Skagafjörður

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls í dag

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls verður haldinn í dag 6. febrúar kl. 17:30 á skrifstofu Tindastóls að Víðigrund 5 á Sauðárkróki. Ljóst er að nýr formaður verður yfir deildinni eftir fundinn þar sem Ómar Bragi Stefánsson, gefur ekki kost á áframhaldandi setu á formannsstóli.
Meira

Skagfirska Mótaröðin 2017

Skagfirska mótaröðin í hestaíþróttum fer senn af stað en fyrsta mót vetrarins verður haldið þann 15. febrúar í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki. Keppt verður þá í léttum fjórgangi & léttu tölti fyrir börn, unglinga & ungmenni.
Meira

Þóranna Ósk sigraði í hástökki og setti héraðsmet

Frjálsíþróttakeppni WOW Reykjavik International Games 2017 fór fram í Laugardalshöllinni sl. laugardaginn 4. febrúar. Um var að ræða boðsmót, þar sem fremsta frjálsíþróttafólki Íslands var boðið til keppni, auk valinna erlendra keppenda. Skagfirðingarnir Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir og Ísak Óli Traustason voru meðal keppanda.
Meira

Níundi tími leikskólanna í Skagafirði lægstur

Öll stærstu sveitarfélög landsins nema Mosfellsbær hafa hækkað leikskólagjaldskrár sínar frá því í upphafi árs 2017 að því er fram kemur í nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Mesta hækkunin er í Reykjavík, sem rekja má til ríflega fjórðungs hækkunar á fæðisgjaldi. Gjald fyrir átta tíma leikskólavistun með fæði er lægst á Seltjarnarnesi og í Reykjavík en hæst í Vestmannaeyjum og Garðabæ.
Meira

VR nýr viðskiptavinur Fjölnets

VR samdi nýverið við Fjölnet um hýsingu á afritunarlausnum félagsins. VR var stofnað 1891 af launþegum og atvinnurekendum í verslunarstétt sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og varð hreint launþegafélag 28. febrúar 1955. Nafni félagsins var breytt í VR á aðalfundi 26. apríl 2006
Meira

Fríða Eyjólfsdóttir nýr blaðamaður Feykis

Búið er að ráða Fríðu Eyjólfsdóttur í stöðu blaðamanns Feykis sem auglýst var laust til umsóknar fyrir skömmu. Alls sóttu níu manns um stöðuna, þrír karlmenn og sex konur.
Meira

Mamma mia í Varmahlíðarskóla

„Þetta var bara eins og á Stuðmannaballi í gamla daga“ heyrðist einn ánægður áhorfandinn segja í troðfullum Miðgarði nú fyrir skömmu þegar eldri bekkir Varmahlíðarskóla héldu sína árlegu árshátíð.
Meira

Frábær liðssigur Tindastólsmanna

Tindastóll og Keflavík mættust í hörkuleik í Síkinu í gærkvöldi. Það var skarð fyrir skildi að í lið Stólanna vantaði Chris Caird, sem á í hnémeiðslum, og óttuðust sumir stuðningsmanna liðsins hið versta, enda spilamennskan ekki verið upp á það besta í janúar. Lið Tindastóls spilaði hins vegar hörku vörn allan leikinn og uppskar á endanum sanngjarnan sigur. Lokatölur 86-77.
Meira

Hildur Magnúsdóttir frumkvöðull mánaðarins

Atvinnumál kvenna og Svanni-lánatryggingasjóður hefur útnefnt Hildi Magnúsdóttur, frumkvöðul og stofnanda Pure Natura á Sauðárkróki, frumkvöðul febrúarmánaðar. Pure Natura var stofnað í september 2015 og framleiðir vítamín og fæðubótarefni úr innmat og kirtlum úr íslensku sauðfé í bland við villtar íslenskar jurtir.
Meira

Hafnaði í 4.-5. sæti í forkeppni Landskeppni framhaldsskólanna í líffræði

Alls tóku 180 nemendur þátt í keppninni og fimmtán stigahæstu keppendurnir komast áfram í úrslitakeppni. Fulltrúi FNV í keppninni var Mikael Snær Gíslason. Hann hafnaði í 4.-5. sæti og kemst þar með áfram í úrslitakeppnina. Frá þessu er sagt á vef FNV.
Meira