Skagafjörður

Gleðilegt sumar

„Það er komið sumar...“ sungu Mannakorn um árið og það á við í dag. Í það minnsta er sumardagurinn fyrsti í dag og þó það sé kannski ekki sami stemmari fyrir þessum degi á þessari öld og var á þeirri síðustu þá fylgir deginum oftar en ekki bjartsýni og ylur í hjarta – já, eiginlega sama hvernig viðrar.
Meira

Giggó-appið snýst um að bjarga sér | Spjallað við Kjartan Hall

Í janúar rak blaðamaður augun í nýtt app sem kallast Giggó sem er sett fram af Alfreð. Þar sem það var gamalkunnur Skagfirðingur út að austan, lista- og íslenskumaðurinn Kjartan Hallur frá Melstað í Óslandshlíðinni, sem kynnti þetta á Facebook, var að sjálfsögðu tilvalið að senda á hann nokkrar spurningar. Kjartan Hallur er í Alfreðs teyminu og segir starf sitt hjá Alfreð fyrst og fremst vera að ritstýra, semja texta og samræma skilaboð fyrir appið, heimasíðu og þjónustuvefi Alfreðs. „Og núna hefur Giggó-appið bæst við á verkefnalistann. Þar undir er heimasíða, bloggskrif og vinna í markaðssetningu á þessu nýja verkfæri fyrir íslenska gigg-hagkerfið,“ segir hann.
Meira

Rabb-a-babb 224: Atli Freyr

Atli Freyr Rafnsson frá Króknum fékk það verðuga verkefni að svara Rabb-a-babbi í Feyki og var það frekar strembin fæðing en útkoman svona ljómandi góð. Atli Freyr er fæddur árið 1997 eða um það leyti sem Tiger Woods vann sitt fyrsta Master mót og fyrsti þáttur af South Park fór í loftið.
Meira

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga

Í Húnaþingi vestra hefur sumardagurinn fyrsti verið haldinn hátíðlegur allt frá árinu 1957 og í ár verður engin breyting á því þegar félag eldri borgara í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00.
Meira

Sóldísir í Gránu

Kvennakórinn Sóldís heldur lokatónleika söngársins í Gránu á Sauðárkróki í kvöld, miðvikudaginn 24.apríl, svo nú er síðasti séns að hlusta á kórinn flytja lög Magnúsar Eiríkssonar.
Meira

Jón Oddur sigraði A-deild á lokamóti Kaffi Króks mótaraðarinnar

Lokamótið í Kaffi Króks mótaröðinni í pílu þetta vorið fór fram í gærkvöldi. Átján kempur mættu til leiks hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar að þessu sinni og var keppt í þremur deildum. Sigurvegari í A deild var Jón Oddur Hjálmtýsson en í B deild var það Brynjar Snær Halldórsson sem sigraði. í C deildinni var það síðan Heiðar Örn Stefánsson sem stóð uppi sem sigurvegari.
Meira

Karlakórinn Lóuþrælar syngja inn vorið

Karlakórinn Lóuþrælar syngja inn vorið í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, miðvikudaginn 24. apríl, og hefjast tónleikarnir kl. 20.00.
Meira

Vortónleikar Skagfirska Kammerkórsins

Í aðdraganda Sæluviku þegar vorið fer að koma halda kórar gjarnan tónleika og deila með áheyrendum uppskeru vetrarstarfsins. Skagfirski Kammerkórinn er engin undantekning á því. Árlega heldur kórinn tónleika á Sumardaginn fyrsta. Sumar er í sveitum er yfirskrift tónleikannan en kórinn syngur undir stjórn Rannvá Olsen.
Meira

„Við eigum frábæran efnivið í okkar hópi“

Hafnfirðingar höfðu betur gegn liði Tindastóls á gervigrasinu á Króknum í gær í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var ágætlega spilaður af beggja hálfu en lið Tindastóls sýndi ágæta takta og gerði eiginlega allt nema að koma boltanum í mark FH. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Donna þjálfara þegar púlsinn var að komast í jafnvægi.
Meira

Ekkert heitt vatn á Hvammstanga nk. laugardag

Á vef Húnaþings vestra er sagt frá því að vegna bilunar í dreifikerfi hitaveitunnar á Hvammstanga verður lokað fyrir heita vatnið á Hvammstanga laugardaginn 27. apríl frá klukkan 08:00 – 18:00.
Meira