Skagafjörður

Ágæta stuðningsfólk!

Snarpri kosningabaráttu er lokið. Við í Norðvesturkjördæmi getum verið stolt af góðum árangri Vinstri grænna. Hreyfingin fékk 18,1% atkvæða sem hefði að öllu eðlilegu átt að skila okkur tveimur þingmönnum. Flokkurinn jók fylgi sitt á landsvísu í 15,9% og er útkoma okkar í þeim samanburði glæsileg. Þetta er önnur bestu útkoma flokksins í kjördæminu frá stofnun hans en árið 2009 fékk hann 22,8% og þrjá menn kjörna.
Meira

Martröðin í Sláturhúsinu

Nei, þetta er ekki titillinn á nýjustu mynd Quentin Tarantinos heldur lýsing á leik Tindastólsmanna í Sláturhúsinu suður með sjó í gærkvöldi. Eftir draumaleik gegn Njarðvíkingum fyrir viku þá gekk hvorki né rak hjá Stólunum þegar þeir mættu grönnum Njarðvíkinga, Keflvíkingum, í Dominos-deildinni og niðurstaðan skellur. Keflvíkingar sigruðu 101-79.
Meira

Sala Neyðarkallsins stendur yfir

Neyðarkall björgunarsveita er fjáröflun björgunarsveita landsins sem felst í sölu á lyklakippu með áföstum björgunarsveitarmanni. Salan fer fram fram fyrstu helgina í nóvember ár hvert um land allt og á heimasíðu Landsbjargar segir að almenningur hafi tekið sölufólki afskaplega vel. Félagar úr björgunarsveitinni Skagfirðingasveit á Sauðárkróki ætla að standa vaktina líkt og áður og hefja sölu í dag í Skagfirðigabúð frá klukkan 14.00.
Meira

Metabolic-leikarnir fara fram á morgun

Á morgun, laugardaginn 5. nóvember fara Metabolic-leikarnir fram á Sauðárkróki. Þar munu iðkendur og þjálfarar Metabolic víðsvegar að af landinu hittast, keppa og gera sér glaðan dag saman.
Meira

Opið allt árið á Kaffi Krók og matseðilinn frá Ólafshúsi fylgir

Á mánudaginn opnaði veitingastaðurinn Kaffi Krókur á Sauðárkróki eftir miklar endurbætur á eldhúsi staðarins. Segja má að með breytingunni hafi Kaffi Krókur og Ólafshús haft ákveðin hlutverkaskipti, þar sem matseðillinn frá Ólafshúsi fylgdi flutningnum yfir götuna og eftirleiðis verður opið á Kaffi Krók allt árið.
Meira

Fyrsta flokks ull á rúmar 700 krónur

Í sumar var auglýst í Bændablaðinu eftir umsóknum um stuðning til söfnunar ullar og barst ein umsókn frá ÍSTEX hf. sem er reiðubúið til þess að uppfylla öll skilyrði verklagsreglna um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar. Fyrirkomulag um greiðslur til bænda er þannig háttað að fjármunum til ullarnýtingar er ráðstafað að a.m.k. 85% til bænda og fjárhæðinni deilt niður hlutfallslega eftir gæðum á hvert kíló hreinnar ullar
Meira

Útstrikanir hafa ekki áhrif á störf Gunnars Braga

Gunnar Bragi Sveinsson oddviti Framsóknarflokksins í Norðvestur kjördæmi segir það engin áhrif hafa á sín störf þó nafn hans hafi oftast verið strikað út af lista flokksins í nýliðnum alþingiskosningum. Hann segist munu áfram rækja þau störf af heilindum, ábyrgð og eins og samviska hans segir til um.
Meira

Opnir dagar í Háskólanum á Akureyri

Í dag, fimmtudag og á morgun, föstudag verða haldnir opnir dagar í Háskólanum á Akureyri. Þar gefst framhaldsskólanemum og öðrum gestum tækifæri á að kynna sér námið við skólann og spjalla við kennara og nemendur um námið. Einnig verður farið í gönguferðir um húsið.
Meira

Örvar lofthræddi í heimsókn í Skagafirði

Þjóðleikhúsið er á ferð um landið þessa dagana með barnasýningu sem nefnist Lofthræddi örninn Örvar. Í morgun fóru börn í skólahóp leikskólanna og 1. bekk grunnskólanna í Menningarhúsið Miðgarð og horfðu á sýninguna.
Meira

Innan við 1% atvinnuleysi

Skráð atvinnuleysi í september sl. var innan við 1% á Norðurlandi vestra. Meðalfjöldi á atvinnuleysisskrá í landshlutanum var 30. Atvinnuleysi var umtalsvert hærra hjá konum eða 1,2% á móti 0,5% hjá körlum. Mest var atvinnuleysið í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem er jafnframt langfjölmennasta sveitarfélagið. Í Akrahreppi og Skagabyggð var ekkert skráð atvinnuleysi.
Meira