Skagafjörður

Fjallað um ferðamál í fyrirlestrarröðinni Vísindi og grautur

Miðvikudaginn 16. mars nk. kl. 11.00 mun Jessica Aquino nýráðinn starfsmaður Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum og Selaseturs Íslands halda fyrirlestur í fyrirlestraröðinni Vísindi og graut, sem hún nefnir „Volunteer Tourists’ Perceptions of their Impacts in Vulnerable Communities.“ Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 302 og eru allir hjartanlega velkomnir.
Meira

Hvers vegna Hegranes? - Fyrirlestur um Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknina í kvöld

Skagfirska kirkju- og byggðasögurannsóknin og Byggðasafn Skagfirðinga bjóða íbúum Hegraness og öðrum áhugasömum á fyrirlestur og umræðufund um fornleifarannsóknirnar sem nú fara fram í Nesinu. Fyrirlesturinn verður í félagsheimilinu í Hegranesi í kvöld, fimmtudaginn 3. mars kl. 20.00.
Meira

Skammhlaup í háspennulínu reyndist orsökin

Eins og greint var frá í Feyki á í síðustu var stór hluti heimila í Skagafirði rafmagnslaus í allt að sex klukkustundir þriðjudaginn 23. febrúar. Mælingar sem gerðar voru aðfararnótt fimmtudagsins leiddu í ljós að bilunin var ekki í spenni.
Meira

Bjart yfir Norðurlandi vestra í dag

Austan 3-8 og bjart veður er á Ströndum og Norðurlandi vestra, frost 0 til 10 stig. Vegir eru að mestu auðir á láglendi en hálkublettir á fjallvegum.
Meira

Stórleikur í Síkinu

Íslandsmeistarar KR mæta í Síkið fimmtudagskvöldið 3. mars og etur kappi við lið Tindastóls í Dominos-deildinni í körfu. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir Stólana sem stefna á að næla sér í heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina sem hefst 17. mars. Nú verða því allir að mæta í Síkið og styðja Stólana til sigurs.
Meira

Skapti Ragnar Skaptason sigraði A flokkinn á Ísmóti riddarana

Ísmót Riddara Norðursins var haldið á Tjarnartjörn við Reiðhöllina Svaðastaði á sunnudaginn. Að sögn Guðmundar Einarssonar, starfsmanns Reiðhallarinnar, var mæting mjög góð, bæði hjá keppendum og áhorfendum. Það var frábært veður og frábær ís," sagði Guðmundur í samtali við Feyki í gær.
Meira

Hagnaðinn til neytenda

Þessa dagana heyrum við fréttir af gríðarlegum hagnaði viðskiptabankanna þriggja, þ.e. Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka. Samanlagt tóku þeir inn 80 milljarða króna hagnað á síðasta ári og er hagnaður þeirra þriggja frá hruni 370 milljarðar. Þessi hagnaður kemur á sama tíma og þessir sömu viðskiptabankar hafa verið að bæta við þjónustugjöldum og í mörgum tilfellum að hækka þau þjónustugjöld sem fyrir voru. Má þar meðal annars nefna úttektargjald, hraðbankagjald, svargjald bankaþjónustu, greiðslugjald, kortagjald og svona er hægt að telja áfram. Þessir gjaldaliðir eru um 30 talsins.
Meira

Drangey Music Festival haldið á ný 25. júní 2016

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival, þar sem vegurinn endar, verður haldin í annað sinn laugardagskvöldið 25. júní næstkomandi. Óhætt er að segja að hátíðin hafi slegið í gegn þegar hún var haldin í fyrsta skiptið síðastliðið sumar, frábær tónlist, einstök náttúra og veður að bestu gerð hjálpaðist allt að við að skapa ógleymanlega upplifun.
Meira

Aðalfundur Rauða krossins í Skagafirði

Skagafjarðardeild Rauða krossins heldur aðalfund sinn á morgun, miðvikudaginn 2. mars kl. 16:30 í húsnæði deildarinnar Aðalgötu 10b. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Meira

Frábær hestakostur í fimmgangskeppni KS-Deildarinnar

Athygli vekur hversu margir stóðhestar eru skráðir til leiks í fimmgangskeppni KS-Deildarinnar eða ellefu talsins en alls eru nítján fyrstu verðlauna hross skráð til keppni.
Meira