Skagafjörður

Smábátasjómenn óttast um afkomu sína

Tímabundið ákvæði um bann við veiðar með dragnót, sem komið var á á árunum 2010 til 2013, féllu úr gildi á nokkrum svæðum fyrir Norðvesturlandi frá 1. nóvember sl. Megin rökin fyrir banninu voru þau að friða innri hluta flóa og fjarða fyrir veiðum með dragnót og auka friðun grunnslóðar fyrir dregnum veiðarfærum og jafnframt mæta kröfum heimaaðila um verndun lífríkisins og skipulag hafsvæða. Dragnótabátum er því heimilt að veiða á ný, án landfræðilegra takmarkana, á Hrútafirði, Miðfirði, Húnafirði og Skagafirði.
Meira

Ráðstefna um menntun í fiskeldisiðnaði á Íslandi í Háskólanum að Hólum í Hjaltadal

Háskólinn á Hólum í Hjaltadal heldur ráðstefnu um menntun í fiskeldi á Íslandi föstudaginn 10. nóvember. Fiskeldi er vaxandi iðnaður á Íslandi og þörfin fyrir starfsfólk, með menntun á hinum ýmsu sviðum, svo sem í verk-, tækni- og líffræðigreinum, eykst stöðugt. Á ráðstefnunni verður kynnt staða og vænt framtíð fiskeldisiðnaðarins á Íslandi, þörfin fyrir starfsfólk og fjallað um hvernig hægt er að gera fiskeldisiðnaðinn að aðlaðandi starfsvettvangi fyrir nemendur.
Meira

Allt vitlaust að gera í dekkjaskiptunum

Mikið hefur verið að gera á dekkjaverkstæðum landsins undanfarið enda sá tími ársins að vetrardekkin ættu að vera komin undir alla bíla. Veturinn hefur minnt á sig og hálka víða á vegum landsins. Hjá Hjólbarðaþjónustu Óskars, sem staðsett er á Sauðárkróki, var mikið um að vera í morgun er blaðamaður leit við og hver bíllinn af öðrum afgreiddur af fagmennsku.
Meira

Viðurkenning fyrirmyndarverkefna

Skagfirðingurinn Gísli Felix Ragnarsson var á meðal þriggja nýútskrifaðra tómstunda- og félagsmálafræðinga sem hlutu viðurkenningu frá formönnum Félags fagfólks í frítímaþjónustu (FFF) og Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa (FÍÆT) fyrir lokaverkefni sín til BA-prófs í tómstunda- og félagsmálafræði árið 2017.
Meira

Kæru vinir, ættingjar og stuðningsfólk

Það var á haustmánuðum sem að við í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps ákváðum að taka þátt í keppninni Kórar Íslands sem að haldin er á Stöð 2 eins og kunnugt er. Við vorum ekki of bjartsýnir í fyrstu með að við næðum að safna liði í þetta verkefni en það leystist og það vel. Við tóku strangar æfingar og svo undankeppnin 8. október sl.
Meira

Reynir Snær með tónlistarverðlaun í Texas

Skagfirðingurinn Reynir Snær Magnússon hlaut, ásamt félögum sínum í hljómsveit Rúnars Eff, tvenn tónlistarverðlaun í Texas. Auk þeirra tveggja fyrrnefndra eru þeir Valgarður Óli Ómarsson, Hallgrímur Jónas Ómarsson og Stefán Gunnarsson í bandinu. Hafa þeir ferðast um Tennesse og Texas, þar sem þeir stoppuðu í Nashville, Memphis, Austin, Houston og Jefferson.
Meira

Stólarnir drógust gegn ÍR í Maltbikarnum

Dregið var í átta liða úrslit Maltbikarsins í höfuðstöðvum KKÍ í hádeginu í dag. Lið Tindastóls var að sjálfsögðu í hattinum eftir glæsilegan sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í gær. Líkt og í fyrri umferðum dróst lið Tindastóls gegn úrvalsdeildarliði en Stólarnir mæta ÍR-ingum og verður spilað í Síkinu annað hvort 10. eða 11. desember.
Meira

Námskeið og kynning á vegum SSNV

Þessa dagana stendur SSNV fyrir kynningu á rafrænni umsóknargátt fyrir Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra ásamt námskeiði í umsóknargerð í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Námskeiðin verða á þremur stöðum á svæðinu og verður það fyrsta haldið í dag á Sauððárkróki. Námskeiðin verða sem hér segir:
Meira

Krækjur unnu alla sína leiki

Um helgina fór fram fyrsta umferðin í deildakeppni Íslandsmótsins í blaki á Siglufirði og í Kórnum í Kópavogi. Krækjurnar á Sauðárkróki gerðu góða ferð til Siglufjarðar, kepptu í 3. deildinni og unnu alla sína leiki
Meira

Stutt gaman Skagfirðinga í Útsvari

Það hryggir Feyki að þurfa að greina frá því að þátttaka liðs Skagafjarðar í Útsvari Sjónvarpsins reyndist frekar endaslepp þennan veturinn. Andstæðingarnir sem skipuðu lið Vestmannaeyja reyndust þegar upp var staðið hafa fengið fleiri stig í keppni sveitarfélaganna síðatliðið föstudagskvöld og sigruðu raunar af nokkru öryggi. Lokatölur voru 56-28 fyrir Eyjamenn.
Meira