild kvenna sem ber nú nafnið Lengjudeildin. Stelpurnar léku annan æfingaleik sinn á skömmum tíma í gær og var andstæðingurinn lið Hamranna sem leikur í 2. deildinni í sumar. Annað kvöld, fimmtudaginn 4. júní kl. 19:00, verður síðan fjör á gervigrasinu á Króknum þegar stelpurnar fá Pepsi Max-deldar lið Þórs/KA í heimsókn.
Meira

Íbúðarmat fasteigna hækkar mest í Akrahreppi

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 2,1% frá yfirstandandi ári og verður 9.429 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2021. Þetta mun vera umtalsvert minni hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 6,1% á landinu öllu. Af einstaka bæjarfélögum hækkar heildarfasteignamat mest á Ísafirði eða um 11,2%, um 8,8% í Akrahreppi og 8,5% í Tálknafjarðarhreppi og á Blönduósi.
Meira

Ásókn í auðlindir

Við verðum að búa svo um hnútana að náttúruauðlindir okkar nýtist kynslóðum landsins hverju sinni og að aðgengi að þeim sé tryggt með sjálfbærum nýtingarétti til takmarkaðs tíma í senn.
Meira

Grunnskóli Húnaþings vestra og Varmahlíðarskóli stóðu sig vel í Skólahreysti

Ungmenni á Norðurlandi vestra eru að jafnaði hraust og því kemur það ekki á óvart að tveir skólar af svæðinu hafi staðið sig með prýði í Skólahreysti þetta árið. Grunnskóli Húnaþings vestra varð í 4. sæti og Varmahlíðarskóli lenti í 7. sæti. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 31. maí að viðstöddu margmenni er átta skólar kepptu til úrslita. Lindaskóli úr Kópavogi varði titilinn síðan í fyrra, í öðru sæti varð Heiðarskóli í Reykjanesbæ og Árbæjarskóli í því þriðja.
Meira

Umfangsmiklar aðgerðir til eflingar Skagafirði

Ánægjulegt er að sjá líf Skagfirðinga lifna aftur við eftir samkomubann og hafa eflaust allir fengið að finna fyrir áhrifum Covid á einhvern hátt. Sveitarfélagið Skafafjörður snýr nú vörn í sókn og hefur sveitarfélagið á síðustu vikum unnið að tillögum til viðspyrnu samfélagsins vegna þeirra áhrifa sem Covid veiran hefur haft í för með sér. Um er að ræða umfangsmiklar aðgerðir sem snerta fjölmörg svið samfélagsins og hafa sumar þeirra nú þegar komið til framkvæmda.
Meira

Það er snilld að fá fótboltann aftur

Þá er tuðrusparkið hafið á ný og um næstu helgi verður loks sparkað í bolta í fyrsta alvöru keppnisleik sumarsins hér á Norðurlandi vestra. Þá vill einmitt svo skemmtilega til að liðin tvö af svæðinu mætast í 1. umferð Mjólkurbikarsins á gervigrasinu á Króknum. Við erum semsagt að tala um að lið Tindastóls tekur á móti sameinuðu liði Kormáks/Hvatar sunnudaginn 7. júní kl. 14:00. Af þessu tilefni lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir þjálfara Tindastóls, Englendinginn James McDunough, sem hóf störf á Sauðárkróki fyrir tæpu ári.
Meira

Kynningarfundur um stofnun listasafns á Skagaströnd

Í dag, miðvikudaginn 2. júní kl 18:00, fer fram kynningarfundur um stofnun kvennalistasafns á Skagaströnd. Fundurinn verður haldinn á bókasafninu á 2. hæð í Gamla kaupfélaginu að Einbúastíg 2.
Meira