Skagafjörður

Hólmfríður Sveinsdóttir fékk hvatningarviðurkenningu FKA

Viðurkenningarhátíð Félags kvenna í atvinnurekstri var haldin í gær við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. Hátíðin er nú haldin í átjánda sinn og voru veittar viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. Doktor Hólmfríður Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Iceprotein ehf og Protis ehf. á Sauðárkróki hlaut hvatningarviðurkenninguna.
Meira

Garðfuglahelgi Fuglaverndar um helgina

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 27. - 30. jan. nk. en þá munu áhugasamir þátttakendur fylgjast með garði í einn klukkutíma. Athugendur velja hvaða dag þeir fylgjast með garðfuglunum eftir veðri og aðstæðum. Þátttakendur skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og þá er miðað við mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Í tilkynningu frá Fuglavernd segir að talningin miði við þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.
Meira

Brautargengi í Skagafirði

Áformað er að halda námskeiðið Brautargengi í Skagafirði og mun það hefjast 1. febrúar. Um er að ræða námskeið fyrir konur sem vilja vinna að eigin viðskiptahugmynd í nýju eða starfandi fyrirtæki.
Meira

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hættir störfum

Páll Björnsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra hefur sagt starfi sínu lausu en hann hefur gegnt því starfi frá stofnun þess er lögregluembættin á Blönduósi og Sauðárkróki voru sameinuð í ársbyrjun 2015. Páll, sem er komin á 69. aldursár, segist þeirrar skoðunar að menn eigi að hætta störfum áður en þeir verði að gera það við 70 ára aldur. Starfslok hans verða 31. mars nk.
Meira

Formaður knattspyrnudeildar Tindastóls hættir

Ómar Bragi Stefánsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, mun ekki gefa kost á áframhaldandi setu á formannsstóli. Ómar hefur í 25 á eða, frá árinu 1991, stýrt deildinni við góðan orðstír. Hann segir að nú sé mál að linni og nýir taki við keflinu en framundan er stjórnarfundur knattspyrnudeildarinnar.
Meira

Óska eftir viðræðum við veitunefnd

Á fundi veitunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í byrjun janúar var lagt fram erindi frá land- og húseigendum í utanverðu Hegranesi. Í erindinu var óskað eftir viðræðum við veitunefnd vegna framkvæmdaáætlunar Skagafjarðarveitna.
Meira

Nýjar reglur um veitinga- og gististaði

Gefin hefur verið út, ný reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald á grundvelli breytinga sem gerðar voru á síðasta ári. Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að væntanlega verði helstu áhrif reglugerðarinnar, annars vegar einföldun á leyfisveitingu til minnstu gististaðanna þ.e. heimagistingar og hins vegar að auka umsýslu sveitarfélaga við leyfisveitingar og minnka tekjur þeirra.
Meira

Enn heimtast kindur af fjalli

Í gær náðist að koma fimm kindum til byggða úr Vesturfjöllum, tvær þeirra voru handsamaðar en þrjá fóru niður fyrir brúnagirðingu ofan Áshildarholts. Þar sem Ari J. Sigurðsson hefur saknað kinda hefur hann farið í fjöllin í nokkur skipti til að athuga hvort einhver von sé á að fé finnist. Árangurinn er sá að ellefu kindur hafa náðst síðustu tvær vikur úr Vesturfjöllum.
Meira

Fjöldi leitarmanna tóku þátt í leit að Birnu

Einbeiting, kraftur og samkennd einkenndu hóp björgunarsveita landsins um helgina þegar leitað var að Birnu Brjánsdóttur en um umfangsmestu leit var að ræða sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur skipulagt hingað til. Félagar úr björgunarsveitum á Norðurlandi vestra slógust í hópinn en um 500 björgunarsveitamenn, tóku þátt í leitinni. Eins og fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fannst Birna í gær og var hún þá látin.
Meira

Yngstu körfuboltakrakkarnir á Króksamóti

Króksamótið hófst í morgun í íþróttahúsinu, Síkinu, á Sauðárkróki í morgun og stendur til klukkan 16.00 í dag. Þar eru yngstu iðkendur körfuboltans að reyna með sér og nýtur mikilliar vinsældar keppenda sem áhorfenda. Mótinu lýkur með æsilegri troðslu- og þriggjastigakeppni meistaraflokks Tindastóls karla.
Meira