Skagafjörður

Skagfirðingabúð oftast með lægsta verðið

Skagfirðingabúð var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á svæðinu miðvikudaginn 18. maí. Skagfirðingabúð var með lægsta verðið í 59 tilvikum og Hlíðarkaup í 52. Hæsta verðið var oftast að finna í Hlíðarkaupum eða í 47 tilvikum og Skagfirðingabúð í 41 tilviki.
Meira

Kvenfélag Sauðárkróks færði Endurhæfingu HSN á Sauðárkróki veglega gjöf

Á mánudaginn færði Kvenfélag Sauðárkróks Endurhæfingu HSN veglega gjöf. Um er að ræða svokallaðar trissur sem eru góð viðbót við tækjasal Endurhæfingarinnar. Herdís Klausen hjúkrunarforstjóri og Fanney Ísfold Karlsdóttir, forstöðumaður sjúkraþjálfunar, veittu gjöfinni viðtöku. Gat Herdís þess að allur tækjabúnaður í salnum væri gefinn af hinum ýmsu fyrirtækjum og félagasamtöku sem eru velviljuð stofnuninni.
Meira

Endurbætur á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Húsnæði Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna fær andlitslyftingu utandyra þessa dagana. Það eru nemendur í 5. og 6. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra sem skreyta veggina með myndum og málningu. norðanátt.is greinir frá.
Meira

Árlegt göngustíganámskeið ferðamálanema

Hið árlega göngustíganámskeið ferðamálanema á fyrsta ári ári við Háskólann á Hólum var haldið nýlega. Námskeiðið er liður í stærra námskeiði sem nefnist Gönguferðir og leiðsögn og jafnframt mikilvægur hluti af námi diplómnema til að fá landavarðaréttindi sem Umhverfisstofnun.
Meira

Þriðju verðlaun fyrir Markaappið

Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanna var haldið í Háskólanum í Reykjavík síðastliðinn sunnudaginn, 22. maí. Það voru 39 hugmyndaríkir krakkar úr 5. – 7. bekk sem komust áfram í vinnustofur og í úrslit keppninnar með samtals 27 hugmyndir. Meðal þeirra voru fjórir nemendur Varmahlíðarskóla með þrjár hugmyndir.
Meira

Úrslit frá WR móti Skagfirðings og UMSS í hestaíþróttum

Það var margt um menn og hross á Hólum í Hjaltadal um helgina þegar Opið WR Skagfirðings og UMSS í hestaíþróttum fór þar fram. Sigurvegari í 100m skeiði var Ísólfur Líndal Þórisson á Korða frá Kanastöðum. Mette Mannseth og Þórarinn Eymundsson voru jöfn í fimmganginum og deila því efsta sætinu með einkunnina 7,38 - Mette á Karli frá Torfunesi og Þórarinn á Narra frá Vestri-Leirárgörðum.
Meira

Breytt dagskrá og úrslit úr forkeppni

Opið WR Skagfirðings og UMSS í hestaíþróttum fer fram á Hólum um helgina. Á vef hestamannafélagsins Skagfirðings er vakin athygli á því að dagskrá dagsins hefur tekið breytingum. Þar eru einnig birt úrslit úr forkeppni.
Meira

Skagafjörður til umfjöllunar í Norðurþýska ríkissjónvarpinu

Þátturinn „Ostsee report“, eða Eystrasalts tíðindi í lauslegri þýðingu, verður sýndur á Norðurþýsku ríkissjónvarpsstöðinni NDR í dag kl. 16:00, eða kl. 18:00 að þýskum tíma. Þátturinn er klukkutíma langur og hefur verið mánaðarlega á dagskrá NDR í rúm 30 ár. Í honum er fjallað er um fólk í Norður Evrópu; Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Rússlandi svo dæmi séu nefnd og er um að ræða einskonar „Landa“ þeirra Þjóðverja. Að þessu sinni er að hann að stórum hluta tekinn upp í Skagafirði.
Meira

Flókadalur, Haganesvík og Lambanes fá hitaveitu í sumar

Hitaveituframkvæmdir í Fljótum var til umræðu á fundi Veitunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar síðastliðinn miðvikudag. Í fundargerð kemur fram að framkvæmdir hefjist um mánaðarmótin maí/júní.
Meira

Ráslisti opna WR móts Skagfirðings og UMSS í hestaíþróttum

Opið WR (world ranking) mót Skagfirðings og UMSS í hestaíþróttum verður haldið á Hólum um helgina. Mótið hefst í kvöld og má skoða dagskránna hér. Ráslisti mótsins er eftirfarandi:
Meira