Skagafjörður

Drungilas semur til þriggja ára

Adomas Drungilas, hefur framlengt samning sinn við Körfuknattleiksdeild Tindastóls til næstu þriggja ára. Drungilas hefur spilað með Tindastól frá hausti 2022
Meira

Dómari maímánaðar hjá Tindastól

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls tók þá ákvörðun fyrir sumarið að verðlauna þá einstaklinga sem eru duglegir að taka að sér að dæma á heimaleikjum Tindastóls í yngri flokka starfinu. Í verðlaun fyrir að vera leikjahæsti dómari í maí er gjafabréf frá Kaffi Krók og var Svetislav Milosevic (Milos) með flest dæmda leiki eða sjö talsins, vel gert.
Meira

Öflugt barnastarf í Pílunni

Það er rekið öflugt barnastarf hjá PKS. Á föstudaginn var haldinn síðasti viðburður vetrarins hjá krökkunum. Á facebook síðu Pílukastsfélagsins skrifar Júlíus Helgi Bjarnason:
Meira

Fer rentan í rétt hérað ? Gunnlaugur Sighvatsson skrifar

Nú fyrir helgi skrifaði Arna Lára Jónsdóttir þingmaður grein undir yfirskriftinni “Auðlindarentan heim í hérað”. Þar fer hún m.a. yfir stefnu og væntanlegar aðgerðir ríkisstjórnar varðandi auðlindagjöld og að þau renni að hluta til nærsamfélagsins. Ég vil þakka Örnu Láru fyrir þessi skrif og þó sérstaklega fyrir að nota ekki orðið leiðréttingu um veiðigjöldin.
Meira

Fullt hús af tapleikjum í dag

Það var mánudagur til mæðu hjá knattspyrnufólki á Norðurlandi vestra í dag. Öll meistaraflokksliðin á svæðinu létu til sín taka og öll máttu þau lúta í gras. Við höfum áður minnst á hrakfarir Stólastúlkna í Mjólkurbikarnum en síðan máttu Húnvetningar þola tap í Hafnarfirði og Stólarnir glopruðu sínum leik úr höndunum einum fleiri á Grenivík.
Meira

ÍBV henti Stólastúlkum úr bikarnum á sannfærandi hátt

Það var stórleikur á Sauðárkróksvelli í dag þegar Tindastóll fékk lið ÍBV í heimsókn í átta liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna. Því miður áttu heimastúlkur engan stórleik og máttu sætta sig við 1-3 tap gegn Lengjudeildar-liði Vestmannaeyinga. Það má segja að lukkudísirnar hafi verið með þeim í liði en Stólastúlkur áttu sennilega sinn slakasta leik á tímabilinu og það á degi þar sem liðið hefði getað tryggt sér sæti í undanúrslitum bikarsins í fyrsta skipti í sögunni.
Meira

Smjörkjúllinn hans Einars | Matgæðingur Feykis

Matgæðingurinn í tbl 5 á þessu ár var Einar Helgi Guðlaugsson en hann er fæddur og uppalinn á Króknum. Foreldrar hans eru Bryndís Aðalsteinsdóttir og Guðlaugur Elinn Einarsson og áttu þau heima í Furuhlíðinni lengi vel. Kærasta Einars er Rósbjörg Jenný Magnúsdóttir sem er Siglfirðingur og eru foreldrar hennar Hrönn Fanndal og Magnús Stefán Jónasson og ólst hún upp á Hvanneyrabrautinni.
Meira

FNV er fjölbreyttur og vinalegur skóli

Kristján Bjarni hefur verið áfangastjóri við FNV um árabil en nú lætur hann af störfum þar en fer ekki langt, bara rétt norður yfir Sauðána og tekur við starfi skólastjóra Árskóla. Þar tekur hann við af Óskari G. Björnssyni sem hefur stýrt þeim skóla síðan Gagnfræðaskóli og Barnaskóli Sauðárkróks voru sameinaðir skömmu fyrir aldamót. En hvað ætli Kristjáni hafi þótt skemmtilegast við að starfa við FNV?
Meira

Þögn og Nóa kropp í skál er best með bóklestri

Hrund Malín Þorgeirsdóttir býr á Krithóli í Skagafirði, gift þriggja barna móðir, kennari í Varmahlíðarskóla og bóndi. Hrund hefur haft í nægu að snúast, sauðburður á fullu og skólaárinu að ljúka með tilheyrandi pappírsvinnu og húllumhæi eins og hún orðar það sjálf. Hún gaf sér þó tíma til að svara Bókhaldi Feykis þessa vikuna.
Meira

Haustið 1994 afar eftirminnilegt

Rétt eins og skólameistarinn þá lætur aðstoðarskólameistarinn, Þorkell V. Þotsteinsson, af störfum að loknu skólaárinu. Keli starfaði sem skólameistari í vetur þar sem Ingileif var í leyfi. Hann hóf störf við skólann haustið 1980 eða ári eftir að Fjölbraut á Króknum hóf kennslu og kenndi þá ensku. Það verða því viðbrigði þegar starfsmenn skólans mæta til vinnu í haust og enginn Keli til staðar.
Meira