Skagafjörður

Rúnar Már valinn í landsliðshópinn á EM

Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson kynntu í dag landsliðshóp Íslands sem fer á EM í Frakklandi í sumar. Í hópnum er 25 ára gamall Skagfirðingur, Rúnar Már Sigurjónsson, sem leikur með liði Sundsvall í Svíþjóð.
Meira

Vörumiðlun 20 ára - myndband

Flutningafyrirtækið Vörumiðlun á Sauðárkróki bauð til afmælisgleði í tilefni af 20 ára afmæli sínu á laugardaginn. Opið hús var hjá fyrirtækinu auk þess sem bílar Vörumiðlunar, um 35 tæki óku frá Blönduósi yfir Vatnsskarð og gegnum Sauðárkróki og voru svo til sýnis á útisvæði á Eyrinni.
Meira

Mögnuð endurkoma Tindastóls í Borgunarbikar kvenna

Kvennalið Tindastóls átti magnaða endurkomu á Seltjarnarnesi í gær þar sem þær heimsóttu Gróttu og sigruðu 3-2. Í leikhléi var Grótta yfir 2-0 en gestirnir tóku leikinn yfir í síðari hálfleik og skoruðu þrjú mörk. Kolbrún Ósk Hjaltadóttir átti tvö þeirra en Snæbjört Pálsdóttir eitt.
Meira

Frábær aðsókn á Fullkomið brúðkaup

Aðsókn hefur verið frábær á uppsetningu Leikfélags Sauðárkróks á Fullkomnu brúðkaupi eftir Robin Howdon í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Uppselt hefur verið á fjórar sýningar af tíu hingað til og góður rómur gerður að sýningunni. Ýmsan skemmtilegan fróðleik um sýninguna og þátttakendur má lesa á heimasíðu leikfélagsins.
Meira

Barna- og unglingamót UMSS

Barna- og unglingamót UMSS verður haldið í Reiðhöllinni Svaðastöðum við Sauðárkróki á morgun, laugardaginn 7. ,maí. Áður auglýstu punktamóti hefur hins vegar verið frestað um viku vegna veðurs og verður það haldið föstudaginn 13. maí.
Meira

Stærri og bjartari Vínbúð á Sauðárkróki

Framkvæmdir standa nú yfir við Vínbúðina á Sauðárkróki þar sem verið er að færa innganginn sunnan við húsið, nær bílastæðinu sem er staðsett vestan við búðina. Búðin verður um leið stækkuð og gerð bjartari. „Verið er að taka allt í gegn bæði lager og búð,“ sagði Jóna Björk Sigurðardóttir, verslunarstjóri Vínbúðarinnar, í samtali við Feyki.
Meira

„Það er einhver tilgangur með að ég fékk þetta verkefni“

Bylgja Finnsdóttir er búsett í Laufkoti í Hjaltadal í Skagafirði. Hún var innan við þrettán ára þegar fyrstu einkenni sjúkdómsins endómetríósu gerðu vart við sig og síðar bættust við sjálfsofnæmissjúkdómarnir blettaskalli og vanvirkur skjaldkirtill.
Meira

Geitafjör á Grænumýri gerði lukku

Í gær var blásið til geitafjörs á Grænumýri í Blönduhlíð, sem var hluti af Barnamenningardögum í Skagafirði. Boðið var upp á fjölskyldustund í fjárhúsunum á Grænumýri þar sem skoða mátti geitur og kiðlinga og hlusta á tónlist úr smiðju Disney og Abba.
Meira

Ófá handtökin við endurnýjað og glæsilegt húsnæði

Á fimmtudag í síðustu viku fór fram formleg opnun Iðju við Sæmundarhlíð. Fjölmargir komu til að skoða nýuppgert húsnæðið, sem áður hýsti Leikskólann Furukot, og samglöddust með starfsfólki og skjólstæðingum Iðju.
Meira

Söngskemmtun félags eldri borgara í Skagafirði

Sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði heldur söngskemmtun í Frímúrarasalnum á uppstigningardag, 5. Maí klukkan 15. Söngstjóri er Rögnvaldur Valbergsson og einsöngvari Þorbergur Skagfjörð Jósefsson.
Meira