Skagafjörður

Ökumenn eins og beljur að vori!

Óhætt er að segja að vegfarendur á Norðurlandi vestra hafi sprett úr spori um helgina en á Facebooksíðu lögreglunnar segir að þeir hafi hagað sér líkt og beljur að vori. Þannig höfðu 30 ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur seinni part föstudags og í gær hafði á þriðja tug ökumanna fengið að líta stöðvunarljósin.
Meira

Tapaðir vettlingar

Þessir vettlingar urðu viðskila við eiganda sinn á Sauðárkróki fyrir u.þ.b. sex vikum og er þeirra sárt saknað. Ef einhver veit hvar þeir eru niðurkomnir er hann vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 868-0157 þar sem heitið er fundarlaunum.
Meira

Breyta þarf aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Hefja þarf vinnu við breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 m.a. að fella út urðunarsvæði og vinna breytingar vegna legu Sauðárkrókslínu frá Varmahlíð til Sauðárkróks. Einnig þarf að vinna að framlengingu á frestaðri landnotkun virkjunarkosta og taka inn í skipulagsvinnuna ákvörðun um legu byggðarlínunnar um Skagafjörð.
Meira

Parmaskinkusalat og grillaðir þorskhnakkar

„Uppskriftirnar eru hugdettur og samtíningur úr ísskápnum eftir matarlöngun hverju sinni og eru gerðar eftir tilfinningu og smekk, oftast erum við frekar kærulaus í eldhúsinu og sullum bara einhverju saman sem okkur finnst gott og langar í, það þarf ekki alltaf uppskriftir. Þær tilraunir hafa oftar en ekki tekist og þessar hafa staðið upp úr,“ segja Arnrún Bára Finnsdóttir og Kristján Ásgeirsson Blöndal frá Blönduósi sem voru matgæðingar vikunnar í 10. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

Þriðjudagstungl annað hvort góð eða vond

Þriðjudaginn 7. mars 2017 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Hófst hann kl. 14:00 og stóð yfir í 25 mínútur. Fundarmenn voru alls 14 talsins. Klúbbfélagar fóru yfir veðurspá febrúarmánaðar og var almenn ánægja með hvernig sú spá gekk eftir og segja má að veðurbreytingar sem ráð var fyrir gert hafi staðist nánast upp á klukkutíma.
Meira

Auglýst eftir skagfirskum dægurlögum

Skagfirðingafélagið í Reykjavík efnir til dægurlagasamkeppni í tilefni af stórafmæli þess en 80 ár eru liðin síðan það var stofnað 1937. Á heimasíðu félagsins er því haldið fram að félagið sé hið þriðja elsta sem starfandi er í dag af átthagafélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Meira

Lokað í Nýprenti eftir hádegi í dag

Viðskiptavinir Nýprents og Feykis eru beðnir velvirðingar á því að lokað verður eftir hádegi í dag, föstudaginn 10. mars. Þeim sem þurfa að koma auglýsingum í Sjónhorn eða Feyki er bent á að senda póst á netfangið nyprent@nyprent.is eða hafa samband fyrir allar aldir (upp úr kl. 8) á mánudagsmorgni.
Meira

Heimir á Hofsósi á morgun - Myndband

Karlakórinn Heimir í Skagafirði mætir í Höfðaborg á Hofsósi á morgun, 11. mars með fjölbreytta efnisskrá að vanda. Boðið verður upp á einsöng, tvísöng og kvartett auk hefðbundins kórsöngs. Einsöngvarar eru þrír, Birgir Björnsson, Óskar Pétursson og Þóra Einarsdóttir.
Meira

Stólarnir enda í þriðja sæti og mæta Keflvíkingum í úrslitakeppninni

Lið Tindastóls fékk annað tækifæri til að tryggja sér annað sætið í Dominos-deildinni í lokaumferðinni í kvöld. Mótherjarnir voru Haukar og var leikið í Hafnarfirði og útlitið var ágætt þegar síðasti leikhlutinn hófst en þá köstuðu Stólarnir sigrinum frá sér með slæmum leik og á endanum fögnuðu Haukar þriðja sigri sínum í röð. Lokatölur 77-74.
Meira

Mottudagurinn 10. mars

Á morgun, föstudaginn 10. mars, hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn með því að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr. „Á Mottudeginum látum við ímyndunaraflið ráða för og skörtum öllu mögulegu tengdu karlmanninum, fatnaði, höfuðfötum, gerviskeggi o.s.f. og hvetjum alla landsmen til að gera slíkt hið sama. Leyfum karlmennskunni að njóta sín þennan dag,“ segir á heimasíðu Mottumars.
Meira