Skagafjörður

Yndisleg kvöldstund á Löngumýri

Það voru fallegir tónar já eða hljómar sem komu frá Löngumýri sl.þriðjudagskvöld þegar tríóið Hljómbrá stóð fyrir vægast sagt notalegri kvöldstund. Tríóið Hljómbrá er skipað þeim Guðrúnu Helgu í Miðhúsum, Kolbrúnu Erlu á Úlfsstöðum og Írisi Olgu í Flatatungu og Rögnvaldur Valbergsson sér um undirleik.
Meira

Nýtt listaverk á Skagaströnd

Feykir sagði frá því um miðjan febrúar að nokkur ný ruslatunnulistaverk hafi bæst í safnið á Skagaströnd en þá var búið að mála á þrjár nýja tunnur, hver öðrum glæsilegri. Listamaðurinn sem á heiðurinn af tunnumálverkunum er Gígja Heiðrún Óskarsdóttir og nú er hún aftur á ferðinni því á dögunum bættist við ein ný tunna eftir Gígju.
Meira

Alls 184 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í marsmánuði

Nú er Lögreglan á Norðurlandi vestra búin að senda frá sér uppgjör frá marsmánuði og segir á heimasíðunni þeirra að málafjöldinn hafi verið áþekkur fyrri mánuðum ársins, en 566 mál eru skráð til úrvinnslu hjá embættinu. Umferðin var fyrirferðamikil og flest verkefni lögreglunnar í mánuðinum tengd umferðamálum.
Meira

Opið fyrir umsóknir í tvo sjóði hjá UMFÍ

Á vef UMFÍ segir að búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ og Umhverfissjóð UMFÍ. Sjóðirnir gagnast afar vel þeim sem leita eftir stuðningi við félags- og íþróttastarf og umhverfisverkefni. Rétt til umsóknar úr sjóðunum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.
Meira

Domi ráðinn þjálfari yngri flokka hjá Hvöt

Stjórn knattspyrnudeildar Hvatar hefur ráðið Juan Carlos Dominguez Requena (Domi) í starf þjálfara yngri flokka hjá deildinni frá og með 1. apríl 2025. Dom kemur til deildarinnar frá Tindastól þar sem hann hefur þjálfað yngri flokka undanfarin ár.
Meira

Stólarnir tóku fyrsta sigurinn í einvíginu gegn Keflvíkingum

Það reyndist raunin, líkt og Feykir hafði bent á í morgun, að Keflvíkingar voru sýnd veiði en ekki gefin. Þeir mættu brattir til leiks í Síkinu í kvöld í fyrstu rimmu deildarmeistara Tindastóls og Suðurnesjapiltanna í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla. Eftir sveiflukenndan leik þá var það loks í blálokin sem Stólarnir tryggðu sér sigurinn eftir að gestirnir höfðu leitt með fjórum stigum í hálfleik. Lokatölu 94-87 og næst liggur leiðin í Keflavíkina.
Meira

Úrslitakeppnin hjá strákunum hefst í Síkinu í kvöld

Meira

Það fer hlýnandi þrátt fyrir hvíta jörð í morgun

Það slyddar eða snjóar hér á Norðurlandi vestra fyrri part dags og jörð víðast hvar hvít þegar íbúar opnuðu augun í morgunsárið. Snjóþekja er víða á vegum, skyggni sums staðar ekki gott og því æskilegt að fara að öllu með gát. Unnið er að mokstri á Öxnadalsheiði en færð er fín í Vestur-Húnavatnssýslu þó reikna megi með hálfkublettum. Það dregur úr úrkomunni þegar líður að hádegi.
Meira

Ljóðasöngur í Árskóla

Á heimasíðu Árskóla segir af því að Alfreð Guðmundsson, kennari við skólann, hafi gefið út skemmtilega ljóðabók, Dýrin á Fróni, með vísum sem hann orti um íslensku dýrin. Síðastliðinn mánudag mættu hjónin Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari, sem skipa tvíeykið Dúó Atlantico, í Árskóla og fluttu ljóðin fyrir nemendur mið- og yngsta stigs.
Meira

Fáliðaðar Stólastúlkur áttu ekki roð í Íslandsmeistarana

Úrslitakeppnin í Bónus deild kvenna hófst í gærkvöldi og lið Tindastóls sótti þá Íslandsmeistara Keflavíkur heim. Israel og Hlynur mættu með aðeins átta stúlkur til leiks en meðal annars vantaði bæði Ilze og Rannveigu í hópinn en þær voru veikar. Heimaliðið byrjaði vel og hleypti gestunum í raun aldrei inn í leikinn. Staðan í hálfleik var 46-33 en lokatölur 91-62.
Meira