Skagafjörður

Kynningarfundur um stofnun listasafns á Skagaströnd

Í dag, miðvikudaginn 2. júní kl 18:00, fer fram kynningarfundur um stofnun kvennalistasafns á Skagaströnd. Fundurinn verður haldinn á bókasafninu á 2. hæð í Gamla kaupfélaginu að Einbúastíg 2.
Meira

Vilja ráða ungt fólk í sumarbúðirnar í Háholti

Í Háholti í Skagafirði er nú unnið að því hörðum höndum að koma húsnæðinu í stand sem fyrst þar sem ætlunin er að starfrækja sumarbúðir fyrir ungmenni með ADHD og eða einhverfu eins og Feykir greindi frá í síðustu viku. Þar sem stefnt er að því að fyrstu gestirnir komi um miðjan mánuðinn er leitað að áhugasömu starfsfólki. Feykir hafði samband við Margréti Völu Marteinsdóttur, forstöðukonu Reykjadal, sem rekið hefur sumar- og helgardvalarstað fyrir börn og ungmenni með fötlun, og forvitnaðist um þá starfsemi sem fyrirhuguð er í Háholti.
Meira

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður haldinn fimmtudaginn 18. júní í Húsi frítímans og hefst klukkan 20:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.
Meira

Landinn lifnar við

Hvítasunnuhelgin er jafnan ein mesta ferðahelgi sumarsins og það er ekki annað að sjá en landinn hafi verið á faraldsfæti þessa hvítasunnuna. Nú um sexleytið í kvöld höfðu ríflega 2000 bílar farið yfir Öxnadalsheiði og um 2500 yfir Holtavörðuheiði frá miðnætti. Eftir afar rólega tíð frá því um miðjan mars sökum COVID-19 virðist sem ferðasumar Íslendingsins sé komið í gang.
Meira

Japanskur kjúklingaréttur og skyrterta

„Hér kemur uppáhalds maturinn á Hlíðarbraut 3 á Blönduósi. Við erum svolítið fyrir það að hafa hlutina einfalda og fljótlega í eldhúsinu en það kemur annað slagið fyrir að við græjum eitthvað gúrme og flókið,“ sögðu matgæðingarnir Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard sem voru matgæðingar 23. tölublaðs Feykis árið 2018 .
Meira

Þrjár alíslenskar til liðs við Stólastúlkur

Feykir sagði í gær frá því að Stólastúlkur hefðu unnið glæsilegan sigur á liði Stjörnunnar í fyrsta æfingaleik sumarsins. Fjórar stúlkur þreyttu þar frumraun sína með liði Tindastóls og þar á meðal var markvörðurinn Amber Michel. Hinar þrjár eru alíslenskar en það eru þær Aldís María Jóhannesdóttir, Rósa Dís Stefánsdóttir og loks Hallgerður Kristjánsdóttir. Feykir bað Jón Stefán Jónsson, annan þjálfara Tindastóls, að segja lesendum aðeins frá þeim þremur.
Meira

Íslenska gæðingakeppnin – þróunin áfram :: Kristinn Hugason skrifar

Kæru lesendur, nú verður haldið áfram þar sem frá var horfið varðandi tilurð og þróun íslensku gæðingakeppninnar. Eins og áður er fram komið er talið að fyrsta keppnin hafi farið fram árið 1944, þær hafi svo nokkuð fest í sessi. Á fyrsta landsmótinu 1950 fór gæðingakeppni fram, þar var byggt á gömlu aðferðinni við að dæma kynbótahross með dómnefndarfyrirkomulagi og ekki stuðst við eiginlegan dómkvarða en í kynbótadómunum á mótinu var tekinn upp glænýr tölulegur dómkvarði.
Meira

Gleðilega hvítasunnu

Hvítasunnudagur (áður fyrr stundum nefndur hvítdrottinsdagur, píkisdagur eða pikkisdagur) er hátíð í kirkjuári kristinnar kirkju. Hann er 49. dagurinn eftir páskadag og tíundi dagurinn eftir uppstigningardag. Á WikiPedia stendur að forngrískt heiti hans sé πεντηκοστή [ἡμέρα] (pentekostē [hēmera]) sem merkir fimmtugasti (dagur). Dagsins er minnst sem þess dags þegar heilagur andi kom yfir lærisveinana og aðra fylgjendur Jesú eins og lýst er í Postulasögunni.
Meira

Sumaræfingar í körfubolta

Þá er sumarið loksins smollið á að einhverju viti og þá þarf meðal annars að hafa ofan af fyrir börnum og unglingum. Körfuknattleiksdeild Tindastóls stendur fyrir sumaræfingum í körfubolta á fjögurra vikna tímabili, frá 15. júní til 9. júlí, en það er Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, sem er umsjónarmaður námskeiðanna.
Meira

KK restaurant hlaut Icelandic Lamb Award of Excellence viðurkenningu

Veitingastaðurinn KK restaurant (Kaffi Krókur) á Sauðárkróki fékk Icelandic Lamb Award of Excellence viðurkenningu sl. fimmtudag við hátíðlega athöfn, en það er markaðsstofan Icelandic Lamb sem Dómnefnd þótti það ánægjulegt að heiðra þetta metnaðarfulla veitingahús í miðju héraði lambakjötsframleiðslu á Íslandi og var því sérstaklega fagnað að hráefnin séu sótt heim í hérað og notkun upprunamerkinga á matseðli metnaðarfull.
Meira