Skagafjörður

Ný stjórn Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði

Aðalfundur Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði var haldinn á Lýtingsstöðum síðast liðinn mánudag. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf og urðu nokkrar breytingar á stjórn félagsins.
Meira

Margir vilja leggja sitt af mörkum

Eftir að auglýst var söfnun til styrktar fimm ára flogveikum dreng á Sauðárkróki, Ívari Elí Sigurjónssyni, hafa fjölmargir brugðist við og viljað leggja fjölskyldunni lið, eins og nánar er fjallað um í nýjasta tölublaði Feykis sem kom út í gær.
Meira

Hestasumarið mikla í Skagafirði

Búið er að dagsetja þau mót sem hið nýja hestamannafélag, Skagfirðingur, stendur fyrir í sumar. „Það er heilmikið í boði fyrir keppendur í sumar, enda er þetta hestasumarið mikla í Skagafirði. Landsmótsstemming ríkir svo sannarlega í firðinum,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu.
Meira

Einar Mikael kemur á Krókinn

Einar Mikael töframaður ætlar að vera með sýningu á Mælifelli í næstu viku. Sagðist hann hlakka mikið til að koma og gleðja fjölskyldur á Króknum. Hann segir sýninguna vera troðfulla af flottum sjónhverfingum og nýjum atriðum sem hafa aldrei sést áður á Íslandi.
Meira

Flokkunarfræðin fangaði athygli gestanna

Á mánudaginn heimsóttu 40 nemendur úr 8. bekkjum Árskóla á Sauðárkróki Verið Vísindagarða. Stöldruðu þau við í þrjár klukkustundir og drukku í sig margvíslegan fróðleik um fjölbreytileika í vistkerfum sjávar og ferskvatns, eins og sagt er frá á vef Háskólans á Hólum.
Meira

Ný stjórn Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins

Stjórn Bændasamtaka Íslands skipaði á fundi þann 20. apríl síðastliðinn nýja stjórn RML en stjórnin hefur að mestu leyti verið óbreytt frá stofnun fyrirtækisins. Fyrirkomulagi varafulltrúa í stjórn var einnig breytt en fram til þessa hafa verið varamenn fyrir hvern og einn stjórnarmann. Nú verður því háttað þannig að varamenn verða tveir, 1. og 2. varamaður.
Meira

Samningur um reiðvegi

Í fyrradag var stór stund hjá hinu nýstofnaða hestamannafélagi Skagfirðingi. Formaður þess, Guðmundur Sveinsson, og sveitarstjóri Skagafjarðar, Ásta Pálmadóttir, undirrituðu samning um uppbyggingu og viðhald reiðvega í sveitarfélaginu.
Meira

Áskorun um margföld framlög til byggðamála

Aðalfundur Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila fór fram 16. apríl sl. að Hraunsnefi í Borgarbyggð. Í upphafi fundar flutti gestur fundarins, Elfa Björk Sævarsdóttir frá Rauðabergi á Mýrum, stutt erindi um hugmynd sem hún er með og gengur út á að veita faglega aðstoð við uppsetningu á gæðakerfi í heimavinnslum. Elfa er matvælafræðingur að mennt og hefur unnið hjá Actavis síðustu 18 ár við gæðastjórnun.
Meira

Karlatöltið komið til að vera

Karlatölt Norðurlands fór fram á Hvammstanga á laugardaginn. „Var það samróma álit allra að mótið hefði verið hið glæsilegasta og sé algjörlega komið til þess að vera um ókomna tíð,“ segir á heimasíðu Hestamannafélagsins Þyts.
Meira

Kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju í kvöld

Kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju er árviss viðburður í Sæluviku Skagfirðinga og verður það í Sauðárkrókskirkju í kvöld, mánudagskvöldið 25. apríl kl. 20. Að vanda verður boðið upp á song, hljóðfæraleik og ræðuhöld.
Meira