Skagafjörður

Austurgata 5 verður ekki leikskóli

Skipulags- og byggingarnefnd Svf. Skagafjarðar hefur afturkallað leyfi um breytta notkun húsnæðis að Austurgötu 5 á Hofsósi en þar stóð til að hýsa leikskólann á staðnum. Segir í fundagerðinni að það að flytja starfsemina þangað hafi verið gert í góðri trú um samþykki nágranna.
Meira

„Maður á að segja takk!“

Ekki hef ég tölu á því hvað hún ástkær móðir mín sagði þetta oft við mig á uppvaxtarárunum. Ekki að ástæðulausu vill hún eflaust meina. En fyrir þetta er ég þakklátur, afar þakklátur. Þetta gekk hægt en að lokum varð til sæmilega kurteis maður, ég. Forvitinn hef ég ávallt verið, mismikið þó, en að meðaltali svolítið yfir meðaltali.
Meira

Samstarf leikskóla í Húnavatnssýslum og Strandabyggð

Leikskólarnir Í Húnavatnssýslum og Strandabyggð hafa verið í þróunarverkefninu Málörvun og læsi færni til framtíðar síðastliðin tvö ár. Verkefnið er styrkt af Sprotasjóði, Mennta- og menningamálaráðuneytið. Nú er komið að þeim tímapunkti í verkefninu að foreldrar fái fræðslu um málörvun, boðskipti og læsi.
Meira

Átta sóttu um Fab Lab stöðuna

Fyrir nokkru var auglýst laust starf verkefnastjóra við Fab Lab smiðjuna á Sauðárkróki og sóttu átta manns um stöðuna. Að sögn Hildar Sifjar Arnardóttur upplýsingafulltrúa Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verður fljótlega gengið frá ráðningu.
Meira

VG á ferð á Sauðárkróki

Þingmennirnir Lilja Rafney Magnúsdóttir og Kolbeinn Proppé heimsóttu Sauðárkrók í gær og fóru um bæinn í fylgd Bjarna Jónssonar, sem skipaði annað sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar.
Meira

Stephen Walmsley ráðinn þjálfari með Hauki Skúla

Stephen Walmsley hefur verið ráðinn til Tindastóls sem aðalþjálfari m.fl. karla í knattspyrnu og verður hann með stjórnartaumana ásamt Hauki Skúlasyni en gengið var frá ráðningu hans í haust. Þeir munu því saman sjá um þjálfun liðsins á komandi tímabili. Haukur Skúlason þjálfaði liðið ásamt Stefáni Arnari Ómarssyni sl. tímabil með frábærum árangri.
Meira

Úrtaka fyrir KS-Deildina

Úrtaka fyrir eitt laust sæti í KS-Deildinni verður haldin í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki 25.janúar. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og hefst úrtakan kl 19:00. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og skulu tveir liðsmenn keppa í hvorri grein.
Meira

VG með fund í kvöld

Í dag, fimmtudag 12. janúar, verða þingmenn og varaþingmenn VG á ferðinni í Skagafirði og sækja heim stofnanir og fyrirtæki. Munu þau funda með byggðaráði, kynna sér starfsemi í Verinu, heimsækja Iceprotein, Hólaskóla, Flokku og fleiri staði.
Meira

Ljósadagur í Skagafirði í dag

Ljósadagur verður haldinn í þriðja sinn í Skagafirði í dag. Eru íbúar hvattir til að vera samtaka og hafa kertaljós á gangstétt við hvert hús þennan dag og minnast þannig látinna ástvina með því að kveikja ljós í skammdeginu. Þá verður Sauðárkrókskirkja opin frá kl. 16-18 og fólki boðið að koma og tendra ljós til minningar um látna ástvini.
Meira

Senn líður að þorrablótum

Feyki hafa borist eftirfarandi upplýsingar um dagsetningar þorrablóta á Norðurlandi vestra og hjá átthagafélögum Skagfirðinga og Húnvetninga árið 2017. Listinn telur alls fimmtán blót.
Meira