Skagafjörður

Auðveldur sigur á fjölbrautaskólapiltum í Iðunni

Í gærkvöldi fór síðasta umferðin fram í deildarkeppni Dominos-deildarinnar í körfuknattleik. Ljóst var fyrir leikina að KR-ingar voru orðnir deildarmeistarar en Keflvíkingar og Stjarnan börðust um annað sætið og þar hafði Stjarnan betur. Lið Tindastóls, sem vann í gærkvöldi auðveldan sigur á liði FSu á Selfossi, endaði í sjötta sæti deildarinnar og spilar því gegn Keflvíkingum í úrslitakeppninni sem hefst 17. mars.
Meira

Rómantískir kjólar og töff jakkaföt í fermingartískunni

Já, það eru tískustraumar í fermingarfatnaðinum eins og í öllu öðru. Undanfarin ár hefur hann reyndar verið nokkuð svipaður, helstu breytingar hafa verið á sniðum og eitthvað í litum. Mest áberandi eru sætir kjólar á stelpurnar og flott jakkaföt á strákana.
Meira

Áskorendamót Riddara Norðursins í kvöld

Áskorendamót Riddara Norðursins verður haldið í Reiðhöllinni Svaðastöðum í kvöld, föstudagskvöldið 13. mars. Mótið hefst kl 20.00 og kostar 1000 krónur inn. Eins og seinustu ár skora Riddarar Norðursins á fjögur lið til keppni við sig. Þrjú af þessum liðum hafa mætt til keppni áður, þau eru: Vatnsleysa, Viðar á Björgum og Lúlli Matt. Auk þessara liða kynna Riddarar með ánægju til keppni nýtt lið, Hafsteinsstaði.
Meira

Mjallhvít frumsýnd í Bifröst

Mjallhvít og dvergarnir sjö, í flutningi 10. bekkjar Árskóla, var frumsýnt í Félagsheimilinu Bifröst í gær. Það var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson sem leikstýrði. „Mjallhvít er ofsótt af afbrýðisamri stjúpmóður sinni, drottningunni, og leitar skjóls úti í skógi hjá sjö dvergum. Drottningin gefur Mjallhvíti eitrað epli, en prinsinn finnur hana og vekur hana af dvala,“ segir um söguþráð leikritsins eftir hinu sívinsæla Grímsævintýri.
Meira

Óveður er í kringum Blönduós

Suðaustan 13-20 og rigning er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Hiti 1 til 6 stig. Snýst í suðvestan 10-18 með éljum síðdegis. Hiti kringum frostmark í kvöld. Mun hægari sunnanátt og þurrt að kalla annað kvöld.
Meira

Júdó- og bogfimideildir formlega komnar undir Tindastól

Aðalfundur Tindastóls fór fram í Húsi frítímans þann 2. mars sl. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem viðurkenningar voru veittar. Gerðar voru nokkrar breytingar á lögum félagsins þar sem skerpt var á nokkrum atriðum. Helgi Sigurðsson gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku og aðrir í stjórn gerðu það líka, þ.e. Kolbrún Marvía Passaro, Laufey Kristín Skúladóttir, Magnús Helgason og Þórunn Ingvadóttir.
Meira

Kynningarfundur um markaðsverkefnið „Íslenski Hesturinn“

Íslandsstofa boðar til kynningarfundar í Skagafirði um markaðsverkefnið Íslenski Hesturinn sem hófst í lok árs 2015 og stendur í fjögur ár. Verkefninu er ætlað að efla ímynd íslenska hestsins á alþjóða vettvangi og auka gjaldeyristekjur greinarinnar í heild.
Meira

Stórsýningin „Árið er...lögin sem lifa“ í Sæluviku

Sýningin „Árið er… lögin sem lifa“ verður haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í Sæluviku, föstudaginn 29. apríl. Þar verður íslensk dægurlagasaga flutt í tali og tónum af landsþekktum söngvurum í bland við upprennandi stjörnur. Fram koma meðal annarra Magni Ásgeirsson, Sigríður Thorlacius, Sigríður Beinteinsdóttir og fjöldi skagfirskra söngvara.
Meira

Glært plast og rykdustarar

Fyrir nokkrum árum var ég ein af þeim sem elskaði að hlaða á sig fylgihlutum og myndi reyndar gera meira af því í dag ef ég væri ekki með nikkel ofnæmi, þá sérstaklega skartið. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég hætti alveg að ganga með allar gerðir af fylgihlutum eftir að ég eignaðist börnin mín, meira að segja töskur, því með þessum ungabörnum fylgir svo mikil fyrirferð og dót að ég nennti ekki að burðast með enn meira fyrir sjálfa mig.
Meira

Spáir slyddu seint í kvöld

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er hægviðri og léttir smám saman til, suðaustan 8-13 m/s og slydda seint í kvöld. Hiti kringum frostmark. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er talsvert autt á Norðurlandi vestra, þó eru hálkublettir á Vatnsskarði. Hálka er víða á útvegum.
Meira