Til hamingju Tindastóll!
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
31.08.2024
kl. 19.06
Lið Tindastóls lék í dag við Árborg en um var að ræða toppslaginn í 4. deild. Eitt stig dugði til en það fór vel á því að eina mark leiksins gerði þjálfarinn okkar frábæri, Dominick Furness, og það á sjálfri markamínútunni – þeirri 43. Í leikslok lyftu Stólarnir því bikarnum fyrir sigur í 4. deild og fögnuðu innilega með stuðningsmönnum liðstins. Til hamingju Tindastóll!
Meira