Degi barnabókarinnar fagnað
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
29.03.2017
kl. 09.09
Dagur barnabókarinnar er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi H.C. Andersen sem er 2. apríl. IBBY á Íslandi, félagasamtök um barnabókmenntir og barnamenningu á Íslandi, hafa undanfarin ár fagnað deginum með því að færa íslenskum grunnskólanemendum sögu að gjöf sem lesin er samtímis um allt land. Sagan sem nú verður lesin heitir Stjarnan í Óríon og er eftir Hildi Knútsdóttur. Þar sem 2. apríl í ár ber upp á sunnudag verður sagan frumflutt í öllum grunnskólum landsins á morgun, fimmtudaginn 30. mars, kl. 9:10. Sagan verður samtímis flutt á Rás 1 svo að öll þjóðin getur lagt við hlustir.
Meira
