Ný Skagfirðingabók að koma út
feykir.is
Skagafjörður
31.10.2016
kl. 13.32
Laugardaginn 5. nóvember verður fagnað útkomu nýrrar Skagfirðingabókar, númer 37 í töluröð, en þess jafnframt minnst að nú eru 50 ár síðan hún kom fyrst út. Á þessum tíma hefur bókin flutt rúmlega 380 greinar af skagfirsku efni á um það bil 7.400 blaðsíðum. Er þar saman kominn gríðarlega mikill fróðleikur úr sögu og mannlífi Skagafjarðar. Nýja bókin flytur 10 greinar af fjölbreyttu efni en höfuðgreinin er um Harald Júlíusson kaupmann og Guðrúnu Bjarnadóttur konu hans, skráð af Sölva Sveinssyni.
Meira
