Skagafjörður

Styrkir til meistaranema

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki eftir því sem kemur fram á heimasíðu sambandsins.
Meira

Draugagangur í Síkinu

Lið Tindastóls og KR buðu upp á geggjaðan körfuboltaleik í Síkinu í kvöld þar sem liðin áttust við í 12. umferð Dominos-deildarinnar. Tindastólsmenn spiluðu frábærlega með Pétur Birgis í ofurstuði í fyrri hálfleik og voru hreinlega búnir að jarða Vesturbæingana. En þeir risu upp í síðari hálfleik, héldu haus og með Jón Arnór óstöðvandi komust þeir með mikilli seiglu inn í leikinn. Síðustu fjórar mínúturnar sprungu Stólarnir á limminu og KR gerði á þeim kafla 21 stig gegn fimm stigum Tindastóls og unnu leikinn 87-94!
Meira

Tindastóll - KR í kvöld – Allir í Síkið!

Það má búast við baráttuleik þegar KR mætir Tindastóli í Síkinu í kvöld. Tindastóll sat á toppi úrvalsdeildarinnar yfir jólin með 18 stig líkt og Stjarnan sem steig eitt fet áfram í gær eftir sigurleik gegn Þór Akureyri. KR nartar í hæla Tindastóls með 16 stig og nú hefur verið uppljóstrað að landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson muni leika sinn fyrsta leik með KR síðan árið 2009.
Meira

Þrír af hverjum fjórum fjarnemum við HA búa áfram í heimabyggð

Þrír af hverjum fjórum fjarnemum við Háskólann á Akureyri búa áfram í heimabyggð fimm árum eftir brautskráningu. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af Þóroddi Bjarnasyni, Inga Rúnari Eðvarðssyni, Ingólfi Arnarsyni, Skúla Skúlasyni og Kolbrúnu Ósk Baldursdóttur. Greinin birtist í Tímariti um uppeldi og menntun og ber heitið „Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla“.
Meira

Síðasti dagur jóla í dag

Þrettándinn er í dag 6. janúar, þrettándi og síðasti dagur jóla og Kertasníkir kemur sér heim til sín seinastur þeirra bræðra. Vaninn er að fólk kveðji jólin með einhverjum hætti, s.s. að fara á þrettándabrennu eða skýtur upp síðustu flugeldunum en m.a. verður hægt að nálgast flugelda hjá Sagfirðingasveit í dag. Hjá þeim verður flugeldasalan opin í dag milli klukkan 15 og 20 í Sveinsbúð á Sauðárkróki og hægt verður að gera góð kaup því 30% afsláttur verður af af öllum vörum þeirra. Ein þrettándabrenna verður á Norðurlandi vestra þar sem ungmennafélagið Dagsbrún mun sjá um brennu við Gilstaði í Hrútafirði og hefst hún klukkan 18:00.
Meira

Björn Jóhann og Anna Lilja Þórisdóttir ráðin aðstoðarfréttastjórar

Skagfirðingurinn Björn Jóhann Björnsson og Anna Lilja Þórisdóttir hafa verið ráðin aðstoðarfréttastjórar á ritstjórn Morgunblaðsins. Frá þessu var sagt á Mbl.is í dag. Björn Jóhann kannast flestir við enda skrásetjari Skagfirskra skemmtisagna sem allir Norðlendingar ættu að hafa innan seilingar.
Meira

Jólakrossgáta Feykis - þrír fá flotta vinninga

Góð þátttaka var í jólakrossgátu Feykis sem birtist í síðasta blaði liðins árs. Dregið hefur verið úr réttum lausnum og fá þrír heppnir þátttakendur vinninga frá Hard Wok, Contalgen Funeral og bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi. Lausnarorðið er: Enginn má fara í jólaköttinn.
Meira

Óvissa með húsnæði leikskólans á Hofsósi

Eins og Feykir hefur sagt frá stóð til að flytja leikskólann á Hofsósi úr því húsnæði sem hann er starfræktur í í dag og í húsnæði í eigu sveitarfélagsins að Austurgötu 5 til bráðabrigða. Ástæða flutninganna er að mygla fannst á lofti húsnæðisins með tilheyrandi óþef og þótti ekki forsvaranlegt að hafa starfsemi í því ljósi og hafist var handa við að innrétta íbúðina til að geta tekið við starfsemi leikskólans. Nú er hins vegar komin upp ný staða og óvíst að leikskólinn flytji í fyrrgreint húsnæði.
Meira

Ný skrifstofa Neytendasamtakanna á Akureyri

Neytendasamtökin opna á næstu dögum skrifstofu á Akureyri, en samtökin ráku um árabil skrifstofu þar sem síðar var lokað. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það mikið ánægjuefni að nú skuli hafa skapast aðstæður, sem gera samtökunum kleift að opna að nýju skrifstofu á Norðurlandi.
Meira

Ingimar Pálsson á Sauðárkróki Maður ársins 2016 á Norðurlandi vestra

Ingimar Pálsson, sem rekur fyrirtækið Topphesta á Sauðárkróki, var kosinn Maður ársins2016 á Norðurlandi vestra af lesendum Feykis. Ingimar sem fagnaði 70 ára afmæli sínu á síðasta ári hefur í rúmlega 30 ár rekið reiðskóla og m.a. staðið fyrir sumarnámskeiðum fyrir börn sem notið hafa mikilla vinsælda. „Á hann heiður skilinn fyrir að halda þessi öfluga starfi úti ár eftir ár,” segir m.a. í tilnefningu sem Ingimar fékk.
Meira