Skagafjörður

Heitavatnslaust á Smáragrund

Búast við truflunum á rennsli heita vatnsins á Smáragrund á Sauðárkróki fram eftir degi í dag mánudaginn 31.10. vegna vinnu við heimæð. "Vonum að þetta valdi ekki miklum óþægindum," segir í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum.
Meira

Ný Skagfirðingabók að koma út

Laugardaginn 5. nóvember verður fagnað útkomu nýrrar Skagfirðingabókar, númer 37 í töluröð, en þess jafnframt minnst að nú eru 50 ár síðan hún kom fyrst út. Á þessum tíma hefur bókin flutt rúmlega 380 greinar af skagfirsku efni á um það bil 7.400 blaðsíðum. Er þar saman kominn gríðarlega mikill fróðleikur úr sögu og mannlífi Skagafjarðar. Nýja bókin flytur 10 greinar af fjölbreyttu efni en höfuðgreinin er um Harald Júlíusson kaupmann og Guðrúnu Bjarnadóttur konu hans, skráð af Sölva Sveinssyni.
Meira

Brotist inn á tveimur stöðum á Sauðárkróki

Lögreglunni á Sauðárkróki bárust tvær tilkynningar sl. laugardag um innbrot í fyrirtæki á svæðinu. Virðist sem aðaltilgangur í báðum tilvikum hafi verið að valda tjóni því ekki lítur út fyrir að miklum verðmætum hafi verið stolið. Lögreglan telur á Facebooksíðu sinni rétt að minna íbúa svæðisins á að ganga tryggilega frá ökutækjum og læsa húsnæði sínu þegar það er yfirgefið og skilið eftir mannlaust.
Meira

Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi bárust rétt fyrir klukkan níu

Margri voru orðnir langeygir eftir síðustu tölum úr Norðvesturkjördæmi þegar þær bárust um kl 8:48 í morgun. Greidd atkvæði voru 17.444 og kjörsókn var því 81,2%. Eftirfarandi þingmenn náðu kjöri:
Meira

Sjálfstæðisflokkur með þrjá og Framsókn með tvo

Rétt fyrir klukkan tvö var búið að telja 5000 atkvæði í Norðvesturkjördæmi, eða um fjórðung þess fjölda sem er á kjörskrá. Samkvæmt þeim fengi Sjálfstæðisflokkurinn þrjá menn kjörna, Framsóknarflokkur tvo, Píratar einn, Samfylking einn, og VG einn. Tölur um kjörsókn liggja ekki fyrir.
Meira

Sjálfstæðisflokkur með þrjá þingmenn en Framsókn og Vinstri græn einn samkvæmt fyrstu tölum

Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi hafa nú verið lesnar upp, þegar talin hafa verið 2000 atkvæði. Samkvæmt þeim næði Sjálfstæðisflokkur þremur þingmönnum kjörnum en Framsóknarflokkurinn einum og Vinstri græni einum. Björt framtíð er með 112 (5,6%) Framsóknarflokkur með 319 atkvæði (16%) Viðreisn með 137 atkvæði (6,9%), Sjálfstæðisflokkurinn með 654 (33,6%), Íslenska þjóðfylkingin með 3 atkvæði (0,2%), Flokkur fólksins með 56 atkvæði (2,9%), Píratar með 203 atkvæði (10,4%), Samfylking með 213 atkvæði (10,9%), Dögun með 24 atkvæði (1,2%) og Vinstri hreyfingin grænt framboð með 225 atkvæði (11,6%).
Meira

Landbúnaðarráðherra keyrði dýrum á kjörstað í dag

Það var nóg að gera hjá íbúum Hálsaskógar í dag því allir kusu þeir tvisvar í dag og sumir þeirra þrisvar. Í þriðja skiptið fengu sum þeirra far með Gunnari Braga Sveinssyni landbúnaðarráðherra á kjörstað.
Meira

Fleiri á kjörskrá á Norðurlandi vestra en 2003 og 2013

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að kosið er til Alþingis í dag. Tölfræðinördar ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð á kjördag og lengi má velta fyrir sér ýmsum tölum, áður en þær tölur sem skipta verulegu máli fara að birtast. Feykir rýndi í fjölda kjósenda á kjörskrá, samkvæmt upplýsingum á vef Þjóðskrár Íslands.
Meira

Frambjóðendur og prúðbúnir kjósendur

Margir hafa þann sið að mæta prúðbúnir á kjörstað, enda kjördagur hátíðisdagur í hugum margra. Frambjóðendur eru að sjálfsögðu meðal þeirra sem ekki láta sig vanta á kjörstað. Bjarni Jónsson sem skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs kaus á Sauðárkróki upp úr klukkan níu í morgun. Gunnar Bragi Sveinsson oddviti Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi kaus einnig á Sauðárkróki fyrir hádegi í dag. Eva Pandora Baldursdóttir, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, kaus sömuleiðis á Sauðárkróki, um klukkan fjögur í dag.
Meira

Fjörtíu prósent kjörsókn klukkan fjögur

Farið var af stað með fyrstu atkvæðin frá Sauðárkróki í Borgarnes klukkan fjögur í dag. Þá höfðu um 40% þeirra 2983 kjósenda sem eru á kjörskrá á Sauðárkróki kosið á kjörfundi í Bóknámshúsi FNV. Að sögn Hjalta Árnasonar, formanns yfirkjörstjórnar á Sauðárkróki, er kjörsókn frekar dræm miðað við síðustu kosningar.
Meira