Fólki er nóg boðið!
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
21.03.2017
kl. 17.16
Það logar allt í samfélaginu yfir sveltistefnu stjórnvalda í samgöngumálum
Reiði almennings er eðlileg þar sem gífurleg uppsöfnuð þörf er í viðhaldi vega og nýframkvæmdum og á það sama við um hafnir landsins og flugvelli. Álag á vegi landsins heldur áfram að aukast með gríðarlegri aukinni umferð og til landsins streyma ferðamenn sem aldrei fyrr . Áætlað er að á þessu ári komi 2,3 milljónir ferðamanna til landsins sem mun þýða enn frekara álag á vegakerfi landsins sem víða stenst ekki lágmarks öryggiskröfur og uppsöfnuð viðhaldsþörf orðin mikil. Og fólki er sannarlega nóg boðið yfir ástandinu.
Meira
