Skagafjörður

Veðurklúbburinn spáir skánandi veðri eftir hvítasunnu

Þriðjudaginn 3. maí 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. „Fundarmenn voru sautján talsins, sem er óvenju fjölmennt og því meira lýðræði í veðurvæntingum eins og nú er haft í hámælum í þjóðmálaumræðunni,“ segir í fréttatilkynningu frá veðurklúbbnum.
Meira

Færðu Ívari Elí afrakstur áheitahlaups

Í gær afhentu nemendur í 7. og 8. bekk Varmahlíðarskóla Ívari Elí Sigurjónssyni og föður hans, Sigurjóni Leifssyni afrakstur áheitasöfnunar sinnar. Síðustu vikur hafa þessir 32 krakkar safnað 1.113.829 krónum með áheitahlaupi sem þau hlupu síðasta vetrardag.
Meira

Elmar söng sig inn í hjörtu Sæluvikugesta

Karlakórinn Heimir hélt sína árlegu Sæluvikutónleika í Miðgarði síðast liðinn laugardag. Sérstakur gestur á tónleikunum var Elmar Gilbertsson sem sló í gegn í óperunni Ragnheiði og var í kjölfarið valinn söngvari ársins 2015.
Meira

Átta ungir leikmenn semja við körfuknattleiksdeild Tindastóls

Í tilkynningu sem stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls sendi frá sér nú undir kvöldið er sagt frá því að í dag skrifuðu átta leikmenn undir samning um að leika með liði Tindastóls á næsta keppnistímabili. Þar á meðal eru Pétur Birgisson, Viðar Ágústsson og Hannes Másson.
Meira

Frábær árangur á Íslandsmóti yngri flokka

Júdódeild Tindastóls átti þrjá keppendur á Íslandsmóti yngri flokka í júdó sem haldið var í Laugabóli, hjá júdódeild Ármanns í Reykjavík, 30. apríl síðastliðinn.
Meira

Efnt til prófkjörs í haust

Aðalfundur Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var haldinn í Borgarnesi á laugardaginn. Þar var samþykkt að haldið yrði prófkjör fyrir Alþingiskosningarnar á komandi hausti, til að stilla upp á framboðslista flokksins í kjördæminu.
Meira

Vinnufundur um stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur, í samráði við Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði, samið við Þorgeir Pálsson hjá Thorp Consulting um að stýra endurskoðun á stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði. Þorgeir hefur mikla reynslu á þessu sviði og kom m.a. að mótun hins nýja Vegvísis í ferðaþjónustu, nýrri ferðamálastefnu sem kynnt var í október sl.
Meira

Styrktarsamningur KS og Bocuse d´OR Akademíunnar

Síðast liðinn föstudag var undirritaður styrktarsamningur milli Kaupfélags Skagfirðinga og Bocuse d‘Or Akademíunnar. Viktor Örn Andrésson er fulltrúi Íslands í keppninni að þessu sinni ásamt Hinriki Lárussyni aðstoðarmanni en undankeppnin fer fram 10.- 12. maí. nk.
Meira

Fullkominn farsi í höndum Leikfélags Sauðarkróks

Leikritið Fullkomið brúðkaup hefur verið sett upp hjá hundruðum leikhúsa um allan heim, eins og fram kemur á heimasíðu höfundar, Robins Hawdon. Fullkomið brúðkaup er fullkominn farsi, eða eins og í leikskrá er haft eftir höfundinum: „Góður farsi þarf m.a. að bjóða upp á hraða, fullt af misskilningi, fyndni, framhjáhöld, ást og hurðaskelli.“ Auk þess, þar sem þetta er erlent leikrit, þarf þessi farsi að bjóða upp á mjög færan þýðanda, húmorista sem kann að draga fram kómiska hlið af hverju einasta orði íslenskrar orðabókarinnar en sá reynslubolti er enginn annar en Örn Árnason. Ég held að textagerð farsa sé ennþá flóknara og meira krefjandi en að semja handrit fyrir drama, en það má vera rangt. En vindum okkur að brúðkaupinu, förum okkur í Bifröst á Sauðárkróki í boði Leikfélags Sauðárkróks og bíðum spennt.
Meira

Þungur rekstur afurðastöðva

Rekstur afurðastöðva Kjötafurðastöðvar KS (KKS) og Sláturhúss KVH (SKVH) hefur verið þungur undanfarin tvö ár og segja má að árið 2015 hafi verið rekstrarlega það erfiðasta um nokkurra ára skeið. Þetta kemur fram í nýlegu fréttabréfi KKS og SKVH.
Meira