Skagafjörður

Hlaupið til styrktar Einstökum börnum

„Hlaupið tókst vonum framar. Veðrið slapp vel til og mætingin var einstaklega góð. Það er hlaupahópurinn 550 rammvilltar sem stóð fyrir hlaupinu og var að gera þetta í fyrsta skipti, fyrirvarinn var frekar stuttur og eflaust hefði verið hægt að auglýsa hlaupið víðar en miðað við allt og allt þá var þetta virkilega vel heppnað,“ segir Selma Barðdal, einn aðstandenda Styrktarhlaups Einstakra barna, í spjalli við Feyki en hlaupið var á Sauðárkróki 1. maí síðastliðinn.
Meira

Samfylkingin boðar til opinna funda á Norðurlandi vestra :: Heilbrigðismálin í forgrunni og öllum velkomið að taka þátt

Samfylkingin hefur upp á síðkastið boðað til fjölda opinna funda um heilbrigðismál um land allt. Fundirnir eru opnir öllum og liður í nýju og umfangsmiklu málefnastarfi sem Kristrún Frostadóttir formaður flokksins hefur ýtt úr vör. Þrír slíkir fundir um heilbrigðismál verða á Norðurlandi vestra dagana 8. og 9. maí.
Meira

Á svið - Tvær leiksýningar falla niður

Stjórn Leikfélags Sauðárkróks hefur ákveðið að fella niður leiksýningar 9. og 12. maí vegna úrslitarviðureignar Tindastóls og Vals í Subway-deildinni í körfuboltanum. Einungis eru því fjórar sýningar eftir að hinni frábæru leiksýningu Á svið.
Meira

Sauðárkrókur hopphjólavæðist

Hopphjólin, sem allir þekkja, eru loksins komin á Sauðárkrók, síðasta vígi þeirra bæjarkjarna sem telja um og yfir 1000 íbúa. Fyrr í dag var skrifað undir samning milli fyrirtækisins Hopp og sveitarfélagsins Skagafjarðar hvað starfsleyfi varðar og geta því bæjarbúar tekið þessi vinsælu hjól í sína þjónustu nú þegar. „Þetta er grænn lífsstíll og hvetur minni bílnotkun og hentar Sauðárkróki mjög vel þar sem hann teygist í tvær áttir,“ segir Rúnar Þór Brynjarsson, einn úr Hopp-teyminu.
Meira

Umhverfisdagur FISK Seafood er laugardaginn 6. maí

Umhverfisdagur FISK Seafood verður haldinn á morgun, laugardaginn 6. maí, og verða hendur látnar standa fram úr ermum frá klukkan 10 og fram að hádegi en eftir það verður boðið upp á hressingu; fiskisúpu, grillaðar pylsur og fleira í húsnæði Fiskmarkaðar Sauðárkróks. Á netsíðu FISK Seafood segir að umhverfisdagurinn sé samverustund fjölskyldunnar sem hefur það að markmiði að fegra nærumhverfið og um leið að styðja við íþróttafélögin í Skagafirði.
Meira

„Það er vont að vera í óvissu“ segir Unnur Valborg

Það var þungt högg fyrir samfélagið í Húnaþingi vestra þegar riða kom upp á Bergsstöðum í Miðfirði á vordögum og fella þurfti allt fé á bænum. Ekki leið á löngu þar til riða uppgötvaðist á bænum Syðri-Urriðá sem einnig er í Miðfjarðarhólfi og þar þurfti einnig að fella allt fé. Í kjölfarið hafa vaknað miklar umræður um hvað er til ráða gegn riðunni en bændur hafa fengið sig fullsadda á þeim reglum sem fylgt er í dag þar sem allur fjárstofninn er skorinn.
Meira

Kaflaskil hjá Helgu Bjarnadóttur

Það voru sannarlega kaflaskil á dögunum þegar Helga Bjarnadóttir í Varmahlíð kvaddi sér hljóðs á síðustu samkomu félagsstarfs aldraðra á Löngumýri í vetur og tilkynnti þátttakendum að nú léti hún staðar numið eftir 25 ár sem forstöðukona þessa fjölbreytta og vinsæla félagsstarfs.
Meira

Verðlaun fyrir áhugaverðustu nýsköpunina

Á heimasíðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra segir að nú á vorönn 2023 fór skólinn af stað með áfanga sem kenndur er á landsvísu í samstarfi við Unga frumkvöðla. Ungir frumkvöðlar er metnaðarfullt verkefni sem snýst um að nemendur í framhaldsskólum landsins stofni eigið fyrirtæki utan um viðskiptahugmynd og miðar að því að efla skilning þeirra á fyrirtækjarekstri.
Meira

Vertu – Silla og fjölskylda í syngjandi sveiflu – Myndband

Það er kominn fössari, lokahelgi Sæluviku og framundan stórleikur í úrslitarimmu Tindastóls og Vals. Þá er tilvalið að koma einni skagfirskri sveiflu í loftið með snillingunum á Öldustígnum, Sigurlaugu Vordísi, Sigfúsi Arnari, Emelíönu Lillý og Eysteini Ívari, sem fluttu m.a. lagið Vertu á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2023.
Meira

Konni aðstoðarþjálfari hjá Donna og Stólastúlkum

Konráð Freyr Sigurðsson, Konni, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Fram kemur í frétt á síðu Tindastóls að Konni hefur verið í kringum liðið í nokkur ár og var í þjálfarateyminu þegar liðið spilaði síðast í efstu deild. Konni er mjög reynslumikill sem leikmaður og hefur fengið góða reynslu sem þjálfari.
Meira