Skagafjörður

Til hamingju Tindastóll!

Lið Tindastóls lék í dag við Árborg en um var að ræða toppslaginn í 4. deild. Eitt stig dugði til en það fór vel á því að eina mark leiksins gerði þjálfarinn okkar frábæri, Dominick Furness, og það á sjálfri markamínútunni – þeirri 43. Í leikslok lyftu Stólarnir því bikarnum fyrir sigur í 4. deild og fögnuðu innilega með stuðningsmönnum liðstins. Til hamingju Tindastóll!
Meira

Bjart framundan hjá sauðfjárbændum

Næsti bóndi er Birgir Þór Haraldsson sem er fæddur og uppalin á Sauðárkróki og býr með Hörpu Birgisdóttur frá Kornsá og saman eiga þau tvo drengi þá Ágúst Inga og Bjarka Fannar. Í dag eru þau bændur á Kornsá í Vatnsdal og þar eru 600 vetrarfóðraðar ær og 80 hross. Birgir lauk námi í grunndeild húsasmíða við FNV og Búfræðiprófi frá LBHÍ.
Meira

Stórleikir í fótboltanum um helgina

Það er stóleikir fyrir liðin af Norðurlandi vsetra í fótboltanum þessa helgina. Húnvetningar ríða fyrstir á vaðið en þeir halda norður á Húsavík og leika þar við sterkt lið Völsungs. Seinna um daginn taka Tindastólsmenn á móti liði Árborgar á Króknum og á sunnudaginn spila Stólastúlkur fyrsta leik sinn í úrslitakeppni neðri liða Bestu deildarinnar þegar Keflvíkingar mæta til leiks.
Meira

Valdís og JóiPé komin á topp Vinsældalista Rásar2

Fyrr í sumar gáfu Valdís og JóiPé út sumarsmellinn Þagnir hljóma vel. Nú eru auðvitað margir sem gefa út sumarsmelli sem smella svo bara ekki. En þessi smellur stendur undir nafni og er Króksarinn Valdís nú á toppi Vinsældarlista Rásar2, lagið lyfti sér í efsta sætið í vikunni eftir að hafa setið í þriðja sætinu í síðustu viku.
Meira

Tóti túrbó heldur heim í Vesturbæinn

Körfuknatt­leiksmaður­inn Þórir Guðmund­ur Þor­bjarn­ar­son er geng­inn til liðs við upp­eld­is­fé­lagið KR á nýj­an lek en eins og flestir ættu að vita þá lek hann með liði Tindastóls síðasta vetur. Þórir skrif­ar und­ir tveggja ára samn­ing við KR.
Meira

Umferðaróhapp á planinu við Olís í Varmahlíð

Umferðaróhapp varð við Olís í Varmahlíð í dag en bensíndæla og ljósastaur voru keyrðir niður. Í kjölfarið voru bensíndælurnar óvirkar og þurfti að kalla til Brunavarnir Skagafjarðar til að tryggja svæðið og sinna upphreinsun við svæðið þar sem nokkuð var um bensín og olíu.
Meira

Sveitar­­fé­lagið Skagafjörður dæmt fyrir að brjóta á tón­listar­­kennurum

Samvæmt frétt á visir.is  segir að Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt Sveitarfélagið Skagafjörð til að greiða samtals þremur tónlistarkennurum fyrir þann tíma sem þeir vörðu í akstur til að komast á milli starfstöðva innan sveitarfélagsins.
Meira

Innviðaskuld ríkisstjórnarflokkanna

Það er tæplega ofsagt að sumarið sem nú er á enda er það versta til heyskapar og útiveru í manna minnum. Rigningar, rok, kuldi, úrhelli, þoka og súld munu koma upp í hugann um ókomin ár þegar þessa árs verður minnst. Bændur hafa átt í stórkostlegum vandræðum með að komast um tún til heyskapar og víða hefur spretta ekki verið næg vegna of mikillar bleytu í jarðveginum. Þá hafa ekki gefist mörg tækifæri til að njóta útiveru öðruvísi en í regngalla og stígvélum.
Meira

Spennandi málþing í Kakalaskála

Á morgun laugardaginn 31.ágúst er afar spennandi málþing í Kakalaskála, sem staðsettur er á  bænum Kringlumýri í Blönduhlíð Skagafirði. Málþingið hefst klukkan 14 og er öllum opið. 
Meira

Réttalistinn 2024

Með aðstoð frá Bændablaðinu birtum við hjá Feyki réttalistann í Skagafirði og Húnavatnssýslum 2024. Það er bara núna um helgina sem gangnamenn leggja af stað á heiðar og fyrstu réttir um aðra helgi eða 6. september. Við óskum smalamönnum haustsins góðs gengis ósk um sæmilegt veður við smalamennskuna svo ekki sé minnst á góðar heimtur af fjalli. 
Meira