Skagafjörður

Yfir tuttugu verkefni hlutu styrk úr Menningarsjóði KS

Þann 29. maí sl. kom saman stjórn Menningarsjóðs KS þar sem megin markmiðið var að úthluta úr sjóðnum. Þau verkefni sem voru valin voru flest skagfirsk en húnvetnsk voru þar einnig á meðal. Má segja að þetta sé eins konar viðurkenning fyrir það að gera lífið skemmtilegra og litríkara. Menningarsjóðurinn hefur í gegnum tíðina verið með tvær úthlutanir á ári, annars vegar að vori og hins vegar um jól og var 21 verkefni úthlutað styrk í þetta skiptið. Í stjórn sjóðsins sitja Bjarni Maronsson, formaður, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Einar Gíslason, Efemía Björnsdóttir og Inga Valdís Tómasdóttir.
Meira

Hjólið góða hefur verið formlega afhent

Nú í hádeginu afhenti Ásta Ólöf Jónsdóttir fötluðum í Skagafirði forláta hjól með hjólastólarampi við athöfn sem fram fór við húsakynni Iðju-hæfingar á Sauðárkróki og í kjölfarið var hjólið vígt. Það var þann 14. febrúar á þessu ári sem Ásta Ólö, áhugamaður um velferð fatlaðra, sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis að hún væri búin að hrinda af stað söfnun fyrir hjóli með hjólastólarampi. Hjólið sem varð fyrir valinu er þannig búið að hægt er að festa hjólastól framan á það og hjóla svo með viðkomandi um allar trissur.
Meira

Stefanía, Amelía og Súsanna kepptu á Meistaramóti Íslands 15-22 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára fór fram helgina 21. – 23. júní á Selfossi. Tindastóll átti þrjá keppendur á mótinu sem kepptu undir merkjum UMSS og stóðu sig með sóma.
Meira

Vasaúri og úrfesti stolið frá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ

Í tilkynningu á Facebooksíðu Byggðasafnsins segir að mannskepnan getur verið ólíkindatól. Starfsfólk safnsins hefur af og til orðið vart við að munir hverfi úr sýningu, að þeir séu teknir ófrjálsri hendi. Á undanförnum árum hafa m.a. horfið reiðsokkar (háleistar) og tóbaksponta, svo eitthvað sé nefnt. Steininn tók þó úr á dögunum þegar vasaúri með úrfesti var stolið úr lokuðu sýningarborði, sem fram að þessu hefur þótt tryggur geymslustaður, en til að stela slíkum grip þarf einbeittan brotavilja.
Meira

Ferðamenn út um allar koppagrundir

Sumarið minnti á sig um liðna helgi en íbúum og gestum á Norðurlandi vestra var boðið upp á hlýindi og hæga sunnangolu. Umferð ferðalanga er nú komin á fullt á svæðinu en þegar blaðamaður átti leið um Skagann sl. sunnudag voru sjó bílar í Kálfshamarsvík og mest megnis erlendir túristar á vappi með myndavélar á lofti. Við Ketubjörg hafa verið gerð bílastæði og þau nýtti fólk sér í sumarblíðunni.
Meira

Rabarbarahátíðin komin til að vera

Laugardaginn 29. júní fór fram Rabarbarahátíð í Húnabyggð, nánar tiltekið í gamla bænum á Blönduósi. Var þetta í fyrsta skiptið sem þessi hátíð er haldin en aðalmarkmið hátíðarinnar var tvíþætt; annars vegar að vekja fólk til umhugsunar um rabarbara og nýtingu hans og hins vegar að vekja athygli á svæðinu sem er falin perla. Þar sem hátíðin var einkaframtak grasrótarhóps sem hefur tröllatrú á tröllasúrunni tryggu gáfu allir vinnuna sína og ýmiss fyrirtæki og einstaklingar styrktu hátíðina með einum eða öðrum hætti. 
Meira

Sérstakt ár sem lengi verður í minnum haft – því miður – í Fljótum

Sagt var frá því í Feyki í gær að sláttur hefði hafist um síðustu helgi í Skagafirði. Það gildir að sjálfsögðu ekki um Fljótin frekar en vant er enda eru þau annáluð snjóakista og gróður tekur oftar en ekki seinna við sér þar en annars staðar í Skagafirði. Ekki bætir úr skák núna að vatnsstaða Miklavatns er býsna há þessa dagana vegna vatnavaxta. Halldór Gunnar Hálfdansson, bóndi á Molastöðum, segir að auk þess virðist sem fyrirstaða sé á ósavæði Miklavatns. „Tún og engjar eru víða komnar á kaf en vatnshæðin hefur sjaldan verið jafn há og hún er þessa dagana,“ segir hann.
Meira

Stólastúlkur óheppnar að taka ekki stig af toppliðinu

Tindastóll mætti toppliði Breiðabliks á Króknum í kvöld. Oftar en ekki hafa þessir leikir gegn Blikum reynst erfiðir enda Kópavogsliðið skipað toppleikmönnum í öllum stöðum í gegnum árin og lið Tindastóls fengið lítið að sjá af boltanum. Blikar byrjuðu leikinn frábærlega og fyrstu tíu mínúturnar höfðu örugglega margir stuðningsmenn áhyggjur af því hversu stór skellurinn yrði. Þá gerðist það sem aldrei hefur gerst áður í leikjum liðanna – Stólastúlkur tóku stjórnina og mega vera drullusvekktar að hafa ekki í það minnsta krækt í stig. Lokatölur svekkjandi 0-1 tap en heimaliðið má sannarlega leggjast stolt á koddann í kvöld.
Meira

Brauðtertusnillingar Norðurlands vestra athugið

Þar sem að ég veit að margir snillingar í brauðtertugerð leynast á Norðurlandi vestra er tilvalið að vekja athygli á þessari keppni. Því brauðtertunni verður fagnað sem aldrei fyrr í sumar þegar Íslandsmótið í brauðtertugerð fer fram. Ætlar þú ekki að vera með?
Meira

Von á Azamara Quest í heimsókn

Fyrsta skemmtiferðaskipið þetta sumarið kemur til Sauðárkróks fimmtudaginn 4. júlí. Alls eru komur skemmtiferðaskipa til Sauðárkróks átta talsins í sumar og þar af þrjár með viðkomu í Drangey. Veðurguðirnir virðast ætla að spila með í þessari Íslandsupplifun ferðalanganna og stefna á að bjóða upp á alíslenskt sumarveður; vægan hita, alskýjað og ferska norðanátt.
Meira