Skagafjörður

„Skráningar fara vel af stað“

Námsvísir Farskólans-Miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra kom út í síðustu viku. Námsvísinum er dreift á öll heimili á svæðinu og gefur hann yfirlit yfir námskeið Farskólans á haustönn. Að sögn Halldórs B. Gunnlaugssonar verkefnastjóra eru skráningar komnar á fullt og fara vel af stað. „Við viljum hvetja fólk til að skrá sig hið fyrsta svo það missi ekki af, því að það er orðið fullt í sum námskeiðin og önnur að fyllast. Námskeiðin eru fjölbreytt að vanda og að þessu sinni reyndum við að hafa öll námskeið tímasett þannig að fólk geti tekið daginn frá og vonum við að það gefist vel,“ segir Halldór.
Meira

Fimm umhverfisviðurkenningar veittar í gær

Í gær var ljóst hverjir hlutu umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem Soroptmistaklúbbur Skagafjarðar hefur umsjón með. Fimm viðurkenningar voru veittar: Sveitabýli án búskapar, lóð í þéttbýli, lóð við fyrirtæki, og lóð við opinbera stofnun.
Meira

Samningur um Nýsköpunarsjóð á NLV undirritaður á næstunni

Stjórn SSNV fjallaði á stjórnarfundi sl. þriðjudag um samning við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um Nýsköpunarsjóð á Norðurlandi vestra. Stofnun sjóðsins er hluti af tillögum Norðvesturnefndarinnar. Er honum ætlað að styrkja sérstaklega nýsköpunarverkefni sem ungt fólk stendur fyrir.
Meira

1500 km lagðir að baki í Króksbrautarhlaupi

Króksbrautarhlaupið fór fram í blíðskaparveðri sl. laugardag en þá hlupu, gengu eða hjóluðu um 70 manns um 1500 kílómetra samanlagt. Skokkhópur Árna Stef., sem heldur utan um viðburðinn, vill koma á framfæri þökkum til fyrirtækja og einstaklingum fyrir þeirra framlag. Sérstakar þakkir fá Suðurleiðir fyrir akstur á hlaupadegi.
Meira

Efnilegustu, bestu og markahæstu leikmenn Tindastóls

Lokahóf knattspyrnudeildar Tindastóls var haldið sl. laugardag og óhætt að segja að góðri uppskeru var fagnað. Bæði lið meistaraflokka, kvenna og karla, áttu góðu gengi að fagna. Srákarnir urðu deildarmeistarar 3. deildar með fádæma yfirburðum og stelpurnar unnu sinn riðil í 1. deild einnig með miklum yfirburðum.
Meira

Framsóknarmenn í Austur-Húnavatnssýslu skora á Sigurð Inga

Framsóknarmenn í Austur-Húnavatnssýslu skora á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum. Þrjú önnur framsóknarfélög víðs vegar um landið hafa sent frá sér sambærilegar tilkynningar.
Meira

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi

Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi heldur laugardaginn 24. september nk. á Grand Hótel í Reykjavík, en þar verður gengið frá framboðslista fyrir alþingiskosningar. einnig verður farið yfir hagnýt mál í aðdraganda komandi alþingiskosninga.
Meira

17 sigurleikir Tindastóls í röð – geri aðrir betur!

Síðasta umferðin í 3. deildinni í knattspyrnu fór fram í dag og að sjálfsögðu kláruðu Tindastólsmenn mótið með stæl. Leikið var gegn liði Kára í Akraneshöllinni á Akranesi og sterkur 1-2 sigur þýddi að Stólarnir hafa unnið 17 leiki í röð í deildinni – engin jafntefli – og aðeins fyrsti leikur sumarsins sem tapaðist. Glæsilegur árangur!
Meira

Litadýrð á degi íslenskrar náttúru

Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Mörgum finnst náttúran aldrei jafn falleg og á þessum árstíma þegar haustlitirnir skarta sínu fegursta. September hefur boðið upp á nokkra dýrðardaga hvað veðrið snertir og þá er gaman að fanga með myndavélinni. Meðfylgjandi myndir tók blaðamaður Feykis í Skagafirði í gær, og gefa þær smá innsýn í góða veðrið og haustlitina.
Meira

Skora á KS að endurskoða nýútgefin verð

Stjórn Félags sauðfjárbænda í Skagafirði boðaði til opins fundar sl. mánudagskvöld vegna mikillar lækkunar á afurðaverði til sauðfjárbænda, sem nemur allt að 12%. Á fundinn mættu um 70 manns, sem má teljast gott þar sem um annasaman tíma er að ræða fyrir bændur en göngur og réttir voru þessa helgi.
Meira