Skagafjörður

Hús rís á einum sólarhring

Þann 25. janúar sl. var fyrsta skóflustungan tekin af húsi Búhölda á Sauðárkróki, sem ætlað er fyrir heldriborgara, og nú í byrjun vikunnar var hafist handa við að púsla saman útveggjum, 47 dögum síðar. Veggirnir eru úr steypueiningum frá Akranesi og koma frágengin að utan og með öllum lögnum að innan. Hiti verður í gólfum og því engir ofnar á veggjum
Meira

KS-Deildin - BREYTING

Töltkeppni KS-Deildarinnar hefur verið flýtt til þriðjudagsins 21. mars og hefst kl 19:00. Ráslisti verður birtur á mánudaginn. - Stjórn Meistaradeildar Norðurlands.
Meira

Gáfu þrjú hjúkrunarrúm

Í dag afhenti Minningarsjóður frú Sigurlaugar Gunnarsdóttur, með formlegum hætti, Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, þrjú hjúkrunarrúm ásamt fylgihlutum. Rúmin eru þegar komin í notkun og segir Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur, þau koma stofnuninni afar vel þar sem þau leysa af hólmi eldri rúm sem komin voru á tíma. Það voru þau Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga, Engilráð M. Sigurðardóttir og Elín H. Sæmundardóttur sem afhentu gjafabréfið en þau skipa jafnframt stjórn sjóðsins.
Meira

Arnrún Halla nýr formaður UMSS

Á ársþingi UMSS sem haldið var í Ljósheimum í Skagafirði gær var Arnrún Halla Arnórsdóttir kjörin nýr formaður sambandsins. Tekur hún við af Þórhildi Sylvíu Magnúsdóttur. Á þinginu veitti Viðar Sigurjónsson, starfsmaður ÍSÍ, knattspyrnudeild Tindastóls viðurkenningu fyrir Fyrirmyndarfélag ÍSÍ en knattspyrnudeildin hlaut hana fyrst árið 2012. Núna var viðurkenningin endurnýjuð og staðfest áfram.
Meira

Er styrkur í þér?

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra hefur tilkynnt um að umsóknar- og úthlutunarferli vegna styrkveitinga úr sjóðnum sé að hefjast og er kastljósinu beint að atvinnuþróun og nýsköpun.
Meira

María Finnbogadóttir náði ágætum árangri á HM unglinga

Nú hefur María Finnbogadóttir skíðakona úr Tindastóli lokið keppni á HM unglinga í Aare í Svíþjóð en þangað fór hún ásamt nokkrum öðrum unglingum og keppti í Alpagreinum fyrir Íslands hönd. Keppendur voru frá 47 löndum. Þátttakendur voru fæddir á árunum 1996-2000 og þar sem María er fædd árið 2000 var hún á yngsta keppnisárinu. Hún stóð sig með sóma og varð í 56. sæti í stórsvigi og 35. sæti í svigi.
Meira

Norðlendingar stigahæstir í Framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum

Lið FNV gerði sér lítið fyrir og vann stigakeppnina á Framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum sem fram fór sl. laugardag í Samskipahöllin Kópavogi. Liðið var skipað þeim Sigríði Vöku Víkingsdóttur, Guðmari Frey Magnússyni, Ásdísi Ósk Elvarsdóttur, Viktoríu Eik Elvarsdóttur og Unni Rún Sigurpálsdóttur. Með þeim á myndinni er Arndís Brynjólfsdóttir kennari þeirra.
Meira

Tryggði sér sæti í Ólympíuliði Íslands í líffræði

Mikael Snær Gíslason, nemandi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, tryggði sér sæti í Ólympíuliði Íslands í líffræði, en Ólympíukeppnin fer fram í Englandi í sumar. Hann hafnaði í 3. sæti í úrslitakeppninni sem fram fór um liðna helgi.
Meira

Knattspyrnuakademía FNV og Tindastóls stofnuð

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og knattspyrnudeildar Tindastóls um rekstur knattspyrnuakademíu sem hefst í haust. Með fjölbreyttum og skipulögðum æfingum og bóklegum kennslustundum verður markvisst unnið að því að gera nemendum kleift að bæta sig bæði andlega og líkamlega.
Meira

Ungir Skagfirðingar setja nýtt reikningakerfi á markað

Tveir Skagfirðingar hafa stofnað sprotafyrirtæki í rafrænni reikningagerð þar sem nýjungar á borð við hraðgreiðslur, kröfur í netbanka, tenging við bókhaldskerfi og sala á netinu eru alls ráðandi. Það eru þeir Guðmundur Kári Kárason og Þorsteinn Hjálmar Gestsson sem standa á bakvið vefsíðuna konto.is, sem hér um ræðir. Meðeigandi að fyrirtækinu er Kristján Gunnarsson einn stofnenda vefstofunnar Kosmos & Kaos.
Meira