Skagafjörður

10,7% höfðu kosið í Skagafirði klukkan 12

Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi höfðu 10,7 % kosið í Skagafirði klukkan 12. Ekki lágu fyrir tölur úr öllu kjördæminu þegar Feykir sendi fyrirspurn til kjörstjórnar. Blaðamaður Feykis brá sér á kjörstað á Sauðárkróki skömmu eftir að þar var opnað í morgun. Þar voru meðfylgjandi myndir teknar.
Meira

Safnar fyrir jólagjöfum handa börnum í Afríku

Sólveig Birna Halldórsdóttir frá Sauðárkróki hefur síðustu tvo mánuði dvalið í Suður Afríku og sinnt sjálfboðaliðsstörfum. Hennar hlutverk er að afla matar og elda fyrir börn eftir skóla en það er oft eina máltíð þeirra yfir daginn þar sem heimilisaðstæður þeirra eru mjög bágbornar. Hana langar að safna fyrir jólagjöfum handa þeim.
Meira

Víða snjókoma og hálka

Víða á Norðurlandi vestra er snjókoma og hálka, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar klukkan 11:20 í morgun. Á Þverárfjalli er A8 m/s og hiti við frostmark og snjókoma. Á Vatnsskarði er ANA 8m/s og hiti við frostmark. Víða í Skagafirði er éljagangur og hálka. Vegir í Húnavatnssýslum eru allir merktir greiðfærir.
Meira

Fyrstu kjörfundir hófust klukkan níu í morgun

Fyrstu kjörfundir á Norðurlandi vestra hófust klukkan níu í morgun. Norðvesturkjördæmi nær frá Akraneskaupstað til Akrahrepps og skulu þar vera sjö kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti. Tíu stjórnmálaflokkar bjóða fram lista í Norðvesturkjördæmi en það eru A-listi Bjartrar framtíðar, B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, E-listi Íslensku þjóðfylkingarinnar, F-listi Flokks fólksins, P-listi Pírata, S-listi Samfylkingar, T-listi Dögunar og V-listi Vinstri grænna. Kjörfundir eru sem hér segir, á Norðurlandi vestra:
Meira

Ásdís Ósk og Eyrún Ýr tilnefndar til knapaverðlauna

Skagfirðingarnir Ásdís Ósk Elvarsdóttir á Syðra-Skörðugili og Eyrún Ýr Pálsdóttir á Flugumýri hafa verið tilnefndar fyrir knapaverðlauna sem afhent verða á Uppskeruhátíð hestamanna í Gullhömrum í Reykjavík þann 5. nóvember næstkomandi.
Meira

„Viljum aðstoða fólk í gegnum allt sem fylgir því að greinast með krabbamein“

Um þessar mundir er að ljúka bleikum októbermánuði, en hann hefur undanfarin ár verið helgaður vitundarvakningu um krabbamein, meðal annars með sölu á Bleiku slaufunni og með því að lýsa byggingar með bleikum ljósum. María Reykdal sálfræðingur og garðyrkjubóndi á Starrastöðum í Skagafirði er starfsmaður Krabbameinsfélags Skagafjarðar. Feykir heimsótti hana í síðustu viku og spjallaði við hana um störf hennar og starfsemi Krabbameinsfélagsins.
Meira

Fjör á frumsýningu

Það ríkti mikil gleði og eftirvænting á frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á Dýrunum í Hálsaskógi í gær. Börnin í salnum tóku undir í söng og lifðu sig inn í sýninguna og hinir fullorðnu skemmtu sér ekki síður. Blaðamaður Feykis brá sér á sýningu og fangaði stemninguna bak við tjöldin og í lok sýningar.
Meira

Lokun á Skagfirðingabraut við Árskóla

Um helgina, dagana 28. til 30. október, verður unnið að lagfæringum á hraðahindrun / gangbraut yfir Skagfirðingabraut við Árskóla á Sauðárkróki. Framkvæmdin er liður í uppsetningu gangbrautarljósa við gangbrautina. Af þeim sökum þarf að loka Skagfirðingabraut og hleypa umferð um Víðigrund á meðan eins og sjá má á meðfylgjandi teikningu. Lokunin mun taka gildi eftir hádegi í dag, föstudag.
Meira

Draumaleikur Stólanna

Njarðvíkingar mættu til leiks í Síkinu í kvöld í Dominos-deildinni í körfubolta og fengu óbliðar móttökur frá Tindastólsmönnum sem hreinlega kjöldrógu gestina fyrstu þrjá fjórðungana. Hver og einn einasti leikmaður Tindastóls var með sitt hlutverk á hreinu í kvöld en enginn skilaði sínu betur en Björgvin Hafþór sem hlýtur að hafa átt leik lífs síns. Það hreinlega gekk allt upp hjá kappanum. Staðan í hálfleik var 51-28 en lokatölur 100-72.
Meira

Opið lengur í dag hjá sýslumanni vegna utankjörfundar atkvæðagreiðslu

Líflegt hefur verið í utankjörfundar atkvæðagreiðslu hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra vegna alþingiskosninganna og stefnir allt í að fleiri kjósi utan kjörfundar nú en í síðustu alþingiskosningum. Á Blönduósi hafa í dag 94 kosið en á Sauðárkróki 276.
Meira