Skagafjörður

Fólki er nóg boðið!

Það logar allt í samfélaginu yfir sveltistefnu stjórnvalda í samgöngumálum Reiði almennings er eðlileg þar sem gífurleg uppsöfnuð þörf er í viðhaldi vega og nýframkvæmdum og á það sama við um hafnir landsins og flugvelli. Álag á vegi landsins heldur áfram að aukast með gríðarlegri aukinni umferð og til landsins streyma ferðamenn sem aldrei fyrr . Áætlað er að á þessu ári komi 2,3 milljónir ferðamanna til landsins sem mun þýða enn frekara álag á vegakerfi landsins sem víða stenst ekki lágmarks öryggiskröfur og uppsöfnuð viðhaldsþörf orðin mikil. Og fólki er sannarlega nóg boðið yfir ástandinu.
Meira

Stefna suður með Bó og meira til - Myndband

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hefur lokið í bili flutningi sínum á verkefninu "Bó og meira til". Á fésbókarsíðu sinni segir Höskuldur B. Erlingsson, formaður kórsins, að húsfyllir hafi verið á tónleika gærkvöldsins sem haldnir voru í Blönduósskirkju. Eru karlakórsmenn alveg í skýjunum með viðtökurnar.
Meira

Alþjóðlegi Downs-dagurinn - Fögnum margbreytileikanum

Í dag er Alþjóðlegi Downs-dagurinn en Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af aukalitning í litningi 21, þ.e. þrjú eintök af litningi 21 - 21.03.
Meira

KS - deildin í kvöld – Athugið breyttan keppnisdag

Þá er komið að töltkeppni KS – deildarinnar og er athygli vakin á breyttri dagsetningu en keppnin fer fram í kvöld, þriðjudagskvöldið 21. mars, og hefst kl.19.00. Margt góðra hrossa er skráð til leiks og keppnin að verða mjög spennandi, bæði í liða og einstaklingskeppninni. Unnendur góðra hrossa eru hvattir til að mæta í Svaðastaðahöllina og fylgjast með skemmtilegri keppni þeirra bestu.
Meira

Vilt þú taka þátt í fjörugri umræðu um betra samfélag?

Fundarherferðin Réttlátur vinnumarkaður – allra hagur hefst í dag í Skagafirði en um er að ræða málþing þar sem rætt verður um stöðuna á vinnumarkaði með tilliti til undirboða og brotastarfsemi á hverju svæði fyrir sig. Þá verður spurningin "hvernig samfélag viljum við vera?" rædd. Fundurinn verður haldinn í Varmahlíð og stendur frá klukkan 13 til 17:00.
Meira

Ove og Siggi Sigurjóns í Skagafirði

Þjóðleikhúsið hyggst bruna norður í Skagafjörð og setja upp leiksýninguna Maður sem heitir Ove í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð, nk. laugardag 25. mars kl. 20. Siggi Sigurjóns fer á kostum sem hinn geðstirði Ove og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda fyrir frammistöðu sína. Sýningin hefur slegið í gegn í Reykjavík og er þegar með 50 uppseldar sýningar.
Meira

Rúmar 60 milljónir í áframhaldandi ljósleiðaravæðingu

Sveitarfélagið Skagafjörður boðaði til íbúafundar sl. fimmtudag í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð þar sem kynntir voru styrkir og framtíðarlagnir ljósleiðara í dreifbýli héraðsins. Haraldur Benediktsson, alþingismaður og formaður stjórnar Fjarskiptasjóðs mætti á fundinn ásamt um 60 gestum sem kynntu sér hvernig verkefnið stendur og hvert það stefnir.
Meira

Krækjur deildarmeistarar

Krækjur tryggðu sér deildarmeistaratitil í blaki í 5. deild en mótið fór fram í Ásgarði í Garðabæ um helgina. Allir leikir helgarinnar unnust hjá Krækjunum og enduðu þær með 41 heildarstig af 42 mögulegum í vetur og leika því í 4. deild á næsta tíabili.
Meira

Keflvíkingar komnir með Stólana í gólfið

Annar leikur Keflavíkur og Tindastóls fór fram í Sláturhúsinu suður með sjó í kvöld og var um hörkuleik að ræða. Heimamenn náðu yfirhöndinni í öðrum leikhluta en Stólarnir gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í tvö stig þegar 40 sekúndur voru eftir. Það dugði hins vegar ekki til því Keflvíkingar kláruðu leikinn af vítalínunni og sigruðu 86-80. Þeir leiða því einvígið 2-0 og geta því skóflað Stólunum í sumarfrí nú á miðvikudaginn þegar liðin mætast þriðja sinni og að þessu sinni í Síkinu. Látum þá ekki komast upp með það!
Meira

Tveir skagfirskir Íslandsmeistarar í iðn- og verkgreinum

Íslandsmóti iðn- og verkgreina lauk í gær með verðlaunaafhendingu en keppnin var haldin í Laugardalshöllinni dagana 16.-18. mars sl. eftir því sem Feykir kemst næst náðu tveir Skagfirðingar gullverðlaunum og einn til viðbótar komst í undanúrslit í Norrænu nemakeppninni sem fram fer í september í Hörpu.
Meira