Skagafjörður

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun, föstudag. Fyrirkomulag rjúpnaveiða verður með sama sniði og verið hefur undanfarin þrjú ár. Veiðidagar verða tólf talsins sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 28. október til 20. nóvember, þrír dagar í senn, föstudagur til sunnudags. Sölubann verður áfram á rjúpum. Veiðimenn eru hvattir til góðrar umgengni um landið. Víða hafa landeigendur bannað rjúpnaveiði.
Meira

Dýrin í Hálsaskógi frumsýnd í dag

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir í dag hið sívinsæla leikrit Thorbjörns Egner, Dýrin í Hálsaskógi í leikstjórn Bergdísar Júlíu Jóhannsdóttur. Sýningin hefst klukkan 18:00 og enn hægt að tryggja sér miða.
Meira

Þrjú skagfirsk ræktunarbú tilnefnd til heiðursviðurkenningar

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 71 bús sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu og í ljósi afar magnaðs árangurs hjá mörgum búum var ákveðið að tilnefna 16 bú í ár. Þrjú búanna eru úr Skagafirði.
Meira

Fjórtán aðilar vilja byggja eða kaupa

Fjórtán aðilar sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til byggingar eða kaupa á tæplega 600 íbúðum, svokölluðum Leiguheimilinu sem ætlað er að koma til móts við húsnæðisvanda tekjulægri einstaklinga og millitekjuhópa.
Meira

Í berjamó tveimur mánuðum fyrir jól

Dagmar Ásdís Þorvaldsdóttir á Hofsósi skellti sér í berjamó á mánudaginn, en þá voru akkúrat tveir mánuðir til jóla. Þar sem september og október mánuðir höfðu verið frostlausir fram að því voru berin ennþá óskemmd.
Meira

Kirkjuklukkum hringt til að sýna íbúum Aleppo samkennd og virðingu

Glöggir bæjarbúar hafa tekið eftir að kirkjuklukkunum hefur verið hringt undanfarna daga kl.17. Ástæðan fyrir því er sú að biskup Íslands hefur beðið presta og sóknarnefndir þjóðkirkjunnar að minnast og biðja sérstaklega fyrir þolendum stríðsátaka í Aleppo. Í bréfi biskups segir m.a:
Meira

Sauðfjárbændur gera sér dagamun

Félag sauðfjárbænda í Skagafirði ætla að fagna uppskeru ársins og halda árshátíð í Ketilási þann 5. nóvember nk. þrátt fyrir áföll í sauðfjárræktinni. Mikið verður lagt í veisluna og skráning hafin, en það er einn hængur á.
Meira

Hólafólk á Þjóðarspegli

Þjóðarspegillinn, sem er árleg ráðstefna í félagsvísindum, fer fram á föstudaginn kemur. Starfsfólk Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum tekur virkan þátt í þessari ráðstefnu nú sem endranær. Alls verða sjö starfsmenn og nemendur deildarinnar með innlegg á ráðstefnunni.
Meira

Ósáttir við hvernig mál hafa þróast

Sagt er frá því á Vísi.is að ólga sé innan lögreglunnar á Norðurlandi vestra vegna yfirstjórnar hennar á svæðinu. Jafnframt er því haldið fram að starfsandinn sé í molum og samskipti stjórnenda lögreglunnar við almenna lögreglumenn óásættanleg. Því til stuðnings er birt bréf frá fundi félags lögreglumanna á Norðvesturlandi til Páls Björnssonar lögreglustjóra þar sem hann er m.a. krafinn svara með tillögur að úrbótum.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá sveitarfélögum

Á undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við.
Meira