Komst í úrslit á einni stærstu vörusýningu í New York
feykir.is
Skagafjörður
11.11.2016
kl. 12.17
Í ágúst síðastliðnum tók Lilja Gunnlaugsdóttir hjá Skrautmenum í Skagafirði þátt í vörusýningunni NY Now sem er haldin í New York á hverju ári. Hálsmenið hennar, Þoka, var valið úr 1.800 vörum í sérstakan úrslitaflokk. Sýnendur á sýningunni, sem er helguð lífsstíl og hönnun, voru 2.300 talsins og er talið að 24.000 kaupendur og meira en 400 fjölmiðlamenn hafi sótt hana heim.
Meira
