Skagafjörður

Degi barnabókarinnar fagnað

Dagur barnabókarinnar er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi H.C. Andersen sem er 2. apríl. IBBY á Íslandi, félagasamtök um barnabókmenntir og barnamenningu á Íslandi, hafa undanfarin ár fagnað deginum með því að færa íslenskum grunnskólanemendum sögu að gjöf sem lesin er samtímis um allt land. Sagan sem nú verður lesin heitir Stjarnan í Óríon og er eftir Hildi Knútsdóttur. Þar sem 2. apríl í ár ber upp á sunnudag verður sagan frumflutt í öllum grunnskólum landsins á morgun, fimmtudaginn 30. mars, kl. 9:10. Sagan verður samtímis flutt á Rás 1 svo að öll þjóðin getur lagt við hlustir.
Meira

Dagurinn í dag

Þegar ekkert er að gerast í kringum mann og dagurinn virðist vera einn af þessum einstaklega venjulegu dögum getur verið gaman að kíkja eftir því á netinu hvort alltaf hafi verið tíðindalaust þennan tiltekna dag sem er 87. dagur ársins. Að sjálfsögðu kemur á daginn að ýmislegt hefur gerst í gegnum tíðina þann 28. mars. Hér eru tíndir saman nokkrir atburðir sem tilgreindir eru á Wikipedia:
Meira

Fátækt – smánarblettur á ríkri þjóð!

Umræðan um fátækt fólk kemur alltaf reglulega upp á yfirborðið. Öll erum við sammála um að sá er veruleikinn og einnig að það sé ekki líðandi að tæp 10 % barna líði skort á Íslandi. En það virðist vera með fátækt í íslensku samfélagi eins og óhreinu börnin hennar Evu. Enginn vill vita af fátæktinni þrátt fyrir að 7 til 9 % þjóðarinnar búi við þetta böl og um 5.000 manns við sára fátækt.
Meira

Körfuboltaakademía áfram hjá FNV

Síðast liðinn föstudag var samningur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og körfuboltadeildar U.M.F.Tindastóls um íþróttaakademíu í körfubolta endurnýjaður með undirskrift skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur og Stefáns Jónssonar, formanns körfuboltadeildarinnar. Akademían hefur verið starfrækt í fimm ár eða frá árinu 2012 þegar Bárður Eyþórsson var þjálfari Tindastóls.
Meira

Áskorandapistill - Vilhjálmur Árnason

Tækifærin í smæðinni
Meira

Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu

Í hádegisfréttum útvarps kom fram að vorboðinn okkar, lóan, er komin til landsins og er á meðalkomutíma sem er 23. mars. Venjulega fyllir það okkur kæti þegar farfuglarnir fara að flykkjast til landsins en nú fylgir böggull skammrifi þar sem töluverðar líkur eru taldar á að afbrigði af fuglaflensuveiru geti borist með þeim til landsins. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir:
Meira

Góðgerða Yoga Kiwanisklúbbsins Freyju

Þann 5. apríl nk. mun Kiwanisklúbburinn Freyja standa að Yoga-tíma og láta aðgangseyrinn renna til góðgerðamála í heimabyggð. „Nú ætlum við að koma saman og rækta líkama og sál og í leiðinni að láta gott af okkur leiða. Hún Sigga Stína ætlar að leiða Yoga tímann,“ segir Steinunn Gunnsteinsdóttir ein Kiwaniskvenna.
Meira

Skagfirsk ættuð stúlka skorar ótrúlegt mark í Noregi - Myndband

Mark, sem Marie Jóhannsdóttir skoraði í innanhússfótbolta í Noregi, hefur vakið mikla athygli þar ytra enda nokkuð óvenjulegt. Hefur TV2 meðal annars sýnt það á vefsíðu sinni. Marie, sem rekur ættir sínar til Skagafjarðar, leikur með liði Styn og var hún að taka víti í undanúrslitaleik gegn Sandane í fylkismóti Sogn og Fjordane.
Meira

Haraldur Haraldsson er Skákmeistari Norðlendinga

Skákþingi Norðlendinga 2017 lauk í gær með sigri Ingvars Þórs Jóhannessonar, sem hlaut sex vinninga af sjö mögulegum. Í öðru sæti og jafnframt Skákmeistari Norðlendinga varð Haraldur Haraldsson á Akureyri með fimm vinninga og hærri á stigum en Stefán Bergsson sem varð þriðji. Í fjórða og fimmta sæti með 4 1/2 urðu Róbert Lagermann og Loftur Baldvinsson. Á heimasíðu Skákklúbbs Sauðárkróks segir að þeir fimm hafi fengið peningaverðlaun.
Meira

Stólarnir yfirgáfu pizzupartýið

Leikmenn Tindastóls hafa sett sinn síðasta þrist á þessu körfuboltatímabilinu. Strákarnir fóru vel studdir í Sláturhús þeirra Keflvíkinga og eftir hörkuleik urðu þeir að bíta í það súra epli að vera sendir í sumarfrí. Lokatölur voru 83-73 og Stólarnir eðlilega svekktir með niðurstöðuna, enda var stefnt hátt í pizzupartýi Dominos-deildarinnar í vetur, en ekki fer alltaf allt eins og stefnt er að þó viljinn sé til staðar.
Meira