Skagafjörður

Hlaut 24 mánaða dóm vegna líkamsárásar á Hofsósi

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi í mars sl. karlmann í 24 mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Fram kemur í vefnum mbl.is í dag að mistök hafi orðið til þess að málið dróst í sex mánuði hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Meira

Árbók Ferðafélags Íslands 2016 um Skagafjörð austan vatna er komin út

Árbók Ferðafélags Íslands árið 2016 er komin út. Fjallar hún að þessu sinni um Skagafjörð austan Vatna - Frá Hjaltadal að Úlfsdölum. Með þessari árbók lýkur þriggja binda umfjöllun Páls Sigurðssonar prófessors og fyrrum forseta Ferðafélagsins um Skagafjörð. Fyrsta bindi, Skagafjörður vestan Vatna – Frá Skagatá að Jökli, kom út 2012 og annað bindi, Skagafjörður austan Vatna – Frá Jökli að Furðuströndum, kom út 2014.
Meira

Þrjú skagfirsk verkefni hlutu viðurkenningu Foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2016

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 21. sinn í dag við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson afhenti verðlaunin. Þrjú skagfirsk verkefni voru meðal þeirra 24 sem hlutu gilda tilnefningu og þar með viðurkenningu frá samtökunum. Verkefnin eru Hlaupið til góðs sem er áheitahlaup í Varmahlíðarskóla, Vinaliðaverkefnið og Að vera 10. bekkingur sem eru bæði verkefni í Árskóla.
Meira

Rústir Þingeyraklausturs rannsakaðar

Í sumar hefjast fræðilegar rannsóknir á Þingeyraklaustri, þar sem grafið verður í fornum rústum. Einnig stendur til að rannsaka vistfræði staðarins og nágrenni hans á miðöldum og gera athuganir á handritamenningu miðalda, í samstarfi við Snorrastofu í Reykholti í Borgarfirði.
Meira

Hjólið kemur ekki 17. maí

Til stóð að Lionsmenn, ásamt starfs- og heimilisfólki Dvalarheimilisins á Sauðárkróki, myndu afhenda Dvalarheimilinu hjól sem útbúið er til að hjóla með heimilisfólk Dvalarheimilisins, í næstu viku. Það dregst þó eitthvað og verður viðburði sem auglýstur var af þessu tilefni þann 17. maí frestað um óákveðinn tíma.
Meira

Rokkbúðir fyrir stelpur og konur í sumar

Í sumar verður boðið upp á rokkbúðir fyrir stelpur og konur á Akureyri. Verkefnið er 5 ára í ár og búðirnar á Akureyri eru styrktar af Sóknaráætlun Norðurlands vestra og Akureyrarstofu.
Meira

Þórgunnur og Stefanía stigahæstu knaparnir

Fyrsta barna- og unglingamót hestamannafélagsins Skagfirðings var haldið í Reiðhöllinni Svaðastöðum við Sauðárkrók á laugardaginn. Stigahæsti knapinn í barnaflokki var Þórgunnur Þórarinsdóttir en stigahæsti knapinn í unglingaflokki Stefanía Sigfúsdóttir.
Meira

„Skagfirskt blóð er í þeim öllum...“

Blóðabankabíllinn mun aka í Skagafjörð á morgun, miðvikudag og vera þar fram til fimmtudags, 12. maí. „Nú er komið að því að leitað sé til ykkar en á ný að vori til að gefa af ykkur,“ segir í fréttatilkynningu frá Blóðbankanum.
Meira

Stólarnir mæta firnasterku liði KA

Það verður erfitt verkefni sem meistaraflokkur karla hjá Tindstóli á fyrir höndum í kvöld en þá leikur liðið við KA í bikarkeppninni. Leikurinn hefst á KA-vellinum á Akureyri í kvöld klukkan 19.
Meira

Króksarinn Kristján Gísla í Globen

Króksarinn Kristján Gíslason er meðal bakraddasöngvara hjá Gretu Salóme þegar Ísland keppir í fyrri undanúrslitum í kvöld. Keppnin fer fram í Globen í Stokkhólmi. Kristján er að taka þátt í Eurovision í fjórða sinn, en árið 2001 flutti hann lagið Angel í keppninni. Þetta er í þriðja sinn sem hann tekur þátt sem bakraddasöngvari.
Meira