Skagafjörður

Rjómalagað pasta og ólífubrauð | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 32 í fyrra voru Kristjana Sigríður Pálsdóttir og Óskar Ingi Magnússon. Kristjana og Óskar eiga þrjú börn; Nadíu Lind 12 ára, Rúrik Dalmann 8 ára og Bríeti Völu 2 árs. Kristjana er fædd og uppalin í Reykjavík og Óskar er úr Hegranesinu en þau eru búsett á Króknum. Kristjana vinnur í FNV en Óskar vinnur hjá Vörumiðlun á Króknum. „Við erum miklir matgæðingar og elskum að prufa eitthvað nýtt," segir Kristjana.
Meira

Dregið í VÍS-bikarnum í gær

Dregið var í 8-liða úrslitum í VÍS-bikarnum í gær og leikið verður dagana 18.-20. janúar 2025. Stólastúlkur fengu verðugan andstæðing þegar þær voru dregnar á móti Njarðvík en þær sitja í dag í 3. sæti í Bónus-deildinni með sjö sigra og þrjú töp á meðan Stólastúlkur sitja í því 5. með sex sigra og fjögur töp eftir tíu umferðir. Þessi lið mætast næst í Bónus-deildinni þann 4. janúar í Síkinu og svo í VÍS-bikarnum í IceMar-höllinni þann 18. eða 19. janúar. Þetta ættu því að verða æsispennandi leikir ef allir haldast heilir því þegar þessi lið mættust þann 15. okt. sl. sigruðu Stólastúlkur með minnsta mögulega mun, 76-77. 
Meira

11 dagar til jóla og hvaða dagur er í dag?

Það eru aðeins 11 dagar til jóla og já það er kominn föstudagur mér til mikillar gleði.... eða kannski ekki! Í dag er nefnilega föstudagurinn 13. sem á það til að koma upp einu sinni til þrisvar á ári. Talan 13 er fyrir suma óhappatala og þá sérstaklega ef þessi mánaðardagur ber upp á föstudegi. Þessi hjátrú er meðal útbreiddustu hjátrúa í heimi og kallast paraskevidekatriaphobia og er tengd óttanum við töluna þrettán eða triskaidekaphobia og setti sálfræðingurinn Donald Dossey þetta hugtak fram. Ég mæli því með að vera róleg/ur í dag og ekki fara að hendast upp í stiga (gætir dottið) eða baka (gætir brennt þig)... við skulum bara reyna að njóta samverunnar með fólkinu okkar í rólegheitum:) Getum bara verið dugleg um helgina, er það ekki annars?
Meira

Ekki léttvæg ákvörðun að bíða með uppbyggingu nýs leikskóla

Ákvörðun sveitarstjórnar Húnabyggðar um að bíða með uppbyggingu nýs leikskóla var ekki léttvæg og var hún tekin í ljósi þess að sveitarfélagið hefur ekki fjárhagslega burði til að fjármagna verkefnið, sem hefði krafist lántöku upp á 536 milljónir. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar frá fundi hennar í gær. Fræðslunefnd Húnabyggðar hafði áður lýst yfir vonbrigðum með ákvörðunina og sagt að mikil vinna hafi verið lögð í undirbúning, þarfagreiningu og útboð, segir á huni.is
Meira

Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu

Laugardaginn 14. desember kl. 15:00 verður hinn hefðbundni Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu.
Meira

Árlegir jólatónleikar Skagfirska kammerkórsins

Skagfirski kammerkórinn býður til jólatónleika í Hóladómkirkju sunnudagskvöldið 15.desember kl.20:00 og Blönduóskirkju þriðjudaginn 17.desember einnig klukkan 20:00. Kammerkórinn heldur árlega jólatónleika.
Meira

Leikdagur í Síkinu í kvöld og hvað gerum við þá?

Jú við förum í rétta dressið - peppum okkur upp og mætum í Síkið. Meistaraflokkur karla tekur á móti Njarðvík og byrjar leikurinn á slaginu 19:15. Ef þú átt ekkert til að fara í þá verður Tindastólsbúðin opin og nú með keppnistreyjur til sölu svo verða að sjálfsögðu hamborgarar á grillinu frá kl. 18:30.
Meira

Dagatöl Pilsaþyts komin í sölu

Pilsaþytur í Skagafirði bjóða nú til sölu borðdagatöl til fjáröflunar fyrir starfssemi sína. Dagatölin prýða myndir af ýmiss konar þjóðbúningum við leik og störf ásamt myndum af Skagfirskum kirkjum. Þetta er sjötta árið sem dagatal Pilsaþyts kemur út. Dagatölin eru eins og áður u.þ.b. 10x20 sm á stærð og fara vel á skrifborði auk þess að vera upplögð í jólapakkann.
Meira

Tilfinningar frá myrkri til ljóss

Dagana 25. nóvember til 1. desember komu ungmenni frá sveitum Toskana á Ítalíu, Pyhtää í Finnlandi og Húnaþingi vestra á Íslandi saman til þátttöku í Miðnæturljósi, Erasmus+ verkefni, sem miðar að því að hvetja til sköpunar og sjálfstjáningar. Íslenski hluti verkefnisins var skipulagður í samstarfi við Húnaklúbbinn, sem er félag ungs fólks í Húnaþingi vestra, og Félagsmiðstöðina Órion.
Meira

Árlegir jólatónleikar Lóuþræla í kvöld í Félagsheimilinu á Hvammstanga

Karlakórinn Lóuþrælar býður á jólatónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, fimmtudaginn 12. desember, kl. 20:00. Tónleikarnir eru orðnir fastur liður í aðventunni og hafa þeir haldið jólatónleika í hátt í tuttugu ár. Kórinn syngur fyrst og fremst jólalög og er frítt inn á tónleikana. Landsbankinn býður upp á kakó og smákökur. Starf kórsins er styrkt af Uppbyggingarsjóði SSNV. En tónleikarnir sjálfir í boði Landsbankans og Húnaþings vestra. Feykir spjallaði við Júlíus Guðna formann Lóuþrælanna um sönginn og kórstarfið.
Meira