Skagafjörður

Króksmót ÓB um helgina

Sumarmót knattspyrnudeildar Tindastóls eru tvö á ári: 6. flokkur stúlkna keppir helgina 21. – 22. júní 2025 en 6.-7. flokkur drengja 9.-10. ágúst 2025. Núna um helgina eru það sem sagt stelpurnar sem spreyta sig í boltanum. Spilaður er 5 manna bolti og er hver leikur 2x8 mínútur. Fyrstu leikir hefjast kl. 9:00 á laugardegi og er áætlað að síðustu leikjum ljúki fyrir kl. 15:00 á sunnudegi. Um 300 leikir verða spilaðir á þessum tíma þannig nóg verður um að vera.
Meira

Sjónhorn og Feykir koma út í dag

Feykir og Sjónhorn fara í dreifingu í dag, fimmtudaginn 19. júní, en þjóðhátíðardagurinn setti strik í reikninginn varðandi prentun og dreifingu og blöðin því að berast í hús degi síðar en vanalega. Sjónhornið var reyndar komið á netið í gær en rafræn útgáfa Feykis varð aðgengileg nú í morgun.
Meira

Frelsið til þess að ráða eigin málum | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fjölmörg dæmi eru um það í sögu Íslands síðustu hundrað árin hvernig fullveldið, frelsið til þess að ráða eigin málum, hefur skipt sköpum fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Bæði stór og smá. Landhelgisdeilurnar á síðari hluta 20. aldarinnar eru þar eðlilega áberandi. Efnahagslögsagan hefði ekki ítrekað verið færð út þar til hún náði að lokum 200 mílum ef valdið til þess hefði ekki verið innanlands. Án frumkvæðis íslenzkra ráðamanna hefði efnahagslögsagan seint verið færð út.
Meira

Fornbílaeigendur í messu á Flugumýri 17. júní

Það hefur um árabil verið siður fornbílaunnenda í Skagafirði að mæta á fákum sínum í messu í Blönduhlíðina á 17. júní. Stundum hefur þessi messa verið á Miklabæ, líka á Silfrastöðum en í ár var messað á Flugumýri. Forvígismenn þessa uppátækis eru Agnar á Miklabæ og Jón í Miðhúsum.
Meira

Rúnar Birgir á EuroBasket í haust

Nei, Varmhlíðingurinn geðþekki, Rúnar Birgir Gíslason, hefur ekki verið valinn til þátttöku á EuroBasket með íslenska landsliðinu í körfubolta í haust. En sannarlega verður kappinn þar því þau ánægjulegu tíðindi bárust KKÍ nú fyrir skömmu að honum hefur verið raðað sem eftirlitsmanni á EuroBasket karla í haust. „Það verða því ekki bara strákarnir okkar sem taka þátt í mótinu fyrir Íslands hönd í Póllandi heldur verður okkar fulltrúi í einu hinna landanna sem eru gestgjafar í mótinu,“ segir í frétt á vef KKÍ.
Meira

Þrjár Tindastólsstúlkur í U19 landsliðshópnum

Nú styttist í EM kvenna sem fram fer í Sviss. Ísland er að sjálfsögðu með lið á EM og það er Glódís Perla Viggósdóttir, sem rekur ættir sínar til Skagastrandar, sem er fyrirliði Íslands. Í síðustu viku tilkynnti síðan Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, val sitt á landsliðshópi fyrir tvo æfingaleiki nú í lok mánaðarins. Þar á lið Tindastóls þrjá fulltrúa.
Meira

Fjármagn tryggt til að hefjast handa við verknámshús

Eins og fram hefur komið hefur verið til samningur í rúmlega ár milli ríkis og sveitarfélaga um viðbyggingu við verknámshús FNV. og þriggja annarra verkmenntaskóla. Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra höfðu skuldbundið sig til að standa við sinn hluta fjármögnunnar eða 40% heildarkostnaðar og gert ráð fyrir því í sínum fjárhagáætlunum fyrir árið 2025.
Meira

Það þarf að mæta nemendum þar sem þeirra hæfileikar og áhugi eru

Það eru mikil tímamót í skólastarfi á Sauðárkróki nú í sumar. Í síðasta Feyki var rætt við skólameistara, aðstoðarskólameistara og annan áfangastjóra Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem nú láta af störfum og eiga að baki samtals ríflega 100 ára starfsævi. Þá var skólastjóri Árskóla, Óskar G. Björnsson, kvaddur af samstarfsfólki og nemendum við skólaslit á dögunum en Óskar hefur verið skólastjóri Árskóla alla tíð síðan Gagnfræðaskóli og Barnaskóli Sauðárkróks voru sameinaðir undir einn hatt árið 1998. Já, 27 farsæl ár að baki sem skólastjóri hjá þessum öðlingi. Það var því ekki annað hægt en að leggja nokkrar spurningar fyrir Óskar.
Meira

Kaflaskipt í Kaplakrika

Kvennlaið Tindastóls hélt suður í Hafnarfjörðinn síðastliðinn mánudag en þar beið svarthvítt lið Fimleikafélags Hafnarfjarðar eftir þeim. FH-liðið hefur verið flott í sumar og náð í marga sterka sigra og eru fyrir vikið í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Leikurinn reyndist kaflaskiptur því gestirnir bitu vel frá sér í fyrri hálfleik en sá síðari var því miður eign FH frá upphafi til enda. Lokatölur 5-1.
Meira

Önnur tilraun til að halda kynbótasýningu á Hólum

Vorin eru uppskerutími hrossabænda en þá mæta þeir með merar sínar og stóðhesta á kynbótasýningar. Þar eru hrossin vegin og mæld og riðið fyrir dómnefnd skipaða þremur sérfræðingum.
Meira