Skagafjörður

Stór aurskriða lokaði Reykjastrandavegi

Aðfaranótt sunnudags féll aurskriða á veginn milli Fagraness og Hólakots á Reykjaströnd eftir mikinn rigningardag. Flóðið var það mikið að bílar komust ekki um. Rúnar Pétursson yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir það hafa tekið allan sunnudaginn að gera veginn færan og tókst það um kvöldmatarleytið.
Meira

Sláturtíðin hafin

„Við gerum ráð fyrir að slátra svipuðu magni og í fyrra,“ segir Ágúst Andrésson forstöðumaður Kjötafurðarstöðvar KS en þar hófst sláturtíðin í gær. Hjá SAH Afurðum á Blönduósi hófst hún þann 7. september og lýkur þann 28. október nk.
Meira

„Ekkert að grínast með efsta sætið“

Hinni skagfirsk-borgfirski frambjóðandi Vinstri grænna, Rúnar Gíslason, leggur áherslu á að hann sé ekkert að grínast með framboð sitt í 1.-3. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Ef til vill hefur ekkert framlag í þeirri baráttu hlotið jafnmikla athygli og myndband sem hann deildi á Facebook síðu sinni, sem sýnir hann ganga léttklæddan með skrifborðsstólinn sinn upp á Hafnarfjall.
Meira

Króksbrautarhlaup um helgina

Hið árlega Króksbrautarhlaup verður háð næstkomandi laugardag 17. september en þá er sprett úr spori á þjóðveginum milli Varmahlíðar og Sauðárkróks og endað við sundlaug Sauðárkróks. Rúta fer frá sundlauginni klukkan 10:30 og keyrir að Glaumbæ og geta hlauparar valið sér vegalengd og farið út hvar sem er á þeirri leið.
Meira

Bjarni og Lilja berjast um 1. sæti VG

Póstkosning vegna forvals Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 29. október nk. hófst í dag, 12. september, en síðasti dagur til að póstleggja atkvæði er 20. september. Atkvæði verða svo talin í Leifsbúð í Búðardal sunnudaginn 25. september nk. Fjórir bjóða sig fram í fyrsta sætið.
Meira

Kalsaveður í göngum helgarinnar

Það viðraði ekki vel á gangnamenn norðanlands um helgina því vindar blésu úr norðri með kulda og vætu. Þoka var víða í fjallahlíðum sem gerði leitir erfiðari en ella. Samt var gengið víðast hvar en þó hefur frést af Skaga að þar hafi smölun að hluta til a.m.k. verið frestað fram í vikuna. Í Skarðarétt var fjárdrætti frestað fram á sunnudag.
Meira

Landhelgisgæslan með hafnaraðstöðu á Króknum

Fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Landhelgisgæslu Íslands undirrituðu á dögunum samkomulag um hafnarþjónustu fyrir varðskip Landhelgisgæslunnar á Sauðárkróki. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að samkomulagið kveði á um að Landhelgisgæslunni verði veitt öll nauðsynleg þjónusta fyrir varðskip stofnunarinnar á Sauðárkróki um lengri eða skemmri tíma, þ.m.t. hafnaraðstöðu, aðgang að heitu og köldu vatni, aðgang að rafmagni og losun á sorpi.
Meira

Sumarauki í Skagafirði

Veðurblíðan í sumar hefur verið slík að menn eru farnir að fyrirgefa veðurguðunum leiðinleg sumur langt aftur í tímann. Það verður allt bara svo miklu fallegra, skemmtilegra og á allan hátt betra þegar veðrið er gott. Ekki spillir fyrir þegar í kjölfarið fylgir sumarauki eins og var í síðustu viku en fékk reyndar skjótan endi um helgina þegar fjölmargir héldu í göngur í roki og rigningu. Eftir volkið þar er gott að ylja sér við minningar um blíðuna í sumar.
Meira

Sex mörk í sextánda sigurleiknum í röð

Sparkspekingarnir í liði Tindastóls eru ekki af baki dottnir enn þó farið sé að hausta. Í gær héldu drengirnir út í Vestmannaeyjar og léku við botnlið KFS í 3. deildinni á Týsvellinum. Eyjamenn reyndust rausnarlegir gestgjafar og hleyptu sex boltum í mark sitt og þar með ljóst að sextándi sigurleikur Stólanna í röð var gulltryggð staðreynd.
Meira

Sambaboltinn ekki áberandi í Síkinu

Körfuknattleikslið Tindastóls er komið á fulla ferð í undirbúningi sínum fyrir komandi Dominos-deildar átök. Nú um helgina lék liðið tvo æfingaleiki í Síkinu; fyrst töpuðu strákarnir naumlega gegn sprækum Akureyringum en unnu síðan lið Hattar frá Egilsstöðum í gærdag. Það er óhætt að fullyrða að talsverður haustbragur hafi verið á leik liðanna og sannarlega enginn sambabolti í Síkinu þrátt fyrir að sjálfur Samb léki með Stólunum.
Meira