Skagafjörður

Sveit GSS sigraði 3. deildina eftir æsilega keppni

Íslandsmót golfklúbba 2025 í 3. deild karla fór fram á Hlíðarendavelli hjá Golfklúbbi Skagafjarðar dagana 15.-17. ágúst. Alls voru átta klúbbar sem tóku þátt en eftir æsispennandi úrslitaleik milli liða Golfklúbbs Skagafjarðar og Golfklúbbs Húsavíkur, þar sem úrslit réðust í bráðabana, þá höfðu Skagfirðingarnir betur og fara upp um deild, spila í 2. deild að ári.
Meira

Allt að falla í ljúfa löð í Hegranesi

Nú síðustu misserin hefur verið tekist á um afdrif félagsheimila í Skagafirði en hugmyndir voru um að selja þrjú þeirra. Sölu á Ljósheimum var slegið á frest en til stóð að selja félagsheimilið í Hegranesi og Skagasel á Skaga. Íbúar í Hegranesi voru afar ósáttir við þessa fyrirætlun og nú, eftir töluverð átök um fyrirhugaða sölu, hefur verið ákveðið að ganga til samninga við íbúasamtökin. Hins vegar verður leitast eftir því að selja Skagasel.
Meira

Dómarar júní og júlímánaðar verðlaunaðir

Í júníbyrjun sagði Feykir frá því að Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls hafi verðlaunað Svetislav Milosevic fyrir það að vera leikjahæsti dómari maímánaðar en nú er komið að því að tilkynna þá dómara sem voru leikjahæstir í júní og júlí. Það eru þeir Baldur Elí Ólason og Styrmir Snær Rúnarsson sem náðu þeim flotta árangri enda voru þeir einstaklega duglegir á línunni í sumar en einnig flautaði Styrmir leik hjá 4. flokki. Strákarnir eru báðir leikmenn Tindastóls í 3. flokki og fengu þeir gjafabréf á N1 í verðlaun fyrir dugnaðinn. Feykir lagði fyrir þá nokkrar spurningar. 
Meira

Eldislaxar skjóta víða upp kollinum

Fréttir af strokulöxum úr eldiskvíum hafa verið fyrirferðarmiklar síðustu daga og hafa veiðifélög brugðist á ýmsan hátt við. Í Miðfjarðará var settur mikill grjótgarður en grjótið var fengið láni hjá Vegagerðinni. Vegagerðar menn sögðust ekki hafa vitað til hvers átti að nota grjótið. Strangt til tekið eru allar meiriháttar aðgerðir við ár og vötn háðar leyfi Fiskistofu. Forsvarsmenn veiðifélagsins segja að um neyðaraðgerð hafi verið að ræða og vona því að Fiskistofa sjái í gegnum fingur við þá. Það á eftir að koma í ljós.
Meira

809 nemendur skráðir til leiks í FNV

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var settur í morgun í 47. skipti. Heimavistin var opnuð nemendum nú á sunnudag og í gær hófust nýnemadagar. Skólasetning var kl. 8 og í framhaldi af því var opnað fyrir stundatöflur. Þau tímamót urðu að þriðji skólameistarinn í sögu FNV (áður FáS) setti skólann en Selma Barðdal tók í byrjun mánaðarins við af Ingileif Oddsdóttur sem skólameistari. Selma segir skólaárið leggjast afar vel í sig. „Ég er að taka við góðu búi og hlakka mikið til þess að kynnast öllu því góða fólki sem starfar við skólann sem og nemendum skólans.“
Meira

Smáframleiðendur á Starrastöðum

Þann 24. ágúst opna Starrastaðir í Skagafirði býli sitt fyrir gestum í tilefni af Beint frá býli deginum, sem er nú haldinn þriðja árið í röð.
Meira

Jóna – atkvæði og ambögur

Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Jóna - atkvæði og ambögur eftir Jón Ingvar Jónsson í samantekt og ritstjórn Símonar Jóns Jóhannssonar. Jón Ingvar var fæddur á Akureyri árið 1957 og ólst þar upp en lést langt fyrir aldur fram árið 2022. Hann var sonur Jóns Hafsteins Jónssonar stærðfræðikennari og Soffíu Guðmundsdóttur tónlistarkennari. Jón Ingvar hóf sína skólagöngu á Akureyri fimm ára gamall en veturinn 1965 – 1966 bjó hann hjá föðurbróður sínum Ingvari Gýgjari og Sigþrúði konu hans á Gýgjarhóli í Skagafirði og gekk þar í barnaskóla.
Meira

Körfuknattleikslið Tindastóls á leið til Evrópu

Þátttaka Tindastóls í Evrópukeppni, ENBL, verður nú alltaf raunverulegri og raunverulegri. Dagur Þór Baldvinsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar fór til Riga í Lettlandi um helgina á tæknifund keppninnar. Á tæknifundinum var farið yfir ýmis praktísk atriði keppninnar auk þess sem hann hitti fulltrúa andstæðinga okkar og gat byrjað að undirbúa ferðalögin.
Meira

„Þar sem ég er örvhent var kúnst að kenna mér“

Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir býr í Vatnsdalshólum í Húnabyggð og þar fæddist hún en hefur búið á Vatnsnesi, Hvammstanga og Hvolsvelli, flutti svo aftur heim árið 2016. Dóra eins og hún er yfirleitt kölluð er ekkja og á þrjú börn og eitt barnabarn. Dóra rekur gallerý og vinnustofu á bænum sínum þar sem hún selur list sína og handverk eins og handmáluð kerti, málverk og kort. Dóra er einnig með leiðsögugöngur á landareign sinni. Nýjasta nýtt er ,,Myrkurgæði" þar sem fer saman að horfa á himininn og hlusta á sögur.
Meira

Gyros og nachos í Air fryer | Matgæðingur Feykis

Skagfirðingurinn Bergrún Sóla Áskelsdóttir er matgæðingur vikunnar í tbl. 16 en hún er búsett í Kópavogi og er í sambúð með Sigvalda Helga Gunnarssyni frá Löngumýri. Bergrún starfar á ferðaskrifstofu en Sigvaldi vinnur í Tækniskólanum og þess á milli hafa þau mjög gaman af tónlist og ferðalögum. Þau hafa ferðast töluvert og vita fátt skemmtilegra en að smakka framandi mat í nýjum löndum.
Meira