Skagafjörður

„Ýmsar sögur segja má af Sæluvikum góðum“ - Sæluvika Skagfirðinga er hafin

Sæluvika Skagfirðinga var sett í blíðaskaparveðri í gær en athöfnin fór fram í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Þá var opnuð glæsileg myndlistarsýning Hallrúnar Ásgrímsdóttur, tilkynnt úrslit í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga og opinberað hver hlyti fyrstu Samfélagsverðlaun Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem afhent verða í Sæluviku ár hvert framvegis. Nemendur úr Tónlistarskóla Skagafjarðar léku nokkur lög á milli ávarpa.
Meira

Námskeið í meðhöndlun matvæla

Farskólinn hyggst bjóða upp á Matarsmiðju, námskeið í meðhöndlun matvæla með áherslu á kjötafurðir og vinnslu beint frá býli. Nemandi sem lýkur matarsmiðju hefur öðlast grunnfærni, leikni og öryggi í vinnubrögðum til að hann geti unnið að vöruþróun úr eigin afurðum í samræmi við lög og reglur.
Meira

Sæluvika Skagfirðinga sett í dag - Lista- og menningarhátíð 24.–30. apríl 2016

Sæluvika Skagfirðinga, lista- og menningarhátíð, hefst um helgina. Í Sæluviku verður boðið upp á fjölbreytta menningardagskrá víðs vegar um fjörðinn. Sæluvika Skagfirðinga er ein elsta menningarhátíð landsins og nær saga hennar allt aftur til ársins 1874 þegar svonefndar sýslunefndarvikur hófu göngu sína.
Meira

Myndlistarsýning Hallrúnar

Listasafn Skagfirðinga stendur fyrir myndlistarsýningu Hallrúnar Ásgrímsdóttur nema við Myndlistarskólann á Akureyri. Hallrún er frá Tumabrekku í Óslandshlíð.
Meira

Málefni landsbyggðarinnar og byggðajafnrétti á meðal helstu baráttumála

Stjórn VG ásamt varastjórn Svæðisfélags VG í Skagafirði fundaði 15. apríl sl. vegna stjórnmálaástandsins í landinu og fór yfir stöðu mála. Á Facebook-síðu VG og óháðra í Skagafirði segir að er landsstjórnin sé sögð endanlega rúin trausti. „Framundan eru alþingiskosningar og stjórnarskipti í haust eða síðar næsta vetur. Stjórnin leggur áherslu að á tíminn fram að kosningum verði nýttur vel til að að skerpa á kosningaáherslum hreyfingarinnar og kynna þær fyrir almenningi. Mikilvægt er að málefni landsbyggðarinnar og byggðajafnrétti verði á meðal helstu baráttumála hreyfingarinnar fyrir komandi kosningar,“ segir í ályktuninni.
Meira

Fullkomið brúðkaup frumsýnt í kvöld

Í Sæluviku sýnir Leikfélag Sauðárkróks gamanleikinn Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon. Þýðandi er Örn Árnason og leikstjóri er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson. Drepfyndinn og rómantískur gamanleikur, hraður, fullur af misskilningi, framhjáhöldum og ást.
Meira

Kiwanisklúbburinn Drangey afhendir reiðhjólahjálma

Í gær afhenti Kiwanisklúbburinn Drangey krökkum í 1. bekk grunnskólanna í Skagafirði reiðhjólahjálma. Fyrir afhendingu fór lögreglan yfir mikilvægi hjálmanotkunar og brýndi notkun hjálmanna fyrir börnum og fullorðnum.
Meira

Kvöldstund með Álftagerðisbræðrum

Álftagerðisbræður, ásamt góðum gestum, verða með tónleika í Miðgarði þann 28. maí. Ásamt hljómsveit verður spé- og söngfuglinn Örn Árnason þeim til fulltingis.
Meira

Ný eldsmiðja vígð í FNV

Það var margt um manninn í Hátæknimenntasetri Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðastliðinn miðvikudag til að fylgjast með vígslu nýrrar Eldsmiðju í skólanum. Enda hefur hennar verið beðið með mikilli eftirvæntingu í 16 ár, að sögn Björns Sighvatz, kennari í málmiðngreinum við skólann. Þá hafa jafnvel nokkrir beðið þess að komast á námskeið í eldsmíði í tíu ár.
Meira

Glæsileg firmakeppni Skagfirðings

Fyrsta firmakeppni hins nýja sameinaða hestamannafélags í Skagafirði, Skagfirðings, fór fram á Sauðárkróki á sumardaginn fyrsta. Tókst hún mjög vel þar sem margir tóku þátt og hlaðið kökuhlaðborð beið keppenda og gesta eftir mótið, þar sem verðlaunaafhending fór fram.
Meira