Skagafjörður

Lumar þú á danslagaperlu?

Í nokkurn tíma hefur hópur fólks unnið í verkefninu Danslagakeppnin á Króknum í 60 ár þar sem leitað er að gömlum danslagaperlum úr keppninni og undirbúnar fyrir tónlistarveislu sem haldin verður í Sæluviku Skagfirðinga að vori.
Meira

Kæru íbúar Norðvestur kjördæmis

Nú þegar kosningar eru liðnar viljum við Píratar þakka ykkur kærlega fyrir veittan stuðning. Við höfum náð gríðarlega miklum árangri, 10,9% fylgi og flokkurinn fær, nú í fyrsta sinn, kjörinn þingmann.
Meira

Fullt hús hjá Sögufélaginu

Vel var mætt á útgáfuteiti Skagfirðingabókar sl. laugardag sem fram fór á Mælifelli á Sauðárkróki en þá var því fagnað að 50 ár eru liðin frá því að fyrsta bókin í ritröðinni var gefin út. Jafnframt var sú nýjasta að koma út sú 37. í röðinni og var henni gerð góð skil.
Meira

Fannar og félagar í KR b lutu í lægra haldi fyrir Stólunum

Tindastólsmenn gerðu aldrei þessu vant góða ferð í DHL-höllina um helgina. Andstæðingurinn var því miður B-lið KR en leikurinn var liður í Maltbikarnum. Sigurinn var öruggur en sérstaklega léku Stólarnir góða vörn í síðari hálfleik. Lokatölur 63-101.
Meira

Tindastólsmaðurinn Steven Beattie varð írskur bikarmeistari með Cork

Það er alltaf gaman að geta sagt frá góðum árangri fyrrum knattspyrnumanna Tindastóls. Nú um helgina varð hinn írskættaði Steven Beattie bikarmeistari með liði sínu Cork í dramatískum sigri á FH-bönunum í Dundalk.
Meira

Blaut tuska í andlit lýðsins

Ég er frekar nýtin manneskja, enda alin upp af bænda-og verkafólki og opinberum starfsmönnum sem vita að peningar vaxa ekki á trjám og sumir fæðast ekki með silfurskeið í munni. Í daglegu lífi nær þessi nýtni til dæmis yfir matarinnkaup og fatainnkaup og þá staðreynd að ég ek um á bíl sem að var framleiddur fyrir hrun. Engu síður nægja launin mín ekki alltaf fyrir mánaðarlegum útgjöldum.
Meira

Skagfirskar skemmtisögur í 5. sinn – Endalaust fjör!

Fimmta bindið af Skagfirskum skemmtisögum er komið út hjá Bókaútgáfunni Hólum. Sem fyrr er það Skagfirðingurinn og blaðamaðurinn Björn Jóhann Björnsson sem tekur sögurnar saman. Þær eru orðnar vel á annað þúsund í bindunum fimm og hafa að geyma óborganlegar sögur af Skagfirðingum til sjós og lands, allt frá ofanverðum miðöldum til dagsins í dag. Hafa bækurnar hlotið fádæma viðtökur um allt land, ekki bara í Skagafirði, og verið ofarlega á metsölulistum bókaverslana.
Meira

Glæsilegt myndband úr Skagafirði

Náttúran á sér óteljandi andlit og hefur Árni Rúnar Hrólfsson á Sauðárkróki margoft sýnt okkur það með glæsilegum myndum. Nú hefur hann útbúið og sett á YouTube, stórbrotið myndband sem sýnir Skagafjörð í nýju ljósi. Það eina sem hægt er að segja um það er: sjón er sögu ríkari.
Meira

Jón Arnljótsson er skákmeistari Skagafjarðar 2016

Lokaumferð Skákþings Skagafjarðar 2016 – Landsbankamótsins var háð sl. miðvikudag. Sigurganga Jóns Arnljótssonar virtist óstöðvandi, en fyrir lokaumferðina var hann búinn að leggja alla sína andstæðinga og í raun búinn að tryggja sér sigur á mótinu og hinn virðulega titil „Skákmeistari Skagafjarðar 2016“.
Meira

Hátt í 50 manns hlýddu á hamingjufyrirlestur

Í gærkvöldi stóð Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar fyrir fyrirlestri um hamingju í lífi og starfi. „Kvöldið var afar vel heppnað og það mættu um 50 manns til að hlusta á fyrirlestur Önnu Lóu um hamingju í lífi og starfi,“ sagði Aðalheiður Reynisdóttir, meðlimur í klúbbnum, í samtali við Feyki. „Við í Soroptimistaklúbbnum erum afar ánægðar með þessi viðbrögð og vonumst til þess að geta gert þetta jafnvel að árlegum viðburði, þ.e að bjóða upp á fyrirlestur um málefni sem stuðlar að bættum samskiptum og aukinni vellíðan hjá okkur í þessu samfélagi.“
Meira