Skagafjörður

Kjúklingur í pestó og heitur grænmetisréttur

Í 12. tölublaði Feykis árið 2015 áttu matgæðingarnir Ingibjörg Jónsdóttir og Guðjón Þórarinn Loftsson á Syðsta Ósi í Miðfirði uppskriftir að kjúklingi í pestó og heitum grænmetisrétti. „Fyrir valinu varð kjúklingaréttur sem Ingibjörg fékk á veitingastað í Húnaþingi fyrir nokkrum árum og hefur eldað hann reglulega síðan. Að auki heitur grænmetisréttur sem er kjörið að hafa með. Í hann er ekkert heilagt en það sem við gefum upp er þá hráefni sem við oftast notum," segja þau.
Meira

Tæpar 7 milljónir í skagfirsk fornminjaverkefni

Úthlutað hefur verið úr fornminjasjóði fyrir árið 2017. Alls bárust 50 umsóknir en veittir verða styrkir til 24 verkefna að þessu sinni. Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga fékk úthlutað tveimur styrkjum samtals 5,5 milljónum. Þá fékk Antikva ehf. 1.200.000 krónum til rannsókna á bátasaumi frá Kolkuósi.
Meira

Ráðherra veldur vonbrigðum

Skyldur og ábyrgð velferðarráðuneytisins um forvarnir fellur undir ábyrgðasvið heilbrigðisráðherra og hann sem slíkur ber ábyrgð á forvörnum og lýðheilsu samkvæmt forsetaúrskurði. Með lýðheilsu er átt við aðgerðir hins opinbera og annarra sem miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga, þjóðfélagshópa og þjóðarinnar í heild. Unnið er að þessu með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu og markmiðið er að efla og bæta lýðheilsu.
Meira

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gegn áfengisfrumvarpi

Á fundi byggðarráðs í gærmorgun var lagt fram bréf frá Ungmennasambandi Skagafjarðar þar sem stjórn þess skorar á sveitarfélagið að fara að dæmi nokkurra annarra bæjar- og sveitarfélaga og mótmæla opinberlega frumvarpi sem er til umræðu á Alþingi um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak og leggjast gegn því.
Meira

Skákþing Norðlendinga á Kaffi Krók um helgina

Skákþing Norðlendinga verður háð á Kaffi Krók um helgina og hefst kl. 20:00 í kvöld. Fjörið byrjar á atskák en tefldar verða fjórar umferðir með 25 mínútna umhugsunartíma. Í 5. umferð, sem hefst kl. 11 á morgun laugardag, verða tímamörkin hins vegar 90 mínútur + 30 sek. á leik.
Meira

Spyr ráðherra hver staða Alexandersflugvallar á Sauðárkróki sé

Bjarni Jónsson varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hefur sent fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um Alexandersflugvöll á Sauðárkróki. Hann segir í samtali við Feyki hafa áhyggjur af framtíð vallarins og notkun hans. M.a. hafi það gerst að keyra hafi þurft sjúklinga til Akureyrar til að koma í sjúkraflug. Það sé ekki boðlegt með flugvöll á svæðinu.
Meira

Helgargóðgætið - Góðir gersnúðar

Ég sá um daginn uppskrift af gersnúðum með yfirskriftinni "Geggjaðir heimabakaðir snúðar – miklu betri en þessir úr bakaríinu" og ég á stundum erfitt með mig þegar svona stórar staðhæfingar eru settar fram, þá var ég ekki lengi að setja í þessa uppskrift. Góðir eru þeir en ég er ekki sammála að þeir séu betri en þessir úr bakaríinu því ég er mikill aðdáandi snúðanna frá Sauðárkróksbakaríi. En fyrir þá sem vilja mjúka heimabakaða kanilsnúða þá er þessi uppskrift alveg tilvalin.
Meira

Ófært um Öxnadalsheiði

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er nú ófært á Öxnadalsheiði og hefur veginum verið lokað vegna óveðurs. Á flestum aðalleiðum í Húnavatnssýslum er hált en hálkublettir á vegum í Skagafirði. Fylgjast má með færð á vegum á vef Vegagerrðarinnar, vegagerdin.is.
Meira

Frí sætaferð í Keflavík

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ákveðið að bjóða til sætaferðar til Keflavíkur í dag en þar mun Tindastóll heyja mikilvægan leik gegn heimamönnum í úrslitakeppni Dominosdeildar í körfuboltanum. Farið verður frá Íþróttahúsinu á Sauðárkróki kl. 12:30. Það er upp á líf eða dauða að tefla hjá Stólunum því þeir verða að vinna þá tvo leiki sem eftir eru við Keflavík til að komast áfram í keppninni. Þeir sýndu það svo sannarlega í síðasta leik að þeir eru til alls líklegir.
Meira

Benedikt búálfur í Bifröst

10. bekkur Árskóla setur upp leikverkið Benedikt búálfur um þessar mundir í Bifröst. Efni leikritsins er flestum kunnugt enda hefur leikritið og bækurnar notið mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni í gegnum árin. Segir frá Dídí mannabarni sem finnur búálf heima hjá sér og ævintýrum sem þau lenda í.
Meira