Skagafjörður

Allt á kafi í Tindastól!

Það kyngdi niður hvítagullinu á skíðasvæði Tindastóls í Tindastólnum í lok síðustu viku og útlit fyrir ævintýradaga nú um páskahelgina fyrir þá sem vilja renna sér á skíðum eða brettum í bestu brekkunni. Að sögn Sigurðar Haukssonar svæðisstjóra þá verður efri lyftan að öllum líkindum opnuð á morgun, miðvikudag, ef veður leyfir en opnunartímar á svæðinu þessa vikuna og um helgina eru frá kl. 11-16.
Meira

Stólastúlkur mæta liði ÍR fyrir sunnan

Í kvöld mætir 1. deildar lið Tindastóls í kvennakörfunni liði ÍR í næst síðasta leik sínum í deildarkeppninni. Liðin mætast í Skógarseli sunnan heiða og hefst leikurinn kl. 18:00. Síðasta umferðin verður síðan spiluð 2. apríl en þá kemur Keflavík b í heimsókn í Síkið.
Meira

Að gefnu tilefni – tekið undir réttmæta ádeilu

Sá ágæti maður Steinar Skarphéðinsson fer nokkrum vel völdum orðum um hækkun fasteignagjalda á Sauðárkróki í aðsendri grein í 8. tbl. Feykis nú nýverið. Ég vil í öllu taka undir málflutning hans, því nýlegar hækkanir fasteignagjalda á Skagaströnd eru að mínu mati hreint og beint óásættanlegar sem slíkar.
Meira

Birgitta, Elísa og Laufey semja við Tindastól

Nú síðustu vikurnar hefur knattspyrnudeild Tindastóls verið með samningspennann á lofti og stutt er síðan þrjár stúlkur skrifuðu undir samning og munu sýna leikni sína í Bestu deild kvenna með liði Tindastóls í sumar. Þetta eru þær stöllur frá Skagaströnd, Birgitta Rún og Elísa Bríet sem eru bráðefnilegar og svo Króksarinn Laufey Harpa sem komin er í hóp reynslubolta. Þetta verða teljast hinar bestu fréttir.
Meira

Nemendur kynna hugmyndir sínar

Þann 26. febrúar kynntum við nemendur í 5-7.bekk í Varmahlíðaskóla hugmyndir okkar um hvernig við viljum hafa skólalóðina. Við buðum foreldrum okkar, skólaliðun- um í skólanum vegna þess að þeir þekkja skólalóðina svo vel, og síðast en ekki síst, sveitarstjóranum í Skagafirði, Sigfúsi Inga.
Meira

Félagsmenn Verslunarmannafélags Skagafjarðar samþykktu nýjan kjarasamning

Þó alþjóðlegi vöffludagurinn sé í dag þá er þegar um hálfur mánuður síðan vöffluilminn lagði yfir landið í kjölfar þess að skrifað var undir kjarasamninga. Síðustu daga hafa félagsmenn stéttarfélaganna kosið um samningana og á heimasíðu Verslunarmannafélags Skagafjarðar er sagt frá því að atkvæðagreiðslu þar lauk 21. mars sl. og var samningur Landssambands íslenskra verslunarmanna samþykktur með 85% atkvæða.
Meira

Leikflokkur Húnaþings vestra framúrskarandi á sviði menningar 2023

Á vef Húnaþing segir að leikflokkur Húnaþings vestra hefur fengið viðurkenningu SSNV fyrir framúrskarandi verkefni á sviði menningar fyrir söngleikinn Himinn og jörð.
Meira

Óskað eftir tilboðum í leikskólabyggingu í Varmahlíð

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar nú eftir tilboðum í uppsteypu og utanhúss frágang við nýjan leikskóla í Varmahlíð sem á að rísa sunnan við Varmahlíðarskóla. Í verkinu felst að steypa upp, einangra og klæða utan bygginguna sem er um 555 m2 að stærð. Húsi skal skilað lokuðu, fulleinangruðu og tilbúnu til innanhússfrágangs, eigi síðar en 15. desember 2024 en heildarverklok eru áætluð þann 1. apríl 2025.
Meira

Fögnum alþjóðlega vöffludeginum í dag, 25. mars

Áskorun til allra í tilefni dagsins! Skelltu í vöfflur því það er alþjóðlegi vöffludagurinn í dag. Ekki flækja hlutina og náðu þér í Vilko þurrefnablöndu og dassaðu smá vatn við. Ef þú vilt setja í þína eigin uppskrift þá er ég með eina góða...
Meira

Veturinn mun enda þegar vorið flæðir inn um gluggana

Það var talsverður veðurhvellur sem íbúar á Norðvesturhorninu máttu þola undir lok vikunnar með tilheyrandi ófærð og veseni. Dagurinn í dag var hins vegar hinn fallegasti þó kalt væri og næstu daga verður boðið upp á meiri kulda og norðanátt en allt útlit er þó fyrir skaplegt veður að öðru leiti.
Meira