Skagafjörður

Árskóli í 10. sæti í Skólahreysti

Tólf skólar mættust í úrslitakeppni Skólahreysti í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið og var keppnin sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Árskóli á Sauðárkróki hreppti 10. sætið í keppninni, en 114 skólar hófu keppni í haust.
Meira

Fjögur sveitarfélög á Norðurlandi vestra fá styrk til ljósleiðaravæðingar

Fulltrúar fjarskiptasjóðs, nokkurra sveitarfélaga og innanríkisráðherra skrifuðu á miðvikudaginn undir samninga um styrki fjarskiptasjóðs fyrir uppbyggingu ljósleiðara í sveitarfélögunum til að efla fjarskiptasamband í dreifðum byggðum sem markaðurinn sinnir ekki.
Meira

Bátur strandaði í Sauðárkrókshöfn

Bát­ur strandaði í höfn­inni á Sauðár­króki í fyrrakvöld. Samkvæmt frétt mbl.is var bát­ur­inn að koma inn eft­ir veiði þegar hann fékk gat á skrokk­inn fyr­ir neðan sjó­línu með þeim af­leiðing­um að sjór flæddi inn í véla­rúmið.
Meira

Gillon með nýja plötu

Út er komin platan Gillon, en hún er fjórða sólóplata Gísla Þórs Ólafssonar og nefnd eftir flytjandanafni hans. Platan er poppaðri en tvær seinustu, að sögn Gísla Þórs. „Hljómur er áreynslulaus og flest lögin í ballöðustíl,“ sagði Gísli, í viðtali í Feyki sem kom út sl. miðvikudag, þegar hann var spurður nánar út í plötuna.
Meira

Svo flaug hún eins og fiðrildi...

Það var sannkölluð sumarstemmning og ljómandi góð mæting á tónleika Skagfirska kammerkórsins í Menningarhúsinu Miðgarði í gærkvöldi, en tónleikarnir báru yfirskriftina „Svo flaug hún eins og fiðrildi...“ Voru tónleikarnir lokapunkturinn á vetrarstarfi kórsins, sem um síðustu helgi fór í tónleikaferðalag um Vesturland.
Meira

Björgvin Hafþór til liðs við Tindastól

Það er skammt stórra högga á milli hjá Tindastólsmönnum í körfunni. Eins og áður hefur verið sagt frá þá hafa Stólarnir samið við Jou Costa um áframhaldandi þjálfun liðsins næsta vetur og Chris Caird hefur skrifað undir tveggja ára samning. Nú hefur Björgvin Hafþór Ríkharðsson, leikmaður ÍR undanfarin tímabil, skrifað undir árssamning við körfuknattleiksdeild Tindastóls og spilar því með liðinu næsta vetur.
Meira

Sumri fagnað í Húnaveri í kvöld

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stendur fyrir sumarfagnaði í Húnaveri í kvöld. Boðið verður upp á söng, kveðskap og dans. Gestakór verður Karlakórinn Söngbræður af Vesturlandi.
Meira

35 ára afmælisblað Feykis

Þann 10. apríl síðastliðinn voru liðin 35 ár síðan fyrsta tölublað Feykis leit dagsins ljós. Í tilefni þessa hefur nú verið gefið út sérstakt afmælisblað sem dreift er frítt til allra íbúa á Norðurlandi vestra, auk þess sem það er aðgengilegt hér á vefnum.
Meira

Hamborgarar rjúka út á Hard Wok til styrktar Ívari Elí og fjölskyldu

Það er allt á fullu á veitingastaðnum Hard Wok á Sauðárkróki um þessar mundir við að afgreiða hamborgarapantanir til styrktar Ívari Elí Sigurjónssonar, fimm ára Króksara sem glímir við flogaveiki. „Pantanir eru að hrannast inn og við erum að afgreiða 40 hamborgara núna í hádeginu, sem ýmist verður sent eða sótt,“ sagði Árni Björn Björnsson eignandi veitingastaðarins í samtali við Feyki.
Meira

Ísmaðurinn 2016

Skíðasvæðið í Tindastól efnir til keppni um Ísmanninn 2016 sem haldin verður laugardaginn 30. apríl. Um er að ræða ögrandi áskorun fyrir hressa fjallagarpa og verða vegleg verðlaun í boði. Keppt verður í svigi og hlaupum.
Meira