„Skráningar fara vel af stað“
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.09.2016
kl. 15.55
Námsvísir Farskólans-Miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra kom út í síðustu viku. Námsvísinum er dreift á öll heimili á svæðinu og gefur hann yfirlit yfir námskeið Farskólans á haustönn. Að sögn Halldórs B. Gunnlaugssonar verkefnastjóra eru skráningar komnar á fullt og fara vel af stað. „Við viljum hvetja fólk til að skrá sig hið fyrsta svo það missi ekki af, því að það er orðið fullt í sum námskeiðin og önnur að fyllast. Námskeiðin eru fjölbreytt að vanda og að þessu sinni reyndum við að hafa öll námskeið tímasett þannig að fólk geti tekið daginn frá og vonum við að það gefist vel,“ segir Halldór.
Meira
