Skagafjörður

FNV og Háskólinn í Reykjavík hefja samstarf

Kennarar og nemendur í áfanga um tölvuleiki og sýndarveruleika,TÖLE2IG05, eiga nú í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og fyrirtækið Myrkur Software. Samstarfið felst m.a. í aðgangi að verkefnum frá HR.
Meira

Mamma Mia endurtekin

Árshátíð nemenda eldri bekkja Varmahlíðarskóla var haldin sl. föstudagskvöld í Menningarhúsinu Miðgarði. Þar var sett á svið hinn geysivinsæli söngleikur Mamma Mia og er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn. Vegna góðrar aðsóknar og fjölda áskorana hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn og verður aukasýning á morgun, fimmtudaginn kl. 17:00.
Meira

„Notalegt að tilheyra þessu samfélagi“

Ástralski rithöfundurinn Hannah Kent, sem margir Íslendingar þekkja sem höfund metsölubókarinnar Náðarstund (Burial Rites) heimsótti Sauðárkrók um jólin, ásamt foreldrum sínum og systur. Þar er hún aldeilis ekki ókunnug því árið 2003 dvaldi hún þar sem skiptinemi á vegum Rótarý samtakanna og hefur síðan haldið tengslum við eina af fjölskyldunum sem hún dvaldi hjá og komið nokkrar ferðir til Íslands.
Meira

Anna og Friðfinnur með reiðnámskeið

Reiðnámskeið verður haldið í Hrímnishöllinni við Varmalæk í Skagafirði þann 17. til 19. febrúar nk. Kennt verður í einkatímum þar sem styrkleiki og veikleiki hvers knapa og hests eru metin og unnið með það í framhaldinu.
Meira

Úr vörn í sókn

Í upphafi nýs árs óska ég íbúum á Norðurlandi vestra heilla með þeirri von að árið 2017 verði okkur öllum heilladrjúgt.
Meira

Fjölbreytt starfsemi Farskólans í föstudagsþættinum á N4

Í föstudagsþættinum á N4 síðastliðinn föstudag var rætt við Bryndísi Kristínu Þráinsdóttur forstöðumann Farskólans. Þar segir Bryndís frá því fjölbreytta námi sem í boði er á vegum Farskólans. Þar er mikið að gera um þessar mundir, fjöldi námskeiða í gangi og má m.a. nefna fiskvinnslunámskeið, íslenskunámskeið, nám í svæðisleiðsögn sem er að hefjast um þessar mundir og ýmis konar tómstundanámskeið.
Meira

Mótmæla hækkun raforku umfram vísitölu

Á dögunum sendi stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum bókun á iðnaðar- og viðskiptaráðherra þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með þær hækkanir sem hafa orðið á raforku frá 2013 en sú hækkun er langt umfram hækkun á vísitölu að sögn stjórnarinnar. „Svo virðist sem sölufyrirtækin hafi nýtt sér þá staðreynd að hækkun hefur orðið á niðurgreiðslum til íbúa á köldum svæðum og hækkað gjaldskrár sínar óhóflega sem kemur harkalega niður á íbúum sem búa á þeim svæðum,“ segir í bókuninni.
Meira

Krækjurnar efstar í sínum riðli eftir mót helgarinnar

Krækjurnar á Sauðárkróki gerðu það gott um helgina þar sem þær unnu alla sína leiki í 5. deild Íslandsmótsins í blaki sem haldið var í Laugardalshöll. Spilaðir voru tveir leikir á laugardag og þrír á sunnudag og unnust fjórir leiki 2-0 og einn leikur 2-1. Alls eru átta lið í 5. deild kvenna og öll búin að spila tíu leiki. Krækjur eru efstar með 29 stig í 2. sæti Haukar með 24 stig og í 3. sæti er HK d með 19 stig. Fyrstu fimm leikirnir fóru fram helgina 5.-6. nóvember og síðustu fjórir leikirnir verða svo spilaðir um miðjan mars í Garðabæ og þá ráðast úrslit um hvaða tvö lið vinna sér rétt til að spila í 4. deild að ári.
Meira

Málþing um riðuveiki

Annað kvöld 17. janúar klukkan 20:00 verður haldið í Miðgarði í Varmahlíð málþing um riðuveiki. Meðal fyrirlesara verða Stefanía Þorgeirsdóttir líffræðingur á Keldum, Sigrún Bjarnadóttir sérgreinadýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma auk Jóns Kolbeins Jónssonar héraðsdýralæknis Norðvesturumdæmis.
Meira

Ólíðandi öryggisleysi

Byggðarráð sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir þungum áhyggjum af stöðu sjúkraflugs og skorar á ný stjórnvöld að bregðast við hið fyrsta og tryggja íbúum landsbyggðarinnar örugga aðkomu að eina hátæknisjúkrahúsi landsins með opnun neyðarbrautarinnar í Vatnsmýrinni.
Meira