Skagafjörður

Efnilegir upplesarar í Varmahlíðarskóla

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Varmahlíðarskóla sl. fimmtudag. Sextán efnilegir upplesarar sem allir eru í 7. bekk skólans tóku þátt og bar lestur þeirra vott um innlifun og vandvirkni, en þau höfðu æft sig í nokkrar vikur undir stjórn umsjónarkennara bekkjarins, Sigrúnar Benediktsdóttur.
Meira

Nemandi úr Árskóla verður að persónu í bók eftir Ævar

Lestrarátak Ævars vísindamann stóð frá 1. janúar til 1. mars en samkvæmt talningu á innsendum lestrarmiðum voru lesnar 54 þúsund bækur í átakinu. Þetta kom fram þegar dregið var úr lestrarátakspottinum á mánudagsmorgun. Nemendur úr Árskóla Sauðárkróki, Grunnskólanum í Sandgerði, Laugarnesskóla, Hörðuvallaskóla og Hríseyjarskóla voru dregin úr pottinum og þau verða gerð að persónum í bók eftir Ævar sem kemur út í apríl. rúv.is greinir frá.
Meira

Kennsla hafin á nýrri slátrarabraut við FNV

Kennsla í slátraraiðn hófst í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um helgina. Slátrarabrautin er nýjung hjá skólanum en ekki hafa slátrarar verið útskrifast úr skóla hérlendis síðan upp úr 1990 hjá Iðnskólanum í Reykjavík. Að sögn Páls Friðrikssonar, slátrara, kjötiðnaðarmeistara og kennara við brautina, eru nemendurnir átta talsins sem sækja kennslustundir í byrjunaráföngum, þar af eru fimm í staðarnámi og þrír í fjarnámi. Alls eru 18 nemendur skráðir til náms.
Meira

Frábærir hestar skráðir til leiks í töltkeppni KS-Deildarinnar

Töltkeppni KS Deildarinnar fer fram á miðvikudagskvöldið kemur, 16. mars, og hefst keppni kl 19:00. „Frábærir hestar eru skráðir og verður gaman að fylgjast með,“ segir í tilkynningu frá deildinni.
Meira

Sveitarfélög skoða hvernig bregðast skuli við vegna skaðsemi dekkjakurls á sparkvöllum

Eins og Feykir fjallaði um fyrir helgi eru sveitarfélög á Norðurlandi vestra nú að skoða hvernig bregðast skuli við skaðsömu efnainnihaldi dekkjakurls sem notað er sem uppfyllingarefni á gervigrasvöllum.
Meira

Þakplötur fuku af Steypustöð Skagafjarðar

Talsverðar skemmdir urðu á Sauðárkróki í storminum sem gekk yfir í gær og í nótt. Stór hluti af þakplötum fauk af Steypustöð Skagafjarðar. Ýmsar aðrar skemmdir urðu, einkum í nyrsta hluta bæjarins, að sögn Baldurs Inga Baldurssonar, formanns Skagfirðingasveitar.
Meira

Aukasýning á Mjallhvíti og dvergunum sjö í dag

Í dag klukkan 17 verður aukasýning á leikritinu Mjallhvít og dvergarnir sjö, í flutningi 10. bekkjar Árskóla, í Félagsheimilinu Bifröst. Uppsetningin er í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar.
Meira

Háskóladagurinn verður í FNV á föstudaginn

Háskóladagurinn verður í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þann 18. mars frá kl. 9:45 til 11:15. Allir háskólar landsins kynna námsleiðir sínar, sem eru yfir 500 talsins, og námsráðgjafar verða á staðnum.
Meira

Myndskeið frá Mjallhvíti og dvergunum sjö

Mjallhvít og dvergarnir sjö, leiksýning nemenda í 10. bekk Árskóla, sem er til sýningar um þessar mundir í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki hefur vakið mikla lukku, eins og greint var frá á feykir.is í gær. Hér má sjá myndskeið Skottu Film frá sýningunni en eins og sjá má leggja nemendur skólans allt í sölurnar til að gera sýninguna sem glæsilegasta.
Meira

Fermingarblað Feykis aðgengilegt á netinu

Feykir vikunnar er tileinkaður fermingum. Að venju er blaðið stærra í sniðum, fjölbreytt og vandað til útlits þess. Meðal efnis er viðtal við Nönnu Rögnvaldar matreiðslufrömuð og metsöluhöfund þar sem segir frá æskuárum sínum í Skagafirði og talar um matarástina. Fjallað er um söngleikinn Súperstar sem verið er að setja á svið á Hvammstanga og viðtal við Jóhönnu Ey sem hannar og saumar undir J.EY Design.
Meira