Skagafjörður

Síðasti dagur til að skrá sig í fjarnám við FNV

Góð skráning er í fjarnám við FNV, að sögn Sigríðar Svavarsdóttur sem hefur umsjón með fjarnáminu. Skólastarf á vorönn á vorönn hófst í dag og í dag er jafnframt síðasta dagur til að skrá sig í fjarnámið.
Meira

Ekki kalt og snjólétt segja Dalbæingar

Í gær komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar á nýbyrjuðu ári. Fundurinn hófst kl. 14:00 og stóð yfir í 25 mínútur en fundarmenn voru þrettán talsins. Klúbbfélagar voru vel sáttir með hvernig til hefði tekist með veðurspá fyrir desembermánuð og raunar allt síðast liðið ár. Nýtt tungl kviknaði 29. des. í austri, sem var jólatungl og síðan kviknar nýtt tungl 28. janúar í NV. Það laugardagstungl sem þykir boða gott.
Meira

Nýársfagnaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórsins

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórinn halda sameiginlegan nýársfagnað í Húnaveri laugardaginn 14. janúar. Á dagskrá er kórsöngur, kvöldverður, skemmtiatriði og hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi.
Meira

Hard Wok Cafe gefur yngri iðkendum gjafabréf

Á heimasíðu Tindastóls segir að Hard Wok Cafe á Sauðárkróki sé öflugur styrktaraðili körfuknattleiksdeildar Tindastóls en á dögunum fengu iðkendur yngri flokka gjafabréf frá fyrirtækinu.
Meira

Frísklegt sjávarbað á Þrettándanum

Á föstudaginn eru allir hvattir til að fá sér frísklegt sjávarbað á Þrettándanum. Verður komið saman norðan við nýja hafnargarðinn í smábátahöfninni á Sauðárkróki klukkan 12 á hádegi föstudaginn 6. janúar.
Meira

Vel mætt hjá Rúnari Má

Fótboltakappinn Rúnar Már Sigurjónsson var gestur knattspyrnudeildar Tindastóls í Húsi frítímans nú rétt fyrir áramótin. Sagði hann frá knattspyrnuferli sínum og þátttöku hans með landsliðinu á EM í sumar. Fjölmenntu ungir og áhugasamir knattspyrnuiðkendur af báðum kynjum sem vildu heyra hvað atvinnumaðurinn hefði að segja. Rúnar Már dró ekkert undan og var ekkert að fegra lífið í atvinnumennskunni sem getur verið erfitt og einmanalegt á köflum þó margar góðar stundir væri það sem gerði atvinnumennskuna spennandi.
Meira

Á þriðja hundrað þreyttu gamlárshlaup

Vel á þriðja hundrað manns þreyttu gamlárshlaup á Sauðárkróki sem að vanda hófst kl 13 á gamlársdag. Það var Árni Stefánsson, sem haldið hefur úti skokkhóp á staðnum í rúm 20 ár sem ræsti hlaupið með rakettu. Að þessu sinni tóku 269 þátt, sem er örlítið færri en í fyrra en þá var slegið þátttökumet og veður mun betra en í ár.
Meira

Eiríkur Rögnvaldsson sæmdur riddarakrossi

Skagfirðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson prófessor var í gær sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, sem forseti Íslands afhenti við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Riddarakrossinn hlaut Eiríkur fyrir fram til íslenskra málvísinda og forystu á sviði máltækni.
Meira

Vilko og Prima nýir viðskiptavinir Fjölnets

Flestir landsmenn þekkja Vilko og vörur sem framleiddar eru undir merkjum Vilko, svo sem súpur, grautar og vöfflur svo dæmi sé tekið. Vilko var stofnað árið 1969 en framleiðslan fer öll fram á Blönduósi. Prima hefur frá árinu 2008 framleitt vörur sem krydda tilveruna með yfir 60 tegundum af kryddi og kryddblöndum. Prima kryddvörurnar eru framleiddar hjá Vilko á Blönduósi.
Meira

Feiti kallinn og Frakkland - Hugleiðing sr. Gísla Gunnarssonar við áramót

“Hvar ætlið þið að láta þennan feita vera?” Þannig hljóðaði ein spurning ársins, sem nú er að líða. Og síðan var spurningin endurtekin og sagt: “Hvar eigum við að koma honum fyrir þessum feita?” - Og smá hlátur fylgdi með. Einhver sem heyrir þetta kann að halda að það hafi verið börn eða unglingar sem báru fram þessar spurningar. Kannski í hugsunarleysi. Eða til að stríða einhverjum, eða særa. Í skólanum væri talað um einelti – fordóma.
Meira