Skagafjörður

„Þessi mynd er bara brot af risastórri aðgerð“

Fjöldi Skagfirðinga og Húnvetninga tók þátt í leit að rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi, sem voru hætt komnar við erfiðar aðstæður þar um helgina. Gríðarlegt vatnsveður skall á, með miklu roki, og höfðust skytturnar við undir stórum steini aðfararnótt sunnudagsins.
Meira

Hestamenn huga að uppskeru ársins

Uppskeruhátíð Hrossaræktunarsambands Skagafjarðar og Hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldin í Ljósheimum föstudaginn 11.nóvember klukkan 20:30. Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktunarráðunautur, mun kynna verðlaunahrossin. Gísli Einarsson, fréttamaður, mun fara með gamanmál eins og honum er einum lagið.
Meira

„Maður verður bara að takast á við þetta eins og aðrir“

Jónína Stefánsdóttir er bóndi á Stóru-Gröf ytri I í fyrrum Staðarhreppi og hefur rekið þar sauðfjárbú frá haustinu 1982, ásamt eiginmanni sínum, Jóni Gunnlaugssyni. Þau sjá nú á eftir tæplega fjögurhundruð fjár og nærri 35 ára ræktunarstarfi, eftir að upp kom riðuveiki á bænum. Feykir heimsótti Jónínu skömmu eftir að búið var að skera niður allt fé á bænum og spjallaði við hana um búskapinn, áhugamálin og áfallið sem fylgir því að fá riðuveiki í fjárstofninn.
Meira

Ævintýraóperan Baldursbrá

Það var líf og fjör hjá yngri nemendum grunnskólanna í Skagafirði í gær þegar útdráttur úr ævintýraóperunni Baldursbrá var sýnd. Var verkið meðal annars sýnt í Grunnskólanum austan Vatna og þar var meðfylgjandi mynd tekin.
Meira

Sigurlína komin til starfa hjá RML

Sigurlína Erla Magnúsdóttir hefur hafið störf hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins en hún mun starfa sem almennur ráðunautur með aðsetur á Sauðárkróki.
Meira

Tindastólsmenn skjótast á Akureyri í Maltbikarnum

Dregið var í 16 liða úrslitum Maltbikarsins í körfubolta í gær. Níu lið úr Dominos-deildinni voru í skálinni auk fjögurra liða úr 1. deildinni og þriggja úr 2. og 3. deild. Lið Tindastóls, sem bar sigurorð af liði KR b um helgina, fékk hörkuleik en strákarnir mæta liði Þórs Akureyri.
Meira

Skagfirskt grobb og þingeyskt mont

Um síðustu helgi héldu kórarnir, Hreimur úr Þingeyjasýslu og hinn skagfirski Heimir, tónleika í Miðgarði undir yfirskriftinni Stálin stinn. Vel var mætt og mikil stemning í húsinu.
Meira

Tengslanet frumkvöðlakvenna á Norðurlandi vestra

Á þriðjudaginn í næstu viku er konum sem hafa áhuga á að koma hugmyndum sínum á framfæri, hafa viðskiptahugmynd sem þær vilja hrinda í framkvæmd eða hafa nýlega stofnað fyrirtæki boðið á fund í Verknámshúsi FNV á Sauðárkróki klukkan 19:30.
Meira

Söngur að sunnan

Karlakór Reykjavíkur verður á faraldsfæti næstkomandi laugardag en þá heimsækir hann Skagafjörð og Siglufjörð og heldur tónleika á báðum stöðum. Fyrri tónleikarnir verða í Miðgarði í Skagafirði og hefjast þeir klukkan 14.00. Að þeim loknum verður ekið til Siglufjarðar þar sem kórinn mun syngja í kirkjunni kl. 20. Með í för eru sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, auk tónlistarhjónanna Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanóleikara og Sigurðar Ingva Snorrasonar klarínettuleikara. Þá mun kórfélaginn og Skagfirðingurinn Árni Geir Sigurbjörnsson tenór syngja einsöng á tónleikunum. Stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur er Friðrik S. Kristinsson.
Meira

Krækjur efstar í 5. deild

Blakfélagið Krækjur á Sauðárkróki skráðu sig á Íslandsmótið í blaki nú í ár og spila þar í 5. deild. Um helgina var fyrsta törnering haldin í Kórnum í Kópavogi og unnu Krækjurnar alla sína fimm leiki 2-0 og eru þar með efstar í deildinni.
Meira