Skagafjörður

Malbikað í Túnahverfinu á Króknum

Sumarið er skollið á landsmönnum og sumrinu fylgja jafnan framkvæmdir sem ekki er gott að inna af hendi á öðrum árstímum. Eins og til dæmis malbikun og á vef Skagafjarðar er tilkynnt um að næstu daga verði malbikunarframkvæmdir á Túngötu á Sauðárkróki en það er gatan sem liggur í gegnum Túnahverfið.
Meira

Miðasala á LEIKINN verður í Tindastólssjoppunni í kvöld

Það er óhætt að fullyrða að það er gígantísk eftirvænting fyrir úrslitaleik Tindastóls og Stjörnunnar sem verður í Síkinu á Króknum annað kvöld en miðaeftirspurn hefur náð nýjum og óþekktum hæðum. Þetta er í fyrsta sinn sem oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í Síkinu og spennan er áþreifanleg. Á síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls á Facebook kemur fram að almenn miðasala verður í Tindastólsísjoppunni í íþróttahusinu í kvöld, þriðjudag og hefst kl. 19:00. Hver aðili getur keypt að hámarki tvo miða.
Meira

Elvar Logi og Alli 5 ára !

Elvar Logi og Alli 5 ára, er heiti viðburðar sem blaðamaður rakst á á Facebook og gæti allt eins verið boð í afmæli hjá litlum fimm ára snáðum en svo er ekki. Þetta eru þeir Alli sóknarnefndarformaður Blönduóskirkju og Elvar Logi tónlistarkennari og hestamaður með meiru sem ætla að halda saman tónleika í Blöndóskirkju klukkan 17:00 á morgun, miðvikudag 21. maí, tónleikana halda þeir með Eyþóri organista kirkjunnar.
Meira

Hversu lítill fiskur yrðum við? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig virkar einfaldlega kerfið innan sambandsins og hefur gert í vaxandi mæli til þessa. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægi Íslands allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni.
Meira

Hitabylgja og heiðskýr himinn yljar landsmönnum

Það hefur verið einmunatíð upp á síðkastið og aldrei þessu vant hafa allir landsmenn geta glaðst saman því góðviðrið hefur ekki skilið neinn útundan í þetta skiptið. Hlýjast var fyrir austan en þar var slegið hitamet í maí, ábyrgur mælir sýndi 26,8 gráðu hita nú fyrir helgi og sennilega hafa aðrir mælar sýnt miklu meiri hita.
Meira

Nostalgíuferð Herramanna yfirstaðin

Hljómsveitin Herramenn hélt aftur til fortíðar nú um helgina og bauð þeim sem vildu spóla til baka til eitís eina kvöldstund að koma með sér og fagna 37 árum í bransanum. Þeir Stjáni Gísla, Svabbi, Árni Þór, Birkir og Kalli Jóns höfðu víst engu gleymt og ekki að heyra annað en að þeir væru enn að spila hverja helgi. Í það minnsta segja upplýsingar Feykis að drengirnir hafi verið þéttir og engin feilnóta slegin.
Meira

Reiðsýning nemenda á Hólum laugardaginn 24. maí

Brautskráningarnemar til BS-prófs í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum munu ljúka námi sínu við skólann með glæsilegri reiðsýningu á aðalreiðvelli skólans laugardaginn 24. maí næstkomandi „Í augum flestra sem til þekkja markar reiðsýningin lokapunktinn í námi við hestafræðideild og stundin, þegar væntanlegir reiðkennarar klæðast bláa jakkanum í lok sýningar, er fyrir mörgum jafngildi brautskráningar,“ segir í frétt á vef Hóla.
Meira

Sundlaugin í Varmahlíð lokuð vegna viðhalds

Frá og með deginum í dag 19. maí verður sundlaugin í Varmahlíð lokuð vegna viðhaldsvinnu.
Meira

Oddaleikur í Síkinu á miðvikudaginn

Fjórði leikur Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígiu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta fór fram í kvöld í Garðabænum. Stólarnir fengu fljúgandi start en aðalmálið er víst að enda vel og það voru heimamenn í Stjörnunni sem voru sterkari á lokakaflanum og tryggðu sér þannig einn leik til. Það er því ljóst að Íslandsmeistarabikarinn fer á loft í Síkinu en aðeins spurning hvort liðið fær að taka við honum. Lokatölur í leiknum voru 91-86.
Meira

Hvíti riddarinn mátaði Stólana

Það var mikill markaleikur þegar Stólarnir heimsóttu Hvíta riddarann í Malbikunarstöðina að Varmá í gær í þriðju umferð 3. deildar. Það var þó verra að það voru heimamenn sem gerðu fleiri mörk en lið Tindastóls og 5-3 sigurinn var Mosfellinga. Fyrir leikinn voru þetta tvö efstu lið deildarinnar en Hvíti riddarinn trónir nú á toppnum en Stólarnir duttu niður í þriðja sætið.
Meira